Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 08.09.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor Eitt harðasta ástar-haturssamband sem ég hef átt við tölvuleik er samband mitt við Driver-leikina. Þessir vinsælu bílaleikir hafa verið töff og flottir á yfirborðinu, en innihaldið hefur oftar en ekki verið pirrandi og illa hannað, svolítið eins og Fjölnir Þorgeirsson með persónuleika górillu. Í síðustu viku kom út nýr Driver-leikur eða Driver San Francisco og hér hefur greinilega allt verið lagt undir til að bjarga þessari nafntoguðu seríu. Sem fyrr fara leikmenn í hlutverk John Tanner þar sem hann eltist við hinn grjótharða glæpamann, Jericho. Leikurinn byrjar með brjáluðu hasaratriði þar sem Tanner lendir í árekstri og endar hann í dái á spítala. Það er svo í þessu ástandi sem leikurinn gerist, en við áreksturinn öðlaðist Tanner hæfileika til að „skutla“ sér á milli líkama. „Skutlið“ er ein helsta nýjung leiksins, en með því getur Tanner hent sér inn í líkama allra bílstjóra borgarinnar og nota leikmenn þetta til að fara á milli verkefna og til að velja sér bíla. Sál Tannersins hreinlega svífur yfir borginni og með því að setja bendilinn yfir ákveðinn bíl og ýta á einn takka, veður hann inn í líkama bílstjóra og klárar þau verkefni sem honum fylgja. Verkefni leiksins eru fjölbreytt og auk þess að vaða í gegnum söguþráðinn þurfa leikmenn að framkvæma hin ýmsu áhættuatriði, taka þátt í kappakstri, elta glæpamenn, keyra leigu- og sjúkrabíla og margt fleira. Við hvert verkefni safna leikmenn punktum sem þeir geta svo notað til að uppfæra bílana og kaupa nýja. Það er klárt að Driver fær helling að láni frá opnum bílaleikjum á borð við Burnout Paradise, en það er bara allt í lagi, enda fara þeir vel með efniviðinn. Fjölspilun leiksins er mjög öflug og er hægt að spila bæði tveir saman á eina tölvu eða með fleirum í gegnum netið. Alls eru sex mismunandi möguleikar til að spila Driver í gegnum netið. Grafíkin í Driver San Francisco er mjög góð, sérstak- lega í bílum og umhverfi leiksins, en framleiðendur leiksins eru með leyfi allra helstu bílaframleiðenda. Einnig er grafíkin í andlitshreyfingum persóna með því flottara sem maður hefur séð. Tónlistin er ágæt og hentar leikn- um vel, sama á við um talsetningu sem er alveg til fyrirmyndar. Það er klárt að það er töluvert meiri ást en hatur í loftinu hjá mér eftir að hafa spilað þennan nýjasta leik Driver- seríunnar, enda er leikurinn stútfullur af efni sem endist í fleiri tugi klukkutíma. Ólafur Þór Jóelsson Keyrum þett‘í gang Tegund: Bílaleikur PEGI merking: 12+ Útgefandi: Ubisoft Dómar: Gamespot 8 af 10 / IGN 8 af 10 / Eurogamer 8 af 10 Driver TÖ LV U L E I K U R ALLT AÐ GERAST - ALLA FIMMTUDAGA! Að tala í síma er góð skemmtun og í nútímasamfélagi erenginn maður með mönnum nema hann eigi gemsa. Sumirláta sér nægja að eiga tól sem dugir í einföldustu aðgerðir eins og símtöl, SMS og býr kannski í mesta lagi yfir fornaldarlegum snákatölvuleik en aðrir ganga alla leið og fjárfesta í svokölluðum snjallsíma sem þeir síðan eyða öllum dauðu punktum hversdagsins í. Fyrir nýfullorðinn mann eins og mig er erfitt að ímynda sértilveruna án farsíma. Óneitanlega er maður háður þessaritækni og ein besta birtingarmynd þess kemur fram í óþol- inmæði. Þá á ég við óþolinmæði sem lýsir sér í því að það einfaldlega pirrar mig þegar ég næ ekki sambandi við einhvern sem mig langar að ná í undir eins, jafnvel þótt ég viti að hann sé úti á landi eða þess vegna í útlöndum. Maður gerir ósjálfrátt þá kröfu að hægt sé að ná í alla hvar og hvenær sem er. Þegar ég næ sambandi við fólk varasímtölin mislengi líkt og gengur oggerist. Að undanförnu hef ég velt framvindu símtala minna svolítið fyrir mér og í kjölfarið hef ég eignast uppáhaldskafla í öllum símtölum. Þótt oft svari fólk í síma á hressan, skemmtilegan og frumlegan máta sem kann að gleðja mig, þá er það þó ekki uppáhaldskaflinn heldur að sjálfsögðu kveðjustundin. Það er svo fyndið hvernig nánastundantekningarlaust á sér staðatburðarás undir lok símtalsins sem lýsir sér einhvern veginn svona: Ég: Heyrðu, segjum það bara! Hinn: Ókei, flott er. Ég: Já, hafðu það gott. Hinn: Sömuleiðis, ég bið að heilsa. Ég: Já, sömuleiðis. Hinn: Ókei, heyrumst. Ég: Já, segjum það... Og svona skjótum við ein-hverjum hálfvandræðalegumkveðjum fram og til baka svo símtalið líkist frekar borðtennis en hefðbundnum samræðum. Það er nánast að einmitt þessi romsa hér að ofan sé tví- eða þrítekin. Ég veit svo sem ekki af hverju þetta er svona, og ég upplifi þetta ekkert endilega sem vandræðalega stund, en það er eins og hvorugur viti hvenær rétta augnablikið til að kveðja almennilega í eitt skipti fyrir öll og slíta símtalinu sé. Íkomandi símtölum mínum hyggst ég brydda upp á nýjung.Hugmyndina að nýjunginni er ekki langt að sækja, hún er undiráhrifum bandarískra sjónvarpsþátta og kvikmynda. Það kannast allir við hvernig símtölin þar fara fram. Ég á ekki við að ég ætli að vera hlaupandi um með byssu í annarri og skýla mér á bak við bíl á meðan ég garga í símann. Það er nefnilega þannig að lifendur í heimi bíómynda eru einhverra hluta vegna lausir við þetta vandamál að kveðjustund hvers símtals vari að eilífu, þeir þurfa ekki einu sinni að kveðja. Þeir einfaldlega finna á sér nákvæmlega hvenær öllum upplýsingum hefur verið komið til skila í símtalinu og skella á, án þess einu sinni að segja „bless“. Mig dreymir um að eiga slíkt símtal og ætla því að láta reyna á þetta í hvívetna á næstu dögum. Hver veit nema byssuhasarinn í anda Jack Bauer fylgi í kjölfarið síðar og seinna meir. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Eru öll símtöl endalaus? E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 7 6 Meira Ísland með Símanum á stærsta 3G neti landsins siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Meira Ísland M-ið er ómissandi ferðafélagi Meira Ísland Hafnarfjörður Greitt er samkvæmt gjaldskrá. Nánar á Siminn.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.