SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Síða 40
40 9. október 2011
Lífsstíll
Tískan
Flott taska
fullkomnar oft
heildarútlitið.
Svo er líka
bara svo gam-
an að safna
þeim. Þessi
hér mínir einna
helst á óvenju smart kík-
istösku. Ja eða jafnvel litla fötu
ef maður lítur á hana snöggt.
Þessi er frá Miu Miu og því lík-
legast ekki sú ódýrasta á mark-
aðnum.
Samfléttaðar
hendur
Ekki gleyma
að láta vel að
höndum elsk-
unnar þinnar.
Það er gott
bæði að hald-
ast þétt í
hendur en líka að leyfa hönd-
unum að fléttast mjúklega sam-
an og strjúka létt yfir hand-
arbakið og inn í lófann. Að
leiðast gerir okkur nánari og er
frábær leið til að viðhalda neist-
anum í hversdagsleikanum.
Leikföngin
menga
Á Bretlands-
eyjum er hent
meira en 44
milljónum af
barna-
leikföngum
sem eru í lagi
á hverju ári. Mörg þeirra eru
gerð úr pólývinýlklóríði sem los-
ar frá sér eiturgufur á sorphaug-
unum. Því er betra að þvo leik-
föngin og hugsa vel um þau svo
þau endist lengur.
Uppeldi fyrir umhverfið
Susannah Marriott
Salka
J
ákvæðni er allt sem þarf er stundum sagt.
Stundum getur vissulega verið nokkuð
djúpt á jákvæðninni hjá manni. En hún
leynist samt þarna einhvers staðar. Sama
hvort við þurfum að grafa mjög langt eftir henni
eða rétt lyfta ofan af henni einhverju þungu drasli.
Eftir að hafa setið á fyrirlestri um heilsu og sjálfs-
traust fór ég að velta þessu dálítið fyrir mér. Já-
kvæðni er til marks um sjálfstraust, að trúa því og
treysta að maður geti fundið ásættanlega lausn
sama hvað á dynur.
Ég held að nokkuð sé til í því að ekkert sé til sem
heiti vandamál, aðeins lausnir. Já, þetta hljómar
dálítið klisjukennt en einhvern veginn breytist
hugsunarháttur manns um leið og maður byrjar að
hugsa hlutina öðruvísi. Eins og t.d. á jákvæðan
hátt frekar en neikvæðan. Þá er eins og mynstrið í
hugsuninni breytist einhvern veginn. Maður nær
að velta hugsuninni betur fyrir sér og sjá að líkleg-
ast eru ýmsar leiðir að einhverju sem þarf ekki
einu sinni að vera vandamál. Við þetta er svo fínt
að bæta góðu brosi og slatta af hlátri. Sumt er
nefnilega þannig að það er bara best að hlæja að
því, frekar en að fara í hnút og verða reið/ur og
ómöguleg/ur. Tjáðu þig frekar eins og þú þarft og
reyndu svo bara að finna spaugilega hlið á mál-
unum. Það eyðir miklu minni orku en að sitja ein-
hvers staðar eins og Fýlustrumpur úti í horni með
kreppta hnefa.
Jákvæðni sparar orku
Reynum að temja okkur eins
mikla jákvæðni og við get-
um. Hugsum í lausnum og
gleymum ekki að hlæja.
Lífið og
tilveran
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is ljósmynd/norden.org
Kistan
Tattú ja eða húðflúr. Ávanabindandi segja sumir. Þeg-
ar þú færð þér eitt þá bara heldurðu áfram að safna.
Húðflúr er áhugaverð leið fólks til að skreyta líkama
sinn. Sumir vilja koma skilaboðum á framfæri. Aðrir
velja sér persónulegt tákn eða mynd. Nokkrir vakna
upp við vondan draum með „aparass“ skrifað í kín-
verskum táknum á handleggnum. Ég hef stundum
velt þessu fyrir mér. Bara að fá mér eitt lítið á lítt
áberandi stað. Svo fer ég að hugsa um mig sem
ömmu og barnabörnin benda og segja: „Hey amma,
ertu með tattú?!“ Er ég svona ferköntuð að láta það
stoppa mig? Það væri jú dálítið töff að geta sagt
börnunum svona „sjóarasögu“. Ég held að frekar sé
ég svona mikill væskill og óttast að hrína eins og
stunginn grís af sársauka. Ætla að skoða málið.
Af húðflúrum
Það sem setur punktinn yfir i-ið á ljúffengri
bollaköku er flauelsmjúkt og oft listilega ásp-
rautað kremið á toppnum. Hér kemur uppskrift
að frískandi kremi með engifer sem getur t.d.
verið gott að setja ofan á gulrótarbollakökur. Í
kremið þarf 100 ml af mjólk, einn vænan bita
af engifer sem skorinn er í fernt, 400 g flórsyk-
ur, 125 g smjör og sítrónubörk af hálfri sítrónu.
Svo er að leggja engiferið í bleyti í mjólkinni í
skál inni í ísskáp í nokkra klukkutíma. Önnur
hráefni eru hrærð vel saman og svo er mjólk-
inni hellt varlega saman við eftir að búið er að
taka engiferbitana úr. Þá er að hræra enn betur
þar til blandan er orðin loftkennd.
The hummingbird bakery,
cupcakes and muffins
Tarek Malouf
Girnilegt engiferkrem
Kvöld eitt í vikunni vakti ég nokkuð lengi fram eftir við að elda heilan
kjúkling samkvæmt kúnstarinnar reglum. Nei, ég er ekki byrjuð að
troða í mig á nóttunni, nema vængjunum, þeir voru bara svo girnilegir.
Ég var bara að nota tímann vel og eyddi því notalegri kvöldstund með
kjúlla sem bullaði og mallaðist í ofninum. Það er nefnilega tilvalið að
nota kaldan kjúkling í hina og þessa rétti og hagkvæmt að kaupa hann í
heilu. Kjúklinginn er t.d. gott að nota í samloku með grófu brauði, sýrð-
um rjóma og sinnepi og káli. Svo er líka hægt að búa sér til vefjur og
rúlla kjúklingnum upp með hverju því sem manni finnst girnilegt. Það er
t.d. hægt að búa sér til Sesarsalats vefjur og fylla þær með kjúlla,
brauðmolum og tilheyrandi sósu. Eða gera eitthvað dálítið sterkara og
nota chillísósu og góðan hvítmygluost með kjúklingnum. Hugmyndirnar
eru eiginlega of margar. Ég hugsa að ég verði að elda í það minnsta tvo
kjúklinga í viðbót til að geta prófað allan hugmyndalistann.
Kjúlli í ýmsum útfærslum