Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 20.04.2011, Blaðsíða 22
Fullt nafn: Hildur Vala Hjaltadóttir. Fæðingarár: 1988. Menntaskóli: Verzlunarskóli Íslands. 22 Monitor MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 Af hverju ákvaðst þú að fara í sagn- fræði? Þetta var ekkert sérstaklega vel útpælt hjá mér enda svo ótrúlega margir möguleikar í boði. Mér hafði fundist frekar gaman að læra sögu í Verzló svo ég ákvað að skella mér. Ég vissi samt voðalega lítið hvað ég var að fara út í til að byrja með. Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum? Mjög skemmtilegt en samt krefjandi. Það besta við námið? Það er mikil fjölbreytni í náminu því stærsti hluti þess eru valfög. Maður getur því valið sér fög eftir sínu áhuga- sviði og eftir því sem manni þykir spennandi. Á fyrsta árinu eru skylduáfangar þar sem er farið hratt yfir sögu og þar getur maður rekist á eitthvað sem mann langar svo að læra meira um í valfögum. Það versta við námið? Mér finnst ekkert sérstaklega slæmt við sagnfræðideildina. En það kemur fyrir öðru hverju að maður þurfi að lesa greinar og námsefni sem eru ekki neitt sérstaklega skemmtilegar. Ég held samt að það sé eitthvað sem fylgi öllu háskólanámi. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur lært í sagnfræðinni? Ég man sjálf ekki eftir neinu minnisstæðu, en ég hef heyrt margt furðulegt frá vinum mínum sem eru í áfanganum pólitísk kynjafræði og kynjasaga. Ég held að það sé samt ekki við hæfi að fara nánar út í þá hluti. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Já, auðvitað. Það koma reyndar alltaf tímabil þar sem er mikið álag og mikið að gera, sérstaklega í kringum verkefna- og rit- gerðaskil. En þess á milli hefur maður góðan tíma til að sinna öðrum hlutum. Hvernig er félagslífið? Félagslífið er mjög gott. Við í sagnfræðideildinni erum með nem- endafélagið Fróða. Það eru vísindaferðir alla föstudaga og svo er líka haustferð og ýmsar aðrar uppákomur. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíð- inni? Það lítur allavega út fyrir að ég verði orðin ansi góð í að skrifa ritgerðir og greinar, sem og í heimildaöflun. Það mun alveg pottþétt koma að góðum notum. Af hverju ákvaðst þú að fara í verkfræði? Eftir útskrift frá Menntaskólanum var ég nokkuð óviss. Ég valdi iðnaðarverkfræði því ég taldi hana vera góða undirstöðu fyrir áframhaldandi nám á breiðu sviði. Verkfræði er frábær kostur fyrir alla þá sem hafa bærilegan grunn í stærðfræði og hafa gaman af því að beita henni til að leysa margvísleg verkefni. Ég myndi segja að ef þú ert nörd en ekki ofurnörd þá er verkfræðin fyrir þig. Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum? Stórgóður mórall er á milli nemenda vegna þess mikla tíma sem þeir verja saman í skólanum. Fáránlega öflugt félagslíf er starfrækt innan deildarinnar. Námið er krefj- andi en um leið spennandi og skemmtilegt. Það besta við námið? Vökunætur í VRII. Það versta við námið? Vökunætur í VRII. Hvað er það nytsamlegasta sem þú hefur lært í verkfræðinni? Flíspeysur og Matlab eru mjög töff hlutir. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Já. Álagið er þó mismikið á milli anna. Yfirstandandi önn er til dæmis mjög strembin og eru nemendur oft í skólanum frá 8 til 24. En verkefnin eru áhugaverð og félagsskapur- inn stórkostlegur svo það er ekki svo slæmt. Hvernig er félagslífið? Ég vil meina að nem- endafélagið mitt, Vélin, stýri einu allra öflug- asta félagslífi innan HÍ. Eitthvað er að gera fyrir nemendur hvern föstudag hvort sem það eru vísindaferðir eða stærðfræðikeppnir. Ég er nýkjörinn formaður nemendafélagsins og stefnan er bara sett upp á við. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Winning. Monitor heldur áfram að kynna sér námsframboð í háskólum lands- ins og urðu þrjár deildir í Háskóla Íslands fyrir valinu í þetta skiptið. Námið og félagslífið í Háskóla Íslands ERIK SÁLGREINIR FYRIR BJÓR Af hverju ákvaðst þú að fara í sálfræði? Eftir að hafa hætt í stjórnmálafræði og kvikmynda- fræði rankaði ég við mér einn daginn í portinu á Prikinu, fékk mér kókópöffs og pönnukökur í þynnkumáltíð og ákvað í kjölfarið að nú væri kominn tími til að gera eitthvað úr mér. Svo var líka ódýrara að læra þetta heldur en að fara áfram til sálfræðings. Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum? Krefjandi, fjölbreytt, Freud, svefnleysi, og schnilld. Það besta við námið? Það er líklega fjölbreyti- leikinn. Stundum er maður læknir að læra um mannslíkamann, annan daginn er maður tölfræðingur að gera súlurit og þann næsta er maður dýraperri að þjálfa rottur. Þar á milli les maður heimspeki, lyfjafræði, klikkhausafræði og bara allt sem við kemur manninum. Það versta við námið? Hvað maður getur verið ógeðslega pirrandi gaur sem oftúlkar allar daglegar aðstæður út frá einhverjum sálfræði- hugtökum. Þú reimar ekkert skóna þína fyrir framan mig án þess að vera spurður hvernig samband þitt og foreldra þinna sé. Hvernig líður þér annars? Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í sálfræðinni? Að allir strákar séu ástfangnir af mömmum sínum og hati pabba sína. Það var rosa áhugavert fyrst en varð svo frekar vandræðalegt við matarborðið. Svo lærir maður líka að láta aðra gera eitthvað sem maður vill að þeir geri án þess að þeir viti af því. Þú ert til dæmis að hugsa um mörgæsir núna, ekki satt? Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Hér er skipulag lykillinn. Ég er nefnilega atvinnumaður í fótbolta ásamt náminu en ég leik með KV í 3. deild og því fullkomin fyrirmynd fyrir unga krakka sem vilja meika það í íþróttum en eiga samt möguleika á góðri menntun. Þar að auki er ég í stjórn Animu og í 50% starfi á facebook. Hvernig er félagslífið? Eftir menntaskóla endar félagslífið hjá flestum en ekki sál- fræðinemum. Anima er langskemmtilegasta og virkasta nemendafélag háskólans. Lilja Ingibjargar sagði í viðtali við Bleikt.is að hún ætli í sálfræði næsta haust og Erpur sagði á X-inu að fallegustu og mest classy stelpurnar væru í sálfræði. Svo er klámkynslóðin líka að byrja í háskólanum þannig að það eru bjartir tímar framundan. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Snilldin við sálfræði er að hún býður upp á endalausa möguleika. Ég ætla mér að halda áfram að sálgreina fólk í partíum fyrir bjór en nenni samt ekki að hlusta á eitthvað væl. Svo stefni ég á að fara í framhaldsnám í mann- auðsstjórnun og það sem mikilvægast er, að líða vel í sálinni. Ódýrara en að fara áfram til sálfræðings Fullt nafn: Erik Christianson Chaillot Fæðingarár: 1987 en 1992 í anda. Menntaskóli: Æji þarna skólinn sem vann Gettu betur um daginn, skólinn með stelpunni. HILDUR VALA AFLAR HEIMILDA Á LJÓSHRAÐA Pólitísk kynjafræði eitthvað furðuleg ANTON ER MJÖG HRIFINN AF FLÍSPEYSUM Fyrir nörda en ekki ofurnörda Fullt nafn: Anton Örn Elfarsson. Fæðingarár: 1989. Menntaskóli: Menntaskólinn í Reykjavík. Mynd/Kristinn Mynd/Golli Mynd/Golli

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.