SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 31
9. október 2011 31
brigður og geta gert alla þá hversdagslegu hluti sem okkur
finnst yfirleitt svo sjálfsagt að geta gert. Ég ætla að gæta
þess að gleyma því aldrei hversu heppin ég er að hafa
fengið annað tækifæri. Ég er stöðugt að minna mig á það.“
Segðu mér aðeins frá einkalífinu, þú ert í sambúð með
konu.
„Við Agnes Erna erum búnar að vera í sambúð í rúm tvö
ár. Yndisleg stelpa og frábær söngkona. Við vinnum oft
saman, sem mér finnst mjög skemmtilegt, og hentugt að
plata hana til að syngja með mér.“
Þú varst í sambúð með karlmanni.
„Það er skemmtileg saga því hann er strákurinn sem er
upptökustjórinn á nýju plötunni minni, Magnús Öder, og
saman útsettum við lögin. Við getum verið ákaflega ólík en
þekkjum hvort annað afskaplega vel, erum eiginlega eins
og systkini þannig að samstarfið er mjög gott. Hann á
mikinn þátt í útkomunni á þessari plötu.“
Hvernig uppgötvar manneskja sem hefur verið í sambúð
með karlmanni að hún er lesbía?
„Þetta getur verið flókið. Þegar ég var mjög ung fann ég
strax að ég heillaðist meira af konum en körlum en ég
þorði ekki að viðurkenna það. Ég var samt svo heppin að
verða ástfangin af yndislegum strák. Ég á erfitt með að
stimpla mig sem eitthvað eitt og get ekki sagt að ég sé eitt-
hvað ákveðið. Ég heillast af fólki og það skiptir mig ekki
máli hvort viðkomandi er karl eða kona. Ég er bara af-
skaplega þakklát fyrir að finna manneskjur sem ég get
tengst tilfinningaböndum. Það er dýrmætt.“
Hvað er svo framundan?
„Ég er nú að fara að vinna að annarri plötu þar sem
textarnir verða á ensku. Sú vinna er að hefjast. Svo verður
spennandi að sjá viðtökur við þessari nýju plötu. Ég veit
ekkert hvernig fólk mun taka henni en ég er afskaplega
stolt af henni. Svo eru útgáfutónleikar, 21. október í Hofi á
Akureyri og síðan tónleikar í Reykjavík í nóvember. Ég er
einnig að plana tónleikaferð um landið. Það eru spennandi
tímar framundan.“
sé viljandi að sækja í það að hafa eitthvað til að láta mér
líða illa yfir. Ég er að einbeita mér að því að hætta þessu.
Mér gengur bara vel og ég fæ góðar viðtökur. Ég man ekki
eftir að neinn hafi verið leiðinlegur við mig. Og svo er líka
bara allt í lagi og sjálfsagt ef það eru ekki allir hrifnir af
því sem ég geri. Ég er hrædd við höfnun sem ég hef ekki
fengið, sem er náttúrlega fáránlegt.“
Hræðilegt tímabil
Mér er sagt að áður en þú varðst þekkt tónlistarkona
hafirðu þjáðst af alvarlegum veikindum. Hvað gerðist?
„Ég fékk heilaæxli fyrir tíu árum, þá nítján ára gömul.
Það byrjaði mjög lúmskt, með höfuðverk sem kom alltaf
annað slagið. Ég flakkaði á milli lækna en þeir vissu ekki
hvað þetta væri, héldu að ég væri með vöðvabólgu eða
mígreni. Ég prófaði alls konar lyf en ekkert þeirra virkaði.
Það tók tvö ár að komast að því hvað væri að mér. Þá
fannst æxli hjá heiladinglinum. Þetta var hræðilegt tíma-
bil og ástand mitt fór hríðversnandi. Undir lokin fékk ég
höfuðverkjaköst á átta mínútna fresti. Ég var hætt að geta
gert nokkuð, borðaði ekki, gat ekki gengið og var hætt að
hitta fólk því ég gat ekki lengur talað. Ég lá í rúminu og
vildi bara reyna að sofa.
Sumir hafa spurt mig hvort ég hafi verið að gefast upp
en ég var ekki að gefast upp. Ég gat bara ekkert gert.
Enginn sagði við mig: Við getum læknað þetta, það er til
lausn. En læknarnir sögðu: Við getum reynt að skera þetta
en við getum ekki lofað að höfuðverkurinn hverfi. Ég fór í
aðgerð árið 2003 og þegar ég vaknaði eftir hana leið mér
eins og mér hefði verið gefið annað tækifæri. Það höfðu
verið sett skurðtæki upp í nefið á mér og gruflað í heil-
anum og ég var máttfarin en mér hafði ekki liðið svona
vel í tvö ár því höfuðverkurinn var farinn. Þessi skelfilegi
hryllingur sem hafði fylgt mér allan þennan tíma var
horfinn og hefur ekki komið aftur. Ég gat byrjað upp á
nýtt og gert allt sem mér sýndist.
Af þessu lærði ég hversu dýrmætt það er að vera heil-
irleitt allt fullt af fólki og ég veit ekkert hvaðan það kem-
ur.“
Ein þekktasta sveitasöngkona Bandaríkjanna, Luc-
inda Williams, mun vera aðdáandi þinn. Hvernig
kynntist hún tónlist þinni?
„Þegar ég var að spila í fyrsta sinn í Bandaríkjunum á
litlum bar í Los Angeles kom hún þangað með kærast-
anum sínum og kynnti sig fyrir mér eftir tónleikana. Hún
var afskaplega hrifin. Henni þótti textarnir djúpir en mér
þótti þeir oft frekar einfaldir. Henni þótti lögin líka frá-
bær. Hún hefur komið á tónleika þegar ég er að spila í
Bandaríkjunum. Einu sinni vildi hún fá mig til að hita
upp hjá sér á tónleikum en þá var ég föst á Akureyri og
komst ekki. Ég heyri stundum frá henni og ætla að senda
henni þessa íslensku plötu.“
Ertu yfirleitt sátt við það sem þú gerir sem söngkona
og lagahöfundur?
„Eins og svo margir aðrir fer ég stundum í leiðinda-
niðurrif. Þá finnst mér það sem ég geri ekki nógu gott og
hef áhyggur af því hvað fólki eigi eftir að finnast. En ég
bara nenni því niðurrifi ekki lengur því það er eins og ég
’
„Eins og svo margir aðrir fer ég
stundum í leiðindaniðurrif. Þá
finnst mér það sem ég geri ekki
nógu gott og hef áhyggur af því hvað
fólki eigi eftir að finnast. En ég bara
nenni því niðurrifi ekki lengur því það
er eins og ég sé viljandi að sækja í það
að hafa eitthvað til að láta mér líða illa
yfir. Ég er að einbeita mér að því að
hætta þessu.“
Lay Low: „Mér finnst ég vera að fara
skrefinu lengra en áður í tónlistarsköpun
og ég er að þróa minn stíl.“
Morgunblaðið/Ómar