Monitor - 08.09.2011, Síða 18

Monitor - 08.09.2011, Síða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 LITRÍKI VANILLUÍSINN Í upphafi tíunda áratugarins braust fram tónlistarmaður sem olli vissum straumhvörfum í rappi. Monitor rifjaði upp sögu rapparans Vanilla Ice og rannsakaði hvað hann fæst við í dag. Fyrir rúmum tuttugu árum braust fram tónlistarmaður sem í augum margra var viss brautryðjandi í rappi en er í dag álitinn af mörgum svokallað „eins smells undur“. Hann er titlaður sem fyrsti frægi hvíti rapparinn og átti fyrsta rapplagið sem komst á topp Billboard-listans, Ice Ice Baby. Uppnefndur vegna hörundslitarins Vanilla Ice fæddist í Dallas, Texas árið 1967. Hann öðlaðist sviðsnafnið Vanilla Ice upphaflega frá félögum sínum í breikdanshópi sem hann var meðlimur í á unglingsárunum. Vanillu-skírskotunin var upphaflega uppnefni þar sem hann var eini hvíti meðlimur hópsins. Ásamt því að dansa byrjaði hann að „free-style“ rappa í einkasam- kvæmum en vakti fyrst athygli í þeirri listgrein þegar hann var manaður upp á svið á skemmtistað í Dallas. Hjólin á tónlistarferli fóru þá að snúast, en þangað til hafði hann eytt meira púðri í mótorkross með ágætisárangri. Breikdanshópur- inn var nefndur V.I.P. eða Vanilla Ice Posse og varð hluti af atriði rapparans. Í kjölfarið fékk rapparinn plötusamning hjá lítilli útgáfu og gaf út smáskífu sem innihélt lagið Ice Ice Baby á B-hliðinni. Það reyndist lagið sem kom rapparanum á kortið. Sagan segir að eftir velgengni lagsins hafi rappútgáfustórlax að nafni Suge Knight mætt á hótelherbergi Vanilla Ice og hótað því að henda honum af svölum herbergisins, sem var á fimmtándu hæð, ef hann afsalaði ekki höfundarrétti lagsins í hendur Knight sem hann og gerði. Kvikmyndastjarna með skáldaða ævisögu Smellurinn Ice Ice Baby var endurútgefinn á breið- skífunni To the Extreme sem kom út árið 1990 og seldist í um það bil fimmtán milljónum eintaka. Vanilla Ice varð því ein heitasta poppstjarnan í heimi stórstjarnanna. Hann túraði um heiminn, skartaði flottustu hárgreiðslunni, rakaði línur í augabrúnirnar sínar og var á listum glanstímarita yfir fallegustu karlmenn heims. Ef til vill náði hann hápunkti töffarans þegar hann varð kærasti Madonnu til átta mánaða en sjálfur hefur hann sagt að aðkoma hans að bíómyndinni Teenage Mutant Ninja Turtles 2, þar sem hann söng aðallag myndarinnar og lék í einu atriði, hafi verið eitt það svalasta sem hann hefur gert. Kvikmyndaferill Vanilla náði þó hápunkti og lágpunkti í senn þegar myndin Cool as Ice var framleidd með hann í aðalhlutverki. Til að gera langa sögu stutta er myndin með 8% í einkunn á Rotten Tomatoes og rapparinn hlaut Hindberjaverðlaun fyrir vikið. Um tíma var Van- illa Ice orðinn slík peningamaskína að plötu- fyrirtækið lét skrifa skáldaða ævisögu með dramatískum endurminningum sem þeir hugðust gefa út gegn vilja hans, einfaldlega til að þéna peninga. Frægðarsólin lækkar Það reyndist Vanilla Ice þrautin þyngri að viðhalda vinsældum sínum en önnur plata hans, tónleikaplatan Extremely Live, hlaut hroðalega dóma þótt hún hafi selst ágætlega. Sjálfur hefur rapparinn sagt að hann hafi átt í stríði við plötufyrirtækið sem reyndi að skapa honum ákveðna ímynd sem honum líkaði ekki. Vegna þessa stríðs fór hann að missa einbeitinguna og heillaðist af rastafari-trúarbrögðunum og kannabisreykingum. Þótt hann hafi gefið út aðra hljóðversplötu fékk hún litlar viðtökur og frægðarsól hans tók að lækka. Hann dróst út í harðari dópneyslu og brotlenti harkalega árið 1994 þegar reyndi að taka eigið líf. Bölsýnisspádómurinn um Bieber Næstu ár Vanilla Ice fóru í það að ná áttum eftir sjálfs- vígstilraunina og tók hann sér því pásu frá tónlistinni og einbeitti sér að mótorkrossi og „jet ski“-íþróttinni. Í seinni tíð sneri hann aftur og hefur gefið út plötur með dekkri rapptónlist sem minnir um margt á grunge-rokk en nýjasta og sjötta hljóðversplata hans kom út fyrr á þessu ári. Hann hefur einnig verið duglegur í raunveru- leikasjónvarpi, svo sem þáttunum The Vanilla Ice Project þar sem goðið útbrunna gerir upp gömul hús en þættirn- ir eru enn í framleiðslu. Á næsta ári kemur út kvikmynd ÍSINN MEÐ EITRAÐAR AUGABRÚNIR Hafðu það aðeins betra Námsmönnum í Námsvild bjóðast námsstyrkir, bókastyrkir, fríar debetkortafærslur og margt fleira. Handhöfum stúdentakortsins bjóðast einnig ýmis sértilboð og afslættir svo þeir hafi það aðeins betra. Kynntu þér Námsvild í næsta útibúi eða á www.isb.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 1 - 0 8 3 9

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.