Monitor - 19.05.2011, Side 16

Monitor - 19.05.2011, Side 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Kristína Aðalsteinsdóttir er 24 ára myndlistarmaður með ótrúlega fallegan smekk. Hún er að útskrifast úr Listaháskóla Íslands um þessar mundir og ætlar í framhaldi af því að setja upp nýtt vinnu- og sýningarrými ásamt átta öðrum myndlistarmönnum. „Þar ætlum við að gera listasnilld og grilla í bakgarðinum,“ útskýrir Kristína sem ætlar einnig að starfa sem vinnuskólaleiðbeinandi í tvo mánuði í sumar. „Þess á milli ætla ég að hafa það náðugt í sumar, hérlendis og erlendis, áður en ég sæki um mastersnám úti í heimi.“ Stíllinn fékk að forvitnast aðeins um fatastíl Kristínu og hvaða flíkur eru ómissandi fyrir sumarið. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Ég vil búa í Versölum? Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Gareth Pugh, Luella, Betsey Johnson, Jeremy Scott, Marjan Pejoski, Riccardo Tisci fyrir Givenchy. Í rauninni allir sem bjóða upp á einhverskonar ævintýri og frásögn eða vott af ofgnótt eða smekkleysu í fötunum sínum. Hversu mörg skópör átt þú? Ekkert óþarflega mörg, kannski í kringum 20 stykki. Þau taka minnst pláss innan skápsins en kjólar og höfuðskraut mest. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Táratattú í pastellitum á hvarmann, af augljósum ástæðum. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir sumarið? Kylie Minogue hotpants fyrir stúlkur og Tobias Funke cut-offs fyrir drengi. Svo skála ég reglulega í barnasólarvörn SPF 50 við aðra albínóa landsins á sumrin, hún telst sem fylgihlutur. Myndir/Árni Sæberg Stíllinn fékk Kristínu Aðal- steinsdóttur, myndlistarmann, til að sýna nýjustu, bestu, þægilegustu, dýrustu, elstu, skrítnustu og flottustu flíkurnar í fataskápnum. Vill búa í Versölum BESTA Þessi Emmu Cook silfurflík eru án efa bestu kaup mín hingað til en ég fékk hann í KronKron fyrir nokkru síðan. Mér líður alltaf eins og fallegum jólapakka í þessum topp og ef ég fengi þúsundkall fyrir hvert skipti sem ég hef notað hann væri ég Jóakim Aðalönd. ÞÆGILEGASTA Nánast allt líf mitt fer fram í þessum frábæru stuttbuxum. Ég keypti þær síðasta sumar í American Apparel í New York. Það skemmir ekki fyrir að þær líta út eins og gamlar ömmunærbuxur frá Viktoríutímabilinu ! DÝRASTA Þessi fallegi Vivienne Westwood jakki sem ég fékk í KronKron fyrir nokkrum árum. Hann kostaði mig miltað og nýra og telst því sem dýrasta flíkin sem ég á en ég elska hann því mér líður alltaf eins og ég eigi heima á ensku herrasetri árið 1805 þegar ég klæðist honum. ELSTA Var keypt af móður minni á markaði úti í London og er afar fallegur kremlitaður antik kjóll með ísaumuðu gullmynstri. Hann er að minnsta kosti 60 ára gamall og er einn af mínum uppáhaldskjól- um og afar lýsandi fyrir fatasmekk minn. Hann er einn af mörgum kjólum sem ég nota mikið við fínni tækifæri. SKRÍTNASTA Skópar frá Jeffrey Campbell sem er einungis framleitt í takmörkuðu upplagi og ég arkaði hálfa Brooklyn endilanga til þess að finna síðasta sumar. Þeir eru með mjúkum loðfeldi að utan og spegli á hliðunum og líta út eins og framtíðarskór á sterum. Þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir bleytu og hrikalega ópraktískir á Íslandi svo auðvitað keypti ég þá samstundis. Ég vil meina að þeir gefi manni ómældan stökkkraft og ofurkrafta. FLOTTASTA Marjan Pejoski chiffon- og silkikjóllinn minn. Ef vel er að gáð lítur hann út fyrir að vera gerður úr litlum hvítum rósa- blöðum og er með flæðandi chiffoni á hliðunum, sem eru ekki alveg eins báðum megin. Ég klæðist honum aðeins við afar sérstök tilefni. Hann fékkst í Kronkron og var gjöf frá foreldrum mínum og þykir mér því afar vænt um hann. NÝJASTA Sveppajakki úr silki frá To Be Adored, pant- aður af netinu. Ég er mikið fyrir blómamynst- ur og er hann því prýðileg viðbót í safnið. Hann minnir mig á Lísu í Undralandi sem er uppáhaldsævintýrið mitt. stíllinn fataskápurinn „Stofan verður frekar rokkuð og hrá eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Ásgeir Hjartarson, betur þekktur sem Geiri pönk, um hárgreiðslustofuna Rokk og rúllur sem hann opnar um helgina á Hverfisgötu 125. „Nafnið er tengt við þáttinn sem ég var með í Mbl-sjónvarpi en í staðinn fyrir Rokk og rúllur verður þetta Rokk og rúllur hár- og förðunargallerý,“ útskýrir Geiri sem leggur mikið upp úr andrúmslofti og lúkki stofunnar. Leðrað og rokkað „Ég ætla til dæmis að láta sjást inn í vaskana og vera með keðjufatahengi í þessum rokkaða, leðraða og svala stíl sem ég fíla í tætlur,“ segir hann en bætir við að einfaldir hlutir verði líka á stofunni til að vega upp á móti rokkinu. „Þessum stíl blanda ég svo við einfalda hluti og hönnun eins og til dæmis geðveika Vernon Panton ljósakrónu sem trónir yfir afgreiðsluborðinu,“ segir Geiri um stofuna sem verður einnig með mjög töff andrúmsloft þar sem hann stílar mjög mikið inn á tónlistina. „Á stofunni verður einungis spiluð tónlist af lagalistum eftir Tomma White, Andrés dj úr Partyzone og Dj Margeir. Svo verð ég líka með geðveikt 4 fermetra stórt listaverk eftir Óla Holland á veggnum hjá mér.“ Herrarnir fá sinn tíma Geiri mun bæði bjóða upp á herra- og dömuklippingar. „Kúnna- hópurinn minn er svona 70% dömur og 30% herrar,“ segir Geiri og bætir við að hann gefi herrunum góðan tíma eins og dömunum. „Ég hendi þeim ekki út á 10 mínútum.“ Einnig verður boðið upp á förðun á stofunni og fær Geiri þá fríðan flokk förðunardama til liðs við sig. „Ég er með hóp af stelpum sem redda flottri förðun þegar þörf er á og einnig er gott að hafa þær til taks vegna fjölda annarra verkefna sem ég þarf að sinna,“ segir Geiri sem er svo sannarlega ekki hættur í bransanum eins og margir héldu. „Ég get ekki yfirgefið kúnnana mína núna og ég ætla rétt að vona að fastakúnnarnir fylgi mér áfram,“ segir Geiri spenntur fyrir nýju stofunni. Geiri pönk opnar rokkaða förð- unar- og hárgreiðslugallerýið Rokk og rúllur um helgina. Alls ekki hættur í bransanum GEIRI NOTAST VIÐ BORVÉL ÞEGAR HANN KLIPPIR FÓLK

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.