Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 3
Það er klassískur siður á íslenskum heimilum aðfá sér bland í poka á laugardögum. Hjá sumum börnum er það fastur liður í tilverunni og jafnvel sjálfur toppurinn. Fyrir skömmu þótti spennandi að rölta út í næstu vídjóleigu með einn 100 kall eða tvo í vasanum. Spennan jókst síðan þegar maður tilkynnti afgreiðslumanninum að maður ætlaði að fá bland í poka fyrir peninginn sinn. Bland í poka fyrir 200 kall var nefnilega ekki það sama og bland í poka fyrir 200 kall. Það fór allt eftir skapgerð og dagsformi afgreiðslumannsins hve mikið fengist fyrir þessa tilsettu upphæð. Í því var aðal- spennan fólgin. Jafnframt var sjarmi yfir hinum sígildu nammipokum. Oftast voru þeir grænir eða rauðir – jafnvel glærir en alltaf þó af hinum sama toga – eins og nammipokar eiga að vera. Gullöld blandsins í poka er liðin undir lok. Algeralda- eða kaflaskil í bland í poka-menningu lands og þjóðar hafa átt sér stað og segja má að við sé tekin iðnaðaröld. Íslenskt barn sem kom í heiminn eftir aldamótin man varla eftir umræddum nammipokum heldur þekkir aðeins iðnvæddu útgáfu blandsins í poka – nammibarinn í matvöruversluninni eða bensínstöðinni. Á hverjum laugardegi hrúgast landsmenn í helstu matvöruverslanirnar sem bjóða upp á 50% afslátt á nammibarnum og hrúga í poka sem líta ekkert út eins og nammipokar eiga að líta út. Græðgin er alls ráðandi. Fólk berst nánast um skeiðarnar sem notaðar eru í stútfullar nammiskúffurnar og er spennan sem fólst í því að fá nammið skammtað, í stað þess að skammta sér sjálfur, gjörsamlega horfin. Sjarminn yfir blandi í poka er horfinn. Monitorbíður því með eftirvæntingu eftir endurreisnar- tímabili blandsins. Því miður eru ekki allir svo heppnir að geta tekið sér frí um páskana og margir námsmenn þurfa að nýta tímann í prófalestur. Í slíkum aðstæðum er algjörlega nauðsynlegt að taka sér nokkrar pásur frá lær- dómnum á hverjum degi og skella sér út í göngutúr og viðra sig. Páskaegg eru nauðsynlegur hluti af páskunum, líka fyrir þá sem eru í aðhaldi. Það jafnast ekkert á við súkkulaðið, nammið og auðvitað spennuna sem fylgir málshættinum góða. Þeir sem vilja ekki fara yfir strikið í sukkinu geta keypt sér eitt lítið númer 2 til að taka þátt í gleðinni. Þeir sem nenna ekki á skíði og vilja bara vera heima um páskana að hafa það notalegt ættu að finna sér einhverja frábæra sjónvarpsseríu og horfa á hana alla yfir helgina. Til dæmis eru þætt- irnir Boardwalk Empire vel þess virði að horfa á og svo er líka alltaf jafn gaman að byrja upp á nýtt á Friends. Monitor mælir með FYRIR LÆRDÓMSHESTA 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) George Kristófer Young (george@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@ monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Allan Sigurðsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Monitor Feitast í blaðinu Rockstar-ævintýrið rifjað upp. Magni er ennþá kallaður Magnificent 40 sinnum í viku. Jamie Cullum í viðtali. Hann á ekki von á Ed Westwick- viðtökum þegar hann kemur. Árni „úr járni“ æfir þrisvar á dag. Hann vann síðasta bar- daga þumal- brotinn. 12 Barnastjörnur á borð við Natalie Portman og Reese Witherspoon hafa elst vel. Kim Kardas- hian er ein frægasta kona heims. En fyrir hvað? 24 10 Betri er lítill fiskur en tómur diskur. FYRIR NAMMIGRÍSI Arnþór Ásgrímsson, fitnessmeistari, er að undirbúa sig þessa dagana fyrir mót sem nefnist Oslo Grand Prix. Keppt er í Classic Body Building og segir Arnþór fyrirkomulagið á keppninni vera það sama og í fitnesskeppnum hér á landi. „Fyrst eru stöður teknar á sviði og svo komast sex áfram sem keppa um kvöldið,“ útskýrir Arnþór. „Dómararnir eru aðallega að horfa á samræmi milli vöðvahópa, líkamsbyggingu, skurð, þurrk og hörku,“ segir Arnþór sem er búinn að vera í ströngu prógrammi undanfarnar vikur til að undirbúa sig fyrir keppnina sem er eftir tólf daga. Tæpur að hitta á vigtina „Ég er búinn að halda mjög vel á spöðunum síðan í nóvember,“ segir Arnþór en þá sigraði hann einmitt fitness-keppnina hér heima. „Ég hef passað mataræðið mjög vel og þurfti að minnka aðeins við æfingarnar því mér fannst ég yfirkeyra mig fyrir síðasta mót,“ segir Arnþór sem vinnur hart að því að komast í rétta þyngd fyrir keppnina. „Ég er mjög tæpur að hitta á vigtina. Síðast var ég 100 grömmum frá því að ná ekki inn í keppnina,“ útskýrir Arnþór sem hefði þó fengið annan sjéns. „Þá hefði ég haft hálftíma til að losa mig við þessi 100 grömm og hefði líklega bara reynt að klæða mig í eins mörg föt og hægt er og hlaupið eða farið í gufu,“ segir Arnþór hlæjandi. Hann segist fara sínar eigin leiðir í niðurskurðin- um og er virkilega agaður í mataræðinu. Majónesinn mikilvægur „Fyrstu tvær vikurnar fara í hreinsun,“ útskýrir Arnþór. „Næstu sex vikur reyni ég að skera mjög mikið niður og síðustu sex vikurnar borða ég engin kolvetni nema einn dag í viku,“ segir Arnþór. „Mataræðið er mjög einfalt. Ég borða eig- inlega bara kjúkling, nautakjöt, egg og majónes,“ segir hann og bætir við að fitan í majónesinu sé honum mjög mikilvæg. „Fitan gefur mér orku, annars gæti ég þetta ekki,“ segir Arnþór sem býr greinilega yfir miklum aga. „Ég geng aðeins lengra en flestir. Sumir borða alltaf smá kolvetni alla leiðina.“ Yfirkeyrir nýrun Síðustu dagarnir fyrir keppni eru þeir mikil- vægustu í undirbúningnum að sögn Arnþórs. „Síðasta vikan er kannski ekkert sérstaklega holl fyrir líkamann en hún er mikilvægust í öllu ferlinu,“ segir Arnþór en á þessum dögum eru keppendur að vatnstæma líkamann og þurrka sig. „Sumir drekka 12 lítra af vatni á sólarhring til að yfirkeyra nýrun,“ útskýrir Arnþór sem segist þó bara reyna að drekka eins mikið og hann getur á hverjum degi. „Svo klippi ég vatnið út á ákveðnum tímapunkti fyrir sviðið,“ segir hann en vill ekki gefa upp hvenær sá tímapunktur er. „Þetta er náttúrulega keppnisíþrótt svo ég get ekki gefið upp öll trixin.“ „Sumir drekka 12 lítra af vatni á sólarhring til að yfirkeyra nýrun,“ segir hinn ljónköttaði Arnþór Ásgrímsson sem er þessa dagana að skera sig svakalega niður fyrir fitnesskeppni. Blaz Roca menn voru bara að horfa á krikk- etfréttir á bbc úr heita pottinum slafrandi á vel séðum drykk. rólegur montana, say hello to my lil friend!!! 16. apríl kl. 04:42 Vala Grand OMG ITS SO TRUE I JUST NOTICE IT JUST NOW I TREAT MEN ......BEFORE I EAT THEM !!!! OR I TREAT MEN AND GET BORED THEN OTHERS CAN EAT THEM !! hahah 18. apríl kl. 19:57 Efst í huga Monitor Hvar hafa nammimolar lífs míns lit sínum glatað? Auðunn Blöndal Er Luis suarez sonur Kalla kanínu ?? 17. apríl kl. 17:07 XXX X X XX Mynd/Golli FYRIR INNIPÚKA Arnar Eggert Thoroddsen Ég ásetti mér í dag að taka mér 30 mínútna frí frá Facebook. Það tókst ekki. Ég þarf hjálp. 17. apríl kl. 18:19 Vikan á... ARNÞÓR GETUR RIFIÐ OST Á MAGANUM Á SÉR 5 28 Keppt í skurði, þurrki og hörku Óli Geir Í fyrramálið hefst ótrúlegt ævintýri. Ég og Haffi Haff ætlum að fara hringinn í kringum landið KEYRANDI á Getznum mínum. Páskatúrinn okkar mun taka viku, við munum keyra á Húsavík, beint á Eskifjörð, þaðan förum við á Ísafjörð, beint aftur á Eskifjörð og svo heim. Getzinn klikkar ekki. 19. apríl kl. 15:28

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.