Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 34

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 34
Kvikmynd Eldri útgáfan af kvikmyndinni um Hróa Hött er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Í þeirri mynd fer Kevin Costner á kostum og getur allt, meira að segja tekið á móti barni. Russel Crowe náði ekki alveg að fylgja forvera sínum eftir. Mig minnir að hann hafi bara skotið einu sinni úr boganum í nýju útgáfunni. Þáttur Ég horfi mjög sjaldan á þætti en held ég sé einn af fáum sem missir aldrei af Silfur Egils á sunnudagsmorgnum. Þar er mikið talað en lítið sagt. Bók Ég er nýbúinn að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór K. Laxness. Ég er ekki vanur að klára bækur sem ég byrja á en þessa gat ég einfaldlega ekki lagt frá mér. Laxness nær á einhvern hátt að gera nákvæmar náttúrulýsingar og löng samtöl virkilega áhugaverð. Plata Ég get ekki annað en mælt með fyrstu hljómplötu Vigra, Pink Boats, sem mun koma út um miðjan maí. Ég og Hans bróðir minn höfum unnið að plötunni í tæplega tvö ár og tókum hana upp sjálfir á ýmsum stöðum á landinu, mest í kirkjum. Staður Ég kann mjög vel við Esjustofu, notalegt kaffihús sem stendur við Esjuna. Það er fátt betra en að setjast þar niður með kaffibolla eftir góða göngu eða bara sleppa göngunni. Toppstaður! Vefsíða Vedur.is stendur alltaf fyrir sínu. Það er mikil- vægt að hafa veðrið á hreinu í algjörum smáatriðum. Kíki þangað á hverju kvöldi með von í hjarta. 34 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 fílófaxið SUMMERINGSHIT Korpúlfsstaðir 18:00 Sýning á verkinu Summer-ingshit eftir listamennina Ellu Bertilsson og Eric Ehrnschwender á Korp- úlfsstöðum. Listamennirnir benda gestum á að taka leið númer 6 frá Hlemmi og fara út hjá mjólkurbúinu til að komast á sýninguna sem er haldin í hlöðunni. MARQUISE KNOX Á BLÚSHÁTÍÐ Reykjavik Hilton Nordica 20:00 Einn efnilegasti blústónlist-armaður sem hefur komið frá Bandaríkjunum í langan tíma heldur tónleika. Knox er aðeins tvítugur en blúsar af ótrúlegri innlifun. Hljómsveitin Klassart kemur einnig fram á tónleikunum. Miðaverð er 3.990 kr. og miðasala fer fram á Midi.is. MUMMI, ÞUNNI OG BÍVAR Rauða ljónið 22:30 Kvöldið hefst á spurninga-keppni þar sem vegleg verðlaun á borð við bjór og páskaegg verða í boði. Því næst taka Mummi og Þunni við og halda uppi fjörinu fram á nótt. AGENT FRESCO OG FLEIRI Sódóma 23:00 Hljómsveitirnar AgentFresco, Vigri, Saytan og Postartica sparka páskadjamminu af stað með látum. Tilvalið tækifæri til að sletta aðeins út klaufunum í langþráðu páskafríi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. miðviku-20apríl VASTI JACKSON & THE BLUE ICE BAND Reykjavik Hilton Nordica 20:00 Vasti Jackson er sagðurblúsinn holdi klæddur enda með magnaða sviðsframkomu. Íslenska blús- hljómsveitin Stone Stones kemur einnig fram á tónleikunum. Miðaverð er 4.490 krónur og miðasala fer fram á Midi.is. fimmtuda21apríl ÚTSKRIFTARSÝNING LHÍ Listasafn Reykjavíkur 14:00 Verk nemenda úr mynd-listardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild verða til sýnis fram til 8. maí en verkin eru afrakstur þriggja ára náms við nemenda við Listaháskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis. PLASTIC GODS OG VINIR Sódóma 22:00 Hljómsveitin Plastic Godsheldur tónleika ásamt vinum sínum í Muck, AMFJ og Hylur. Miskunnarlaust rokk og heilakremjandi raf eru til dæmis á dagskránni á þessum mögnuðu rokktónleik- um. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. laugarda23apríl Síðast en ekki síst » Bjarki Pjetursson, söngvari Vigri, fílar: LOKAPRÓFIÐ skólinn Páskadjammið verður tekið upp í hæstu hæðir á Sódómu á föstudags- kvöldið þegar Blaz Roca, Emmsjé Gauti og Friðrik Dór leiða saman hesta sína á sviðinu. Monitor hafði samband við Friðrik Dór sem er einnig að spila á 800 Bar Selfossi sama kvöld. „Þetta verður mikið stuð,“ segir Friðrik Dór en nóg er því um að vera hjá stráknum sem tekur iðulega tvöfalda tónleika í mismunandi landshlutum á sama kvöldi. Frægt var einmitt þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á ferð sinni milli gigga á Akureyri og í Reykjavík fyrr í vetur. „Ég byrja á Sódómu upp úr klukkan eitt og tek líklega styttra show þar því Erpur og Emmsjé Gauti verða með mér,“ útskýrir hann. „Svo þarf ég að vera mættur upp úr tvö á Selfoss,“ segir Friðrik Dór sem lofar góðum tónleikum á báðum vígstöðvum. „Ég mæli með því að fólk úr bænum fari á Sódómu og fólk sem er ekki alveg í bænum skelli sér á Selfoss.“ Aðdáendur söngvarans ættu því að geta séð hann spila um helgina, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Aðgangseyrir á Sódómu er 1.000 krónur og líka á 800 Bar Selfossi. Tvö gigg sama kvöldið | 20. apríl 2011 | FRIÐRIK DÓR, BLAZ ROCA OG EMMSJÉ GAUTI Sódóma Föstudagur kl. 00:00

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.