Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 26

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 26
26 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Coca Cola og hljómsveitin Maroon 5 í skemmtilegu verkefni í London. Sömdu og hljóðrituðu lag á einum sólarhring Hljómsveitin Maroon 5 hélt til London í síðasta mánuði til að taka þátt í athyglisverðri tilraun á vegum Coca Cola-fyrirtækisins. Sveitin átti að semja og hljóðrita lag á einum sólarhring í beinni útsendingu á netinu. Almenningur gat tekið þátt með því að skrifa athugasemdir sem birtust á risaskjá í hljóðverinu og þannig komið að gerð lagsins. Verkefnið vakti mikla athygli og var vel tekið, en mikill fjöldi fólks fylgdist með vefútsendingunni og bárust þúsundir athugasemda frá aðdáendum sveitarinnar. Flautað var til leiks í Metr- opolis-hljóðverinu klukkan 17 þriðjudaginn 22. mars og gengu lagasmíðar vel. Eftir skamma stund var kominn grunnur að lagi en textasmíðar gengu hægar. Adam Levine, forsprakki sveitarinnar, átti erfitt með að koma orðum á blað til að byrja með og á tímabili voru liðsmenn Maroon 5 svartsýnir á að þeim tækist að klára lagið á 24 klukkustundum. Allt kom þó fyrir ekki, endaspretturinn gekk vel og klukkan 17 á miðvikudeginum hafði lagið Is There Anybody Out There litið dagsins ljós. Liðsmenn Maroon 5 voru ánægðir með afraksturinn. Láta gott af sér leiða Í kjölfarið tók við nokkurra daga hljóðblöndun á laginu, en það er nú fáanlegt frítt til niðurhals á vef Coca Cola. Fyrir hvert og eitt af fyrstu 100 þúsund niðurhölunum lætur Coca Cola renna fé í RAIN-sjóð fyrirtækis- ins sem miðar að því að útvega fólki í Afríku hreint vatn. Fjöldi fjölmiðlafólks frá öllum heimshornum var mættur í hljóð- verið og var Monitor þar á meðal. Á mbl.is má sjá þátt um verkefnið þar sem meðal annars eru viðtöl við Adam Levine og félaga í Maroon 5. Monitor var á staðnum og gerði þátt um verkefnið sem inniheldur meðal annars viðtöl við Maroon 5. Þáttinn má sjá á mbl.is. MAROON 5 Stofnuð: 1994. Meðlimir: Adam Levine (söngvari), James Valent- ine (gítarleikari), Jesse Carmichael (hljómborðs- leikari), Michael Madden (bassaleikari) og Matt Flynn (trommuleikari). Plötur: Songs About Jane (2002), It Won‘t Be Soon Before Long (2007) og Hands All Over (2010). Þekktustu lög: This Love, She Will Be Loved, Harder to Breathe, Sunday Morning og Misery. LAGIÐ IS THERE ANYBODY OUT THERE ER HÆGT AÐ NÁLGAST Á SLÓÐINNI WWW.COCA-COLA.COM/MUSIC Stórfurðulegur plötutitill Red Hot Chili Peppers gefur út sína 10. hljóðversplötu í sumar. Vinnu- heiti plötunnar er afar sérstakt en það er Dr. Johnny Skinz’s Disproport- ionately Rambunctious Polar Express Machine-Head. Samkvæmt Anthony Kiedis, forsprakka sveitarinnar, er nafnið komið úr sýrutrippi frá félaga þeirra. „Hann sagði okkur frá sýrutrippi þar sem honum fannst hann vera að spila fyrir pláneturnar og tunglin og vinsælasta lagið hans bar þennan titil,“ er haft eftir Kiedis. Red Hot Chili Peppers skartar nú nýjum gítarleikara, Josh Klinghoffer. Hann var tekinn inn í bandið eftir að John Frusciante hætti í fyrra, en áður hafði hann spilað með RHCP á tónleikum um nokkurt skeið. Friðelskandi Kings of Gleeon Kings of Leon og Ryan Murphy, skapari Glee-þáttanna, virðast hafa grafið stríðsöxina. Upp úr sauð þeirra á milli þegar Kings of Leon neitaði að leyfa Glee að nota lagið Use Somebody í þáttunum og Murphy sagði í viðtali að meðlimir hljómsveitarinnar væru sjálfselskir skíthælar. Hann ákvað hins vegar að bjóða fram sáttahönd og sagði: „Mér finnst Kings of Leon drullusvalir og við myndum elska að nota lag frá þeim ef þeir hefðu áhuga. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég mun áfram hlusta á tónlistina þeirra.“ Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, var sáttur við þetta og sagði: „Ég er ánægður að hann sagði eitthvað. Við nennum ekki að vera fúlir.“ Þorði ekki að spyrja Björk Josh Homme, söngvari Queens Of The Stone Age, er í viðtali í nýjasta tölublaði tónlistartímaritsins Q en þar fá aðdáendur hans að spyrja hann spjörunum úr. Homme hefur margoft talað um aðdáun sína á Björk Guðmundsdóttur og kona nokkur spyr hann: „Þar sem þú ert svona mikill aðdáandi Bjarkar, hefur þú aldrei spurt hana hvort hún vilji vera með gestainnkomu á plötu hjá þér.“ Hinn tæplega tveggja metra hái Homme svarar: „Mig langaði það en ég átti von á því að hún myndi segja nei og viðkvæma litla sjálfstraustið mitt getur ekki þolað það.“ Queens of the Stone Age hófu fyrir stuttu að vinna að nýrri plötu en þeirra síðasta var Era Vulgaris árið 2007. Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húðhreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution. Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því. Kynntu þér Proactiv® Solution nánar hjá heilsubudin.is án áhættu! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REykjaVíkuRapótEk, Seljavegi 2 // LyfjaboRg apótEk, Borgartúni 28 gaRðsapótEk, Sogavegi 108 // uRðaRapótEk, Grafarholti // RIMa apótEk, Grafarvogi ÁRbæjaRapótEk, Hraunbæ 115 // LyfjaVER - Suðurlandsbraut 22 LyfjaVaL, Álftamýri 1 // apótEk HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11apótEk HafnaRfjaRð R, Tjarnarvöllum 11

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.