SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 34

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 34
34 9. október 2011 veig Ólafsdóttir sagnfræðingur sér um veislustjórn en helsta rannsóknarsvið hennar síðustu ár hefur verið mat- arhefðir og matarmenning á Íslandi. Þá verður Ólöf Arnalds með tónleika. „Hugmyndin með þessu framtaki er að kynna hvað Kjósin hefur upp á að bjóða í matvæla- og ferðaþjónustu. Það eru að- ilar á svæðinu að selja beint til neytenda, einkum nautakjöt og mjólkurafurðir, og tilvalið að gera þetta hráefni sýnilegra á heimavelli og ýta undir sjálfbærni í hugs- un. Það er mikilvægt að þekkja uppruna framleiðslunnar en þannig skapast traust H eill heimur handan Esjunnar, er slagorðið sem Kjósverjar hafa gert að sínu enda þótt áhöld séu raunar um hvort menn horfi framan eða aftan á Esjuna þegar þeir eru staddir í Kjósinni! Mat- vælaframleiðsla stendur í miklum blóma á svæðinu og löngu tímabært, að mati Ólafs J. Engilbertssonar, formanns stjórnar Kjósarstofu, að efna til veglegrar hátíðar, þar sem Kjósverjar og gestir þeirra gera vel við sig í mat og drykk. Krásir í Kjósinni er yfirskrift veislunnar sem gjörð verður í Félagsgarði í kvöld og hefst dagskráin kl. 19 en borðhald klukkustund síðar. Þar verður matarkynning og síðan há- tíðarkvöldverður þar sem mat- reiðslumeistarar matreiða krásir úr Kjós- inni. Matreiðslumeistarar eru Ólöf Jakobsdóttir og Jakob H. Magnússon, veitingamenn á Horninu. Gert er ráð fyr- ir að greiða fyrir hráefni frá bændum, en selja inn á kvöldverðinn. Halldór Pálmar Halldórsson verður með sérstaka kynn- ingu á grjótkrabba, nýjasta „landnem- anum“ í Kjósinni, Dominique Plédel Jónsson verður með vínkynningu og Sól- milli aðila á tímum aukaefna í mat- vælum,“ segir Ólafur J. Engilbertsson og bætir við að matarhátíðin sé um leið upplagt tækifæri fyrir Kjósarstofu, sem sett var á laggirnar í vor, til að skapa samstöðu og vettvang fyrir íbúa og kynna sig út á við. Heppnist hátíðin vel í kvöld segir Ólafur vel koma til greina að gera hana að árvissum viðburði. Í Kjósinni eru rúmlega 200 íbúar með lögheimili í um 70 húsum. Hefðbundnum bændum hefur fækkað og eru nú í hreppnum átta mjólkurframleiðendur, ellefu sauðfjárbændur og nokkrir til við- Hjalti Sigurbjörnsson á Kiðafelli var að vitja um krækling á Hvalfirðinum, þegar Sunnudagsmogginn var á ferð í Kjósinni í vikunni. Því miður voru aflabrögð dræm þennan daginn. Morgunblaðið/Kristinn Grjótkrabbi og aðrar krásir Matarhátíðin Krásir í Kjósinni verður haldin í fyrsta skipti í kvöld, laugardagskvöld. Kjós- arstofa stendur að hátíðinni og verða töfraðar fram krásir beint frá býlum á svæðinu. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kristinn@mbl.is Ólafur J. Engilbertsson, formaður stjórnar Kjósarstofu, segir sóknarfærin mörg í sveitinni. Matur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.