Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 5

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Monitor Eins og flestir muna gekk þáttaröðin út á það að finna söngv- ara fyrir ofurgrúppuna Supernova sem var mönnuð þeim Jason Newstead, fyrrum bassaleikara Metallica, Gilby Clarke, fyrrum gítarleikara Guns N‘ Roses og eðaltöffaranum Tommy Lee sem gerði garðinn frægan sem trommari Mötley Crüe og elskhugi Pamelu Anderson. Sigurvegari keppninnar var Lukas Rossi (sjá nánar á næstu síðu). Að lokinni þátta- röðinni varð mikið fjaðrafok vegna nafns hljómsveitarinnar. Þá höfðaði pönktríóið Supernova, sem hafði unnið sér það til frægðar að eiga lag í myndinni Clerks, mál gegn framleiðendum þáttanna fyrir nafnstuld. Málið var dæmt ofur- grúpunni og framleiðendunum í óhag og þurfti hún því upp frá því að kalla sig Rock Star Supernova. Eftir nafnavesenið var ráðist beint í plötugerð þar sem einn heitasti pródús- ent árið 2005, Butch Walker, var fenginn til að taka upp plötuna. Skemmst er frá því að segja að í heildina hlaut platan, sem nefnd var eftir hljómsveitinni og gefin út í nóvember 2006, afar slæma dóma. Einn gagnrýn- andinn gekk meira að segja svo langt að segja að hljómsveitin sjálf „meikaði ekki sens á nokkurn hátt“. Platan náði þrátt fyrir allt platínumsölu í heimalandi Lukas Rossi, Kanada. Rock Star Supernova lagði í tónleikaferðalag til að fylgja plötunni eftir en segja má að ógæfan hafi elt gömlu refina í bandinu því fljótlega lenti Newstead í því að rífa vöðva í upp- handlegg við það að reyna að grípa bassamagnara og var því ófær til að spila í þónokkurn tíma. Bandið fékk staðgengil í stað Newstead en áhugaleysi einkenndi tónleikaferðina og strax að henni lokinni fóru Rossi og Clarke að einbeita sér að sólóefni á meðan Tommy Lee sneri sér af fullri alvöru að annarri ástríðu – plötu- snúðaspileríi. Í dag er líf hljómsveitarinnar gjörsamlega í óvissu statt en Lukas Rossi hefur sagt opinberlega að hann sé hættur. Það verður að teljast ansi kaldhæðnislegt hve viðeigandi nafn hljómsveitarinnar er en „supernova“, eða sprengistjarna, er stjarna sem verður til þegar sólstjarna hefur eytt öllu eldsneyti sínu og fellur saman undan eigin þunga – svolítið eins og gerist þegar útbrunnar stjörnur sameinast eftir að hafa klárað sitt eldsneyti. sprengistjarnan Brátt eru 5 ár liðin frá því að gervöll íslenska þjóðin sat límd við sjónvarpstækin og fylgdi Magna Ásgeirssyni í gegnum ævintýra- ferð í rokkbransanum. Sumarið 2006 var sumarið sem Magni og aðrir keppendur Rockstar Supernova-þáttanna áttu hug og hjörtu íslenskra ungmenna. En Monitor spyr: Hvar eru þau nú? ROCK STAR SUPERNOVA: Sprungna VEL BLEKAÐUR TOMMY LEE BARÐI HÚÐIR BANDINU Í. HVAÐ ERU MÖRG B Í ÞVÍ? GÍTARLEIKARINN GILBY CLARKE ROCK STAR SUPERNOVA ÁSAMT BROOKE BURKE SEM STJÓRNAÐI ÞÆTTINUM Hljómsveitin Rock Star Supernova FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.