Monitor - 08.09.2011, Page 9

Monitor - 08.09.2011, Page 9
Í júní síðastliðnum tilkynnti H&M að von væri á nýrri línu frá þeim í haust sem hin þekkta Versace kæmi til með að hanna. Strax í kjölfarið birtust nokkrar myndir af Versace sjálfri í kjól úr línunni og einnig sáust myndir af fyrirsætum sem klæddust H&M fatnaði sem Versace hannaði. Síðasta þriðjudag lak svo á netið mynd úr komandi vörulista H&M sem sýnir fyrirsætuna Abbey Lee Kershaw í björtum og litríkum kjól og buxum með kínverskum áhrifum. Um mittið ber hún svo belti í klassískum Versace stíl. Það verður því spennandi að sjá línuna í heild sinni þegar hún kemur í verslanir þann 19. nóvember en það er ljóst að þar ætti að vera eitthvað fyrir alla. Í gegnum tíðina hefur H&M átt farsælt samstarf með mörg- um þekktum fatahönnuðum og poppstjörnum. Karl Lager- feld, Stella McCartney og Madonna hafa öll sett nafn sitt á fatnað frá H&M en næst í röðinni er sjálf Gianni Versace. Versace hannar nýja línu fyrir H&M 9FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor VERSACE PASSAR AÐ ALLT SÉ Í STANDI VERSACE SJÁLF Í NÝJU LÍNUNNI NÝJASTA SÝNISHORNIÐ

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.