Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 24

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 24
24 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Kim Kardashian er ein umtalaðasta kona heims og það líður ekki vika án þess að fjallað sé um hana í miðlum heimsins. Fjaðrafokið hófst eftir að heimagert klámmyndband með henni lak á netið sumarið 2007. Monitor skoðar feril stúlk- unnar, fjölskyldu hennar og ástarsambönd. HÆÐIR LÆGÐIR 2000 Giftist upptökustjóranum Damon Thomas tvítug að aldri. Þau skilja árið 2004. September 2003 Faðir hennar, Robert Kardashian, deyr af völdum krabbameins 59 ára að aldri. Sumar 2007 Kim Kardashian vekur heimsathygli þegar heimagert klámmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar, tónlistarmanninum Ray J, lekur á netið. Kim fer í mál við Vivid Entertainment en sættist að lokum á að þiggja fimm milljóna dollara skaðabótagreiðslu. Október 2007 Raunveruleikaþátturinn Keeping Up with the Kar- dashians hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni E! og hafa verið gerðar fimm þáttaraðir. Síðla árs 2007 Byrjar með NFL-leikmanninum Reggie Bush. Desember 2007 Situr fyrir nakin í Playboy. Ágúst 2008 Disaster Movie er frum- sýnd en þar fer Kim með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin fær 1,7 í einkunn á imdb.com og hlýtur Kim tilnefningu til Razzie- skammarverðlauna fyrir leik sinn. September 2008 Kosin út úr raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars og hafnar í 11. sæti af 13 keppendum. Júlí 2009 Hættir með Reggie Bush. Þau byrja aftur saman um haustið en hætta endanlega saman í mars 2010. Apríl 2010 Situr fyrir nakin í Harper‘s Bazaar og talar um að hún hafi skammast sín fyrir nektarmyndatökuna í Playboy og að það hafi í raun verið mamma hennar sem „plataði hana til að fara í hana“. Júlí 2010 Vaxmynd af Kim Kardashian er afhjúpuð í Madame Tussauds-safn- inu í New York. Október 2010 Er nakin á forsíðu tímaritsins W en brjóst hennar og sköp eru hulin með texta. Desember 2010 Byrjar með NBA-leikmanninum Kris Humphries og eru þau enn saman þegar þetta er skrifað. Hann er 47 sentímetrum stærri en hún og fimm árum yngri. Desember 2010 Endar árið á því að gefa út lagið Jam (Turn It Up) sem fær vægast sagt hræðilega dóma. & FRÆGASTA KONA HEIMS? KIMBERLY NOEL KARDASHIAN FÆDD: 21. OKTÓBER 1980. STJÖRNUMERKI: VOG. HÆÐ: 159 SENTÍMETRAR. Systurnar þrjár Þótt systur Kim, þær Kourtney og Khloe, verði seint jafnfrægar og hún h afa þær engu að síður vakið mikla athygli . Þær komu fyrst fram á sjónarsviðið í raunveruleikaþættinum Keeping Up w ith the Kardashians árið 2007 en út frá þe im þætti hafa spunnist fleiri raunveruleik a- þættir. Kourtney og Khloe eru aðalpersónurna r í þættinum Kourtney & Khloe Take Mi ami sem hóf göngu sína 2009. Í ár hófust s vo tveir nýir raunveruleikaþættir; Kourtn ey & Kim Take New York, sem segir frá ævintýrum þeirra Kourtney og Kim í New York. Á meðan er Khloe stjarnan í þættinum Khloe & Lamar sem segir fr á lífi hennar og eiginmanns hennar. Þes sir þrír þættir voru allir skapaðir af Ryan Seacrest. Kourtney er elsta systirin en hún er 31 árs. Hún er í sambandi með náunga að nafni Scott Disick og á með honum son sem fæddist árið 2009. Khloe er fædd árið 1984 og giftist körfuboltaleik manninum Lamar Odom árið 2009. Þónokkur hæðarmunur er á þeim syst rum en Kourtney er 152 sentímetrar á hæð og Khloe 178 sentímetrar. Kim, Ko urtney og Khloe eiga saman fatabúð- ina D-A-S-H. Þær systur eiga svo bróðu rinn Robert sem er einnig fjallað um í Góðvinur O.J. SimpsonPabbi Kim Kardashian var lögfræðingurinn ogkaupsýslumaðurinn Robert Kardashian. Hannvar af armenskum ættum en þaðan kemur Kardashian-nafnið. Robert vakti heimsathygliárið 1995 í morðmálinu þegar leikarinn og fyrrumruðningskappinn O.J. Simpson var ákærður fyrirað myrða fyrrum eiginkonu sína og vin hennar.O.J. Simpson og Robert voru nánir vinir. Simpsonbjó hjá Kardashian-fjölskyldunni fyrstu daganaeftir morðin og aðstoðaði Robert hann í máls-vörninni. Gengu margir svo langt að halda þvífram að Robert hefði komið undan sönnunargögnum sem hefðu getað leitttil sakfellingar O.J. Simpson, en hann var á endanum sýknaður. Robert lést afvöldum krabbameins í september árið 2003, 59 ára að aldri. Á BOTNINN HVOLFT Kim Kardashian á líklega frægasta afturenda heims. Slúðurljósmynd- arar keppast við að mynda bakhlutann á henni og vekja myndirnar ávallt mikla athygli á veraldarvefnum. Ekki við eina fjölina felld? Kim Kardashian hefur verið orðuð við fjölda karlmanna. Þessir eru á meðal þeirra sem slúðurvefir sögðu að Kim hafi átt í ástarsambandi við á árinu 2010. Cristiano Ronaldo, Justin Bieber, Miles Austin, Chase Crawford, Mark Salling, Sean Parker, Michael Copon, Kanye West, John Mayer, LeBron James og Gabriel Aubry.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.