SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 36
36 9. október 2011
A
natoly Karpov situr við
borðið, en það eru ekki tafl-
menn á því, heldur spægi-
pylsa og kexkaka á diski og
kaffi í bolla. Hann er í morgunverði á
Hótel Loftleiðum í upphafi annasams
föstudags, framundan heimsókn í
grunnskóla og skák við gamlan and-
stæðing við skákborðið en samherja í
skákpólitík, Friðrik Ólafsson.
Karpov varð sextugur fyrr á árinu og
er að mestu hættur þátttöku í mótum,
en teflir sýningarskákir og beitir sér
fyrir eflingu skákíþróttarinnar, meðal
annars með því að stofna skákskóla um
allan heim.
„Ég rek skóla í 32 löndum og 30 hér-
uðum í Rússlandi. Þetta er ekkert flókin
formúla, við reynum að útvega skólum
nauðsynlegan búnað og mælum með
skákkennurum.“
Það bara gerðist
– Þú byrjaðir sjálfur að tefla fjögurra
ára og sýndir strax mikla hæfileika, af
hverju höfðaði skák svona sterkt til
þín?
„Faðir minn tefldi mikið heima, ég
fylgdist með og áhuginn kviknaði út frá
því. Það bara gerðist,“ segir hann án
þess að kunna frekari skýringar.
– En hvenær ákvaðstu að leggja
skák fyrir þig?
„Ég hafði auðvitað hæfileika og það
var ljóst frá upphafi. En ég lauk samt
háskólanámi í hagfræði, fyrst í Moskvu
og svo Leningrad. Og jafnvel þegar ég
varð yngsti stórmeistari í heiminum, þá
var ég ekki viss um að skák yrði minn
aðalstarfi fremur en annað. Ég gerði
ekki upp hug minn fyrr en árið 1973
þegar ég öðlaðist áskorendarétt að
heimsmeistaratitlinum. En ég var samt
alltaf að sýsla í öðru meðfram.“
– Þú hefur auðvitað fylgst náið með
heimsmeistaraeinvígi Fischers og
Spasskís árið 1972.
„Þá hafði ég verið stórmeistari í tvö
ár og undirbúningur stóð yfir hjá sov-
éska landsliðinu fyrir heimsmeist-
aramótið í liðakeppni. Við fylgdumst
með skákunum og greindum leikina
jafnóðum.
Í fyrsta hluta einvígisins tefldi Fischer
betur, en svo varð hann þreyttur og
Spasskí fékk mörg tækifæri. En hann
varð lúinn líka og glutraði þeim úr
höndunum. Og útkoman varð sú að
Fischer vann með miklum mun.
Þegar farið er yfir skákirnar kemur á
daginn að yfirburðirnir voru ekki svona
miklir. Spasskí vann elleftu skákina og
þá var hann enn inni í einvíginu, en
svo missti hann sigur í tap í þrettándu
skákinni og lék aftur af sér í þeirri fjór-
tándu, þar lék hann undarlegan leik,
fórnaði peði, náði því ekki aftur og varð
að semja jafntefli eftir að hafa haft unna
stöðu.
Þegar við vorum að greina skákirnar
heima í Sovétríkjunum, þá áttuðu Pet-
rosjan og Keres sig á því í fyrsta skipti
að ég væri mjög sterkur, því ég sýndi
þeim meðan á þrettándu skákinni stóð
hvernig Spasskí gæti unnið. Þeir urðu
mjög undrandi á því að ég fyndi leið-
ina.“
Mistök Spasskís
– Spasskí kallaði þig einmitt í und-
irbúningseinvígi, sem síðan varð að-
eins ein skák. Mér skilst þú hafir verið
kominn með unnið tafl, en misst það
niður í jafntefli.
„Já, við tefldum aðeins eina skák, því
teymið hans var mjög upptekið af ýms-
um öðrum málum. Ég held hann hafi
ekki hugað nógu vel að undirbún-
ingnum. Hann hélt hann yrði í nógu
góðu formi án þess að leggja mikið á sig
og það voru mikil mistök, en kannski
góð úrslit í fyrri skákum hans gegn
Fischer hafi valdið þessu andvaraleysi.“
– Þú ferð að leiði Fischers á morg-
un, laugardag. Hver voru ykkar
kynni?
„Ég hitti hann fjórum sinnum. Í
fyrsta skipti er hann var boðinn til Sov-
étríkjanna sem nýkrýndur heimsmeist-
ari og leit við á skákmóti sem ég tók
þátt í. Síðan hittumst við í Japan árið
1976, mánuði síðar á Spáni og loks í
Washington árið 1977.
En við ræddum möguleika á að tefla
einvígi á síðustu árum þegar hann var
fluttur til Íslands. Ég bauð honum að
tefla, en hann vildi alltaf vera að breyta
skákinni. Þegar ég samþykkti að tefla
Fischer random chess, þá neitaði hann
því og vildi útfæra nýja hugmynd um
að hvítur hæfi leikinn án eins peðs. En
mér líkaði það ekki.“
– Það hafa verið vonbrigði er hann
mætti ekki í einvígið árið 1975.
„Skákheimurinn hefði orðið annar og
lífið öðruvísi, líka mitt. Það var mikill
skaði.“
– Kasparov hefur sagt að þú hefðir
átt góða möguleika á sigri og Spasskí
að þú hefðir tapað árið 1975, en unnið
árið 1978.
„Ég held að hann hefði átt betri
möguleika árið 1975, en ég hefði und-
irbúið mig vel og það hefði orðið
hörkueinvígi. Ég held hinsvegar að ég
hefði orðið sterkari árið 1978 og jafnvel
þegar árið 1976 eða 1977. Þegar ekkert
varð af einvíginu við Fischer keppti ég
á tveimur stærstu mótum í heiminum
árið 1975 og vann þau. Það fyrra var í
júní og þar mættu allir sterkustu skák-
meistarar heims utan Fischers, en þá
var hann líka hættur.“
Arfleifðin olli andúðinni
– Það muna allir skákáhugamenn eftir
einvígjum þínum við Kasparov. En það
er merkilegt, að þið háðuð fimm
rimmur og í þeim vannst þú 19 skákir,
hann 21 og þið gerðuð 104 jafntefli.
Þetta hefur verið hnífjafnt!
„Þetta var í járnum. Og fyrsta einvíg-
ið breytti skáksögunni. Ég var að vinna
einvígið, jafnvel þegar Campomanes
stöðvaði það var ég tveim vinningum
yfir og auðvitað voru það pólitísk af-
skipti. Ein stærstu mistök mín á ferl-
inum voru að samþykkja að tefla við
Kasparov í Sovétríkjunum, því það var
eina ríkið sem gat leyft sér að neita að
fylgja settum reglum. Campomanes
hefði ekki komist upp með slíka
ákvörðun í neinu öðru ríki í heiminum,
nema ef vera skyldi Kína.“
– Á Vesturlöndum var samt litið á
þig sem fulltrúa Kremlar?
„Það var bara arfleifðin, sem ég hafði
ekkert um að segja. Eftir einvígi Fisch-
ers og Spasskís átti Fischer að tefla við
mig og fjölmiðlar á Vesturlöndum voru
á hans bandi. Svo glímdi ég við Korts-
noj, sem hafði flúið frá Sovétríkjunum
og gerst andófsmaður. Þá var það sama
uppi á teningnum. Og svo mætti ég
Kasparov. Svona var kalda stríðið, en
það segir ekkert um mína afstöðu. Í
sjálfsævisögu Kasparovs, Child of
Change, sem kom út árið 1987, þá
skrifaði hann að leiðtogar Sovétríkjanna
hefðu verið hliðhollir sér.“
– Hvað olli því?
„Mér var alveg sama. En því miður
gátu stjórnvöld gripið inn í leikinn.“
– Því var haldið fram að þú hefðir
verið orðinn uppgefinn eftir að einvíg-
ið hafði staðið yfir í fimm mánuði!
„Kasparov var það líka, svo það var
ekki ástæðan. Við tefldum lengsta ein-
vígið og eyddum í það miklum kröft-
um, en ástæðan var önnur fyrir því að
gripið var inn í.“
– Íslenskum skákáhugamönnum er
ofarlega í huga er þú tefldir gegn Jó-
hanni Hjartarsyni í áskorendaeinvígi
árið 1989.
„Það var spennandi. Jóhann var mjög
sterkur á þeim tíma, tefldi vel í áskor-
endamótinu tveim árum áður og hafði
unnið einvígi við Kortsnoj.“
Veiktist gegn Friðriki
– Þú mætir Friðriki Ólafssyni í dag, en
þið öttuð síðast kappi í Argentínu árið
1980 og þá hafði hann sigur.
„Þetta var slæmt augnablik á mínum
ferli, því ég veiktist meðan á skákinni
stóð. Ég var kominn með betri stöðu,
en hitinn hækkaði jafnt og þétt og áður
en yfir lauk var ég kominn með 41 stigs
hita. Ég fór með sendiherra Sovétríkj-
anna í Buenos Aires í óperuna um
kvöldið, þá áttuðu menn sig á hvað ég
var veikur og kölluðu á lækni.
Daginn eftir var ég viðstaddur loka-
athöfnina, ég lít á það sem skyldu
skákmanna sem boðið er á skákmót að
vera viðstaddir opnunar- og loka-
athöfnina. Ég fékk lyf til að lækka hit-
ann, en tíu mínútum eftir að athöfnin
hófst missti ég röddina og kom ekki
upp orði.
Anatoly Karpov segir Petrosj-
an og Keres hafa áttað sig á
styrkleika sínum er hann
fann vinningsleik Spasskís í
þrettándu einvígisskákinni
meðan á henni stóð.
Svona var
kalda stríðið
Anatoly Karpov er einn merkasti skákmeistari sögunnar. Hann varð
heimsmeistari árið 1975 þegar Fischer mætti ekki til leiks og hélt titl-
inum í áratug. Fræg eru einvígin við Kortsnoj og Kasparov og Íslend-
ingar muna einvígið við Jóhann Hjartarson. Karpov hefur helgað sig
ýmsum baráttumálum, er góðviljasendiherra UNICEF og í framboði
til rússneska þingsins.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is