SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 37

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 37
9. október 2011 37 Þetta breytir því ekki að Friðrik Ólafsson var mjög góður skákmaður. Og raunar eru liðin fjörutíu ár frá því við mættumst fyrst, á minningarmóti um Aljekín árið 1970 í Moskvu. Það er skrítið að geta mælt slíka vináttu í fjór- um áratugum. Ef við förum enn lengra aftur í tím- ann, þegar ég var skóladrengur í lítilli borg í Úral, þá gat verið erfitt að kom- ast yfir skákbækur. En ég náði að út- vega mér bók um áskorendamótið í Bled og Zagreb árið 1959, þar sem Frið- rik Ólafsson var meðal keppenda, þá var hann einn sá yngsti. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði hans getið. Svo er hann einn af þremur forsetum FIDE sem hafa tekið starf sitt alvarlega og verið farsælir. Ég þekkti ekki þann fyrsta, Rueb, en Folke Rogard, Max Euwe og Friðrik Ólafsson stóðu allir fyrir sínu. Eftir það byrjaði ruglið.“ Þá byrjaði ruglið – Þú reyndir að bæta úr því þegar þú bauðst þig fram í fyrrahaust. „Án árangurs,“ segir Karpov með áherslu og dæsir. „Það sannaði hversu kerfið er skrýtið. Fólkið sem kýs hefur engan áhuga á að efla skáklífið eða bæta skákina. Það er sterkt til orða tekið að segja að þetta sé frumstætt, en allt snýst um kosningaloforðin. Ef Afr- íkuríki stendur til boða að fá tuttugu taflborð, þá ræður það atkvæðinu, en ekki hversu áhugaverð stefnumálin eru. Ég hafði lagt upp með að styrkja ímynd skákmeistara, ekki bara heims- meistarans, heldur einnig fremstu skákmenn hvers ríkis og tengja styrkt- araðila við þá. Það myndi efla skák- íþróttina um allan heim, ýta undir áhuga og gera hverju skáksambandi auðveldara að afla fjármagns, þannig að þau gætu sjálf keypt skákborðin tutt- ugu. En ríkin sem ráða úrslitum þekkja lítið til skákheimsins og vita ekki hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Þess vegna vilja þau frekar frá skákborðin á morg- un, en að ráðast í metnaðarfulla áætlun til lengri tíma.“ Og Karpov er kominn á skrið. „Það hefur verið orðrómur uppi um að FIDE sé ríkt af því að Ilyumzhinov leggi því til fjármuni. En þegar árs- reikningar eru skoðaðir, þá er veltan mjög lítil fyrir alþjóðlegt skáksamband, aðeins 1,6 milljónir evra og þar er allt innifalið, húsaleiga, laun og annað. Ég var hinsvegar með vilyrði frá tveimur fyrirtækjum sem vildu leggja til eina til tvær milljónir evra. Það hefði létt róð- urinn. En ekkert varð af því. Ein ástæðan fyrir þessu er sú að sterkustu skákríkin eru ekki samstiga. Evrópubúar eru sveigjanlegir af því þeir búa í lýðræðisríkjum og hafa gleymt hvernig á að berjast fyrir sínum rétti. Þú myndir átta þig á því sjálfir ef þú værir viðstaddur FIDE-þingin. Spurðu bara Jóhann Hjartarson, hann var þar! Auðvitað stóðu mörg skáksambönd með mér og þúsundir skákmeistara, en við gátum aldrei unnið. Ég nefni sem dæmi að eitt stærsta skáksambandið er í Ghana, en þar eru aðeins þrjú skáklið og samtals um 200 skákmenn. Það hef- ur hinsvegar atkvæði, alveg eins og Rússland, þar sem eru 300 stórmeist- arar.“ Í framboði til þingsins – Þú hefur líka blandað þér í stjórn- mál! „Eins og ég sagði áðan, hef ég alltaf fengist við fjölmargt utan skákheimsins. Ég hef starfað með alþjóðlegum frið- arhreyfingum í áratugi og unnið náið með Sameinuðu þjóðunum, sem leiddi til þess að ég varð góðviljasendiherra UNICEF árið 1999. Ég sat á þingi árin 1989-1991 á meðan Gorbatsjev var leið- togi Sovétríkjanna og er í framboði núna, en kosningar verða 4. desember. Þá hef ég beitt mér fyrir umhverf- ismálum, en núna erum við að kynna tækninýjungar sem ætlað er að draga úr mengun í stórborgum. Það er framtíð- artækni fyrir allan heiminn, sem dregur úr losun koltvísýrings.“ – Eruð þið Kasparov samstiga í stjórnmálum? „Í skák!“ segir Karpov og hlær. „Við byggjum á sömu hugmyndafræði, að skákheimurinn þurfi að breytast og það þurfi að stokka upp kerfið. Það þarf að styrkja ímynd heimsmeistarans með því að efla umgjörðina. En þessi flóðbylgja af nýjum skákmeisturum veldur því að erfitt er að móta vettvang til að velja heimsmeistara og nær ómögulegt að finna styrktaraðila.“ Morgunblaðið/RAX ’ En ég náði að útvega mér bók um áskorendamótið í Bled og Zagreb árið 1959, þar sem Friðrik Ólafs- son var meðal keppenda, þá var hann einn sá yngsti. Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði hans getið.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.