Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SAMEIGINLEGT mat á umhverfis-
áhrifum álvers á Bakka, Þeista-
reykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II
og háspennulína liggur nú fyrir. Sex
vikna kynningar- og athugasemda-
ferli hófst á vegum Skipulagsstofn-
unar 30. apríl sl. og frestur til að skila
inn athugasemdum við matið rennur
út 14. júní nk. Samkvæmt matinu
verða umhverfisáhrif vegna fram-
kvæmdanna í mörgum tilvikum tölu-
verð en jákvæðust eru áhrif á at-
vinnulíf á svæðinu. Er talið að 650 til
900 störf geti skapast í tengslum við
framkvæmdirnar, beint og óbeint.
Hafa fyrirtækin Alcoa, Þeistareyk-
ir ehf., Landsvirkjun og Landsnet
unnið að hinu sameiginlega umhverf-
ismati, til samræmis við úrskurð um-
hverfisráðherra frá því í júlí árið
2008. Í sameiginlegu mati eru um-
hverfisáhrif allt að 346 þúsund tonna
álvers á Bakka metin.
Gæti þurft 137 MW í viðbót
Í tilkynningu frá fyrirtækjunum
segir að uppbygging álversins muni
haldast í hendur við framkvæmdir til
orkuöflunar. Raforkusamningar liggi
ekki fyrir á þessu stigi undirbúnings
en sameiginlega matið tekur til orku
til álversins frá Kröfluvirkjun II og
Þeistareykjavirkjun. Umhverfismat
fyrir Bjarnarflagsvirkjun liggur fyrir
og samanlagt afl þessara virkjana er
um 440 MW.
Verði reist 346 þúsund tonna álver
í einum áfanga á vegum Alcoa er talið
að allt að 137 MW afl þurfi til við-
bótar. Standa vonir til þess að þeirri
þörf verði mætt síðar á jarðhita-
svæðum í Þingeyjarsýslum eða frá
öðrum svæðum á landinu gegnum
raforkukerfið.
Samkvæmt frummatsskýrslunum
munu framkvæmdirnar hafa veru-
legt rask í för með sér fyrir umhverf-
ið. Þannig er heildarefnisþörf í allar
framkvæmdir áætluð 2,5 milljónir
rúmmetra og eru alls 28 námur skil-
greindar í skýrslunum sem mögu-
legir efnistökustaðir. Alls eru skil-
greind 19 verndarsvæði innan
áhrifasvæðis sameiginlega matsins,
þ.e. svæði á náttúruminjaskrá, vatns-
verndarsvæði og hverfisverndar-
svæði.
Allt að 900 störf skap-
ast vegna Bakkaálvers
Sameiginlegt umhverfismat á Norðausturlandi
vegna álvers á Bakka, virkjana og háspennulína
Þættir til skoðunar Umhverfisáhrif
Jarðmyndanir Nokkuð neikvæð og varanleg áhrif.
Yfirborðsvirkni jarðhita Óveruleg áhrif enmat háð óvissu.
Jarðhiti og orkuforði Óveruleg áhrif enmat háð óvissu.
Vatn Óveruleg áhrif.
Gróður Verulega neikvæð en staðbundin áhrif í heildina
litið á framkvæmdasvæðum.
Sameiginleg áhrif óveruleg á rekstrartíma.
Votlendi Nokkuð neikvæð áhrif á Bakka og austan
Vítis á Kröflusvæðinu.
Dýralíf Nokkuð neikvæð áhrif á fuglalíf á framkvæmda-
tíma en óveruleg áhrif á fugla á rekstrartíma.
Nokkuð neikvæð áhrif á rjúpuna á rekstrartíma.
Smádýr Óveruleg áhrif.
Örverur í hverum Óveruleg áhrif enmat háð óvissu.
Landslag Sameiginleg áhrif talsvert neikvæð.
Sjónræn áhrif-ásýnd Óveruleg heildaráhrif frá þéttbýli og bæjum.
Nokkuð neikvæð áhrif frá þjóðvegumséð.
Talsvert neikvæð áhrif frá ferðamannastöðum
og útivistarsvæðum.
Loft Óveruleg áhrif vegna aukinnar losunar
brennisteinsvetnis.
Atvinna Talsvert jákvæðáhrif,mestáHúsavíkogAkureyri.
Útivist og ferðaþjónusta Talsvert jákvæð áhrif, en talsvert neikvæð áhrif á
þá sem vilja ferðast um í lítt ósnortinni náttúru.
Fornleifar Nokkuð neikvæð áhrif.
Samtals: =10 =3 =8
Mikil áhrif á umhverfið samkvæmt sameiginlegu mati
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
LANG-áhrifaríkasta leiðin til að endurheimta fé
sem þeir sem réðu ferðinni í íslenskum bönkum
fyrir hrun náðu með svikum að komast yfir, er
að kyrrsetja eignir þeirra þar til dómur hefur
fallið í málum gegn þeim, sagði William K.
Black, prófessor við háskólann í Missouri, í fyr-
irlestri í Háskóla Íslands í gær.
Black fór í fyrirlestrinum yfir reynsluna af
endurheimt fjár sem svikið var út í tengslum við
krísu sem kennd er við sparifé og lán (Savings
and loans) og reið yfir Bandaríkin á níunda og
tíunda áratug síðustu aldar. Í fyrirlestri hans í
fyrradag kom fram að hann telur að fall ís-
lensku bankanna megi rekja til fjársvika ís-
lenskra bankamanna fremur en aðstæðna á al-
þjóðlegum mörkuðum.
Hefðbundnar rannsóknaraðferðir, þar sem
gögnum er safnað í eitt til tvö ár og svo farið
með þau fyrir dómara, reyndust ekki áhrifarík-
ar við að endurheimta féð, sagði Black. Enda
eigi þeir sem standa í fjársvikum alla jafna ekki
í miklum vandræðum með að finna leiðir til að
eyða fénu.
Því sagði Black mikilvægt að kanna hvort ís-
lensk lög heimiluðu að farin yrði í ríkara mæli
sú leið að opinberar stofnanir kyrrsetji eignir
þeirra sem liggja undir grun, og leggja það svo
á hina grunuðu að áfrýja til dómstóla sætti þeir
sig ekki við kyrrsetningu. Það hvetji hina
grunuðu til að stuðla að hraðri afgreiðslu mála
gegn sér og auki einnig endurheimtur.
Munum aldrei fá allt aftur
Ljóst er að Íslendingar munu aldrei end-
urheimta allt það fé sem fjárglæframenn sviku
út, sagði Black, enda er hvergi gullpottur falinn
sem bíður þess að verða fundinn. Engu að síður
sé hægt að endurheimta umtalsverðar fjár-
hæðir, enda geti lítill hluti þess sem er gríð-
arlega stórt verið stór.
En jafnvel þótt upphæðirnar sem end-
urheimtast reynist ekki háar, krefst réttlætið
þess að við gerum það sem í okkar valdi stendur
til að koma í veg fyrir að þeir sem breyttu rang-
lega gangi auðugir frá uppgjörinu, sagði Black.
Auk þess sé mikilvægt að beita refsingum til að
minnka líkurnar á að sagan endurtaki sig.
Lykilatriði er að Íslendingar geri upp við sig
hversu lítið þeir geta sætt sig við að end-
urheimtist, sagði Black. Erfitt geti verið að
sanna fyrir dómi að fjársvik hafi verið framin.
Með dómssátt sé aftur á móti auðveldara að ná
hluta fjárins til baka, en ef stefnan er að taka
allar eignir af hinum grunuðu hafi þeir lítinn
hvata til að semja.
Mikilvægt sé því að þeir sem eru fengnir til
verksins séu tilbúnir til að baka sér óvinsældir
og ekki bara meðal fjárglæpamanna, heldur
ekki síður meðal almennings sem mun svíða að
ekki sé hægt að rýja brotamennina inn að
skinni.
Getum náð hluta hins illa fengna fjár
Black segir Íslendinga verða að gera upp við sig hversu lítinn hluta þess sem bankamenn sviku út
þeir sætti sig við að endurheimta Áhrifaríkast að frysta eignir fram að dómsuppkvaðningu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Raunsær Við munum aldrei endurheimta allt.
Í HNOTSKURN
» William K. Black vann ásamt fleirumað því að endurheimta illa fengið fé
eftir fjármálahneyksli í Bandaríkjunum.
» Hann segir hegðun þeirra semstjórnuðu íslensku bönkunum fyrir
hrun bera einkenni fjársvika.
» Mikilvægt er að sögn Black að reynaað endurheimta hluta fjárins, þótt
aldrei muni endurheimtast allt það sem
svikið var út.
„FJÁRVEITINGIN gjörbreytir
rekstrargrundvelli og auðveldar
áætlanagerð,“ segir Björn Zoëga,
forstjóri Landspítalans. Stjórnendur
sjúkrahússins hafa undirritað sam-
komulag við heilbrigðisráðuneytið
um 2,8 milljarða króna lán til að
greiða upp hallarekstur síðustu ára.
Landspítalinn hefur safnað upp
lausaskuldum sl. tvö ár eða svo
vegna kaupa á aðföngum. Nú er ver-
ið að gera skuldirnar upp.
Gengisfall krónunnar er afgerandi
áhrifaþáttur og ekki hefur verið tek-
ið tillit til þess í fjáraukalögum. Síð-
astliðin tvö ár hefur spítalinn þurft
að greiða hátt í 500 milljónir króna í
dráttarvexti
vegna hallarekst-
ursins eða um 20
milljónir króna á
mánuði. „Með því
að losna við
skuldahalann
komumst við í
aðra stöðu,“ segir
Björn. Skilyrði
fyrir lánveiting-
unni er að Land-
spítalinn verði innan fjárheimilda á
þessu ári. Segist forstjórinn bjart-
sýnn á að það takist enda hafi rekst-
urinn verið í samræmi við fjárlög að
undanförnu. sbs@mbl.is
Lausaskuldirnar skorn-
ar af Landspítalanum
Björn
Zoëga
Aukafjárveiting upp á 2,8 milljarða kr.
Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Radisson Blu
Hótel Sögu fimmtudaginn 27. maí 2010 kl. 17:00.
Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf.
Einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum
lífeyrissjóðsins til umfjöllunar og afgreiðslu.
Þær eru birtar á heimasíðunni stafir.is.
Vakin er athygli á því að samþykktir Stafa kveða á um að tillögur til
ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast sjóðstjórn að
minnsta kosti einni viku fyrir ársfund.
Stafir lífeyrissjóður boðar jafnframt til sjóðfélagafundar
þriðjudaginn 18. maí, kl. 20:00, að Stórhöfða 31 í Reykjavík.
Þar verður fjallað um stöðu og horfur í starfsemi sjóðsins og
fjallað sérstaklega um tillögur um frekari skerðingu lífeyrisréttinda,
sem lagðar verða fyrir ársfund 27. maí.
Stórhöfða 31 | 110 Reyk jav ík | S ími 569 3000 | www.staf i r . i s
Sjóðfélagafundur 18. maí
Ársfundur 27. maí
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs
út
úr
dú
r0
60
52
01
0