Monitor - 07.04.2011, Síða 13

Monitor - 07.04.2011, Síða 13
13 lyklað lu-bíl ru á ferð og flugi á sjónvarpsskjánum kkin sín. Próteinstykkin sín. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Monitor axlirnar. Við reynum að kaupa okkur aðsniðin föt og þá hittir það þannig að mittið er grannt og svo verður þetta svolítið þykkt að ofan. Arnar, ertu skyldur Hugh Grant? A Já, já, við erum náskyldir. (hlær) Í Er ekki Cary Grant líka skyldur þér? A Jú, Amy Grant, Avram Grant og Osama Bin Grant eru öll skyld okkur líka. (hlær) Í Þetta er svolítið stórt ættartré. Þið eruð byrjaðir með sjónvarpsþáttinn Arnar og Ívar á ferð og flugi. Hvernig fæddist þessi hugmynd? Í Arnar kom með þessa hugmynd til mín og mér fannst þetta algjör fásinna. Við hefðum ekkert í sjónvarp að gera og værum ekki sjónvarpsmenn. Eftir að hafa rætt þetta aðeins betur þá féllst ég nú á að gera þetta því ég leit á þetta sem góða lífsreynslu og ef einhver myndi fást til þess að sýna þetta, hvað þá ef einhver hefði gaman af því að horfa á þetta, þá væri markmiðinu náð. Við fórum sem tveir vinir að hafa gaman og gera vonandi skemmtilegt efni í leiðinni. Þið fóruð til fimm borga, Berlín, New York, Barcelona, London og Kaupmannahafnar. Hvar var skemmtilegast að vera? A Það voru toppar í hverri borg, en heilt yfir held ég að New York hafi verið skemmtileg- ust. Þetta er svo stórt og mikið. Í En það er ekki hægt að mynda hvar sem er. Þeir voru til dæmis mjög strangir á þessu í New York. Svo var okkur hent út úr bakaríi í Kaupmannahöfn. Stundum vorum við að mynda í óþökk þeirra sem þar voru, það þykir ekkert sjálfsagt mál að filma hvar sem er. Voru tollararnir á Keflavíkurflugvelli ekkert orðnir ágengir undir restina? Í Við fórum svo ört fram og til baka að við vorum yfirleitt ekki með neinn farangur að ráði. En þeir voru farnir að heilsa okkur ansi kumpánlega. A En við vorum aldrei stoppaðir. Hvar voru fallegustu konurnar? Í Þær voru allavega í besta forminu í Danmörku. A Við vorum líka svolítið að velta fyrir okkur heilsufarinu í hverri borg fyrir sig. Við skoðuðum skyndibitann og hvernig hann er misjafn í hverju landi. Þetta segir nú nokkuð mikla sögu um bæði kvenfólk og karlmenn í hvernig formi þau eru. Í Og dönsku stelpurnar eru nú ekki ólíkar þeim íslensku. Kannski þess vegna sem okkur fannst þær fallegastar. Hvar var versti maturinn? A Ætli hann hafi ekki verið í London? Í Það mun koma sérstaklega í ljós í London-þættin- um að Arnar var ekki mjög hrifinn af Kebabinu í London. Hann skyrpti því út úr sér. Sögur herma að Ívar sé einn grófasti íþróttamaður sögunnar og það sé nærri ómögulegt að spila við hann knattspyrnu. Er þetta satt? Í Ég fer að halda að þetta sé komið frá einhverjum hér innanhúss sem mætti mér á fjölmiðlamótinu í knattspyrnu. Þessar sögur eru stórlega ýktar. Ég hef róast mjög mikið og fæ varla spjald á heilu sumri. Þetta eru gamlar sögur sem lifa kannski of góðu lífi ennþá. Segðu okkur nú Arnar frá einhverju eftirminnilegu atriði úr ræktinni. Kemur það aldrei fyrir að menn missi það hreinlega í brækurnar? A Jú, það hefur nú skeð. Í Hefurðu séð það gerast? A Já, já. Ég hef orðið vitni að því. En ekki hjá mér að vísu. viðtalið

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.