Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Icesave gægist stundum upp úr ösk-unni af Eyjafjallajökli og ótrú- verðugum umræðum um prófkjörs- styrki.     Fréttamenn spyrja Steingrímáhyggjufullir hvort eitthvað sé að „frétta af viðræðunum“. Stein- grímur segist jafnvel hafa séð tölvu- póst „síðast í gær“ sem sýni að enn sé líf í viðræðunum. Hann lætur jafn- vel vera að hreyta skít í fjarstadda menn í leiðinni.     En það er von aðSteingrímur sé spurður því hann hefur ótal sinnum í heilt ár sagt að dragist „samningar“ um Icesave lengur en tvo til þrjá daga sé allt í voða.     Ríkissjónvarpið hefur haft fjórarfréttir á síðustu sjö dögum með sínum áhyggjum af því hvenær við getum aftur farið að ræða um hvern- ig við ætlum að greiða „Icesave- skuldirnar(!)“ eða ganga frá „Ice- save-skuldbindingunum(!)“     Með leyfi að spyrja: Hver hefursagt RÚV að halda því fram að Íslendingar skuldi útlendingum pen- inga sem þeir lögðu inn fúsir hjá einkafyrirtæki sem bauð hærri vexti en aðrir?     Rannsóknarskýrslan, sem er fróð-leg um margt, fjallar mikið um þessar ætluðu skuldbindingar.     Og það má vera augljóst öllum semþann texta lesa að nefndin lítur ekki svo á að ríkið, þ.e. íslenskir skattgreiðendur, beri neina ábyrgð á þeim „skuldbindingum“.     Af hverju vill RÚV ekki trúa þess-um upplýsingum úr hinni góðu skýrslu eins vel og öðru? Skuldaviðurkenning RÚV ODDVITAR átta framboða fyrir borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík tókust á í hádeginu í gær á opnum fundi sem Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir í salarkynnum sínum, í beinni útsendingu á mbl.is. Meðal þess sem kom fram á fjölsóttum fundinum var að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ítrekaði hugmynd sína um að allir flokkar tækju sig saman að loknum kosningum og störfuðu saman í „þjóðstjórn“. Borgarfull- trúarnir 15 ættu allir að vera í vinnu fyrir borg- arbúa. Sjö menn í minnihluta ættu ekki bara að vinna við það að gagnrýna hina átta í meirihlut- anum, sem myndu svo sjá um allt. Ekkert væri í lögum um að þannig ætti að vinna hlutina. Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna, sagði Hönnu Birnu hafa staðið sig vel sem borg- arstjóra en ef mynduð yrði „þjóðstjórn“ yrði borgarstjórinn að vera ópólitískur. ODDVITAR Í BORGINNI TÓKUST Á Á OPNUM FUNDI Morgunblaðið/Golli Veður víða um heim 5.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 10 þoka Akureyri 11 alskýjað Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 16 skýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 9 heiðskírt Helsinki 8 léttskýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 11 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 14 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 12 skúrir Moskva 24 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 16 skýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 4 skúrir Montreal 15 alskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 18 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 6. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:43 22:07 ÍSAFJÖRÐUR 4:29 22:31 SIGLUFJÖRÐUR 4:11 22:15 DJÚPIVOGUR 4:07 21:41 „ALMENNT er ég ekki á móti því að upplýs- ingar um mál séu gerðar opinberar. Hér er hins vegar nauðsynlegt að fara fram af gát, því hvað beingreiðslurnar varðar er í raun um að ræða viðkvæmar upplýsingar um tekjur og fjárhags- stöðu bænda í landinu,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Í núverandi formi uppfyllir íslenska bein- greiðslukerfið ekki reglur ESB, segir í frétt á vefsetr- inu Evrópuvaktinni. Fram kemur að beingreiðslur séu tengdar framleiðslu en sú tilhögun er í andstöðu við sameiginlega landbún- aðarstefnu ESB. Ísland þarf, samkvæmt reglum ESB, að setja á laggirnar upplýs- ingakerfi varðandi styrk- þega, sem fá greiðslur samkvæmt landbún- aðarstefnuninni, og gefa á út lista yfir nöfn styrkþega árlega. Haraldur Benediktsson segir að hafa verði í huga að styrkjakerfi íslensks landbúnaðar sé allt annað en gerist innan ESB. Hér skyldi samningar handhafa beingreiðslna til að stunda matvælaframleiðslu en ytra séu mun fleiri þætt- ir teknir með í dæmið og krafan um framleiðslu á mat sé ekki ráðandi. „En ef þetta kerfi á að verða raunin vildi ég sjá fleiri atriði jafn- gegnsæ, til dæmis almennt verð á landbúnaðar- afurðum,“ segir formaður BÍ. sbs@mbl.is  ESB vill breytingar í landbúnaðarmálum Haraldur Benediktsson Nöfn styrkþega verði birt FISKISTOFA hafði um miðjan dag í gær fengið um 330 umsóknir um leyfi til strandveiða, sólarhring eftir að móttaka umsókna hófst. Þetta er meiri ásókn en á fyrstu dögum um- sókna fyrir veiðitímabilið síðasta sumar, en þá höfðu 250 umsóknir borist fyrsta sólarhringinn. Alls voru gefin út 560 veiðileyfi í fyrra en strandveiðar hófust þá í júnímánuði. Langflestar umsóknir höfðu í gær borist í strandveiðar á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi sunnanverðu og til Súðavíkurhrepps, eða um 180 um- sóknir. Næstflestar umsóknir hafa verið á svæði D, eða 72 eins og staðan var í gær. Það svæði nær frá Hornafirði suður með landinu og að Borgar- byggð. Á svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps, höfðu 54 um- sóknir komið og 26 umsóknir á svæði B, sem nær frá Strandabyggð að Grýtubakkahreppi. Úrvinnslu 66 umsókna lauk strax á þriðjudag og verða leyfin gefin út þegar greitt hefur verið fyrir þau. Á vef Fiskistofu kemur fram að reynt verði að afgreiða allar um- sóknir eins hratt og auðið er. Vakin er athygli á því að afgreiðsluferlið geti tekið nokkra daga og að veiði- leyfin taki ekki gildi fyrr en greitt hefur verið fyrir þau. Hvetur Fiskistofa þá sem ætla sér á veiðar fyrstu daga strandveiði- tímabilsins að drífa í að sækja um. Ekki er heimilt að hefja veiðar fyrr en 10. maí nk. bjb@mbl.is Meiri áhugi nú á strandveiðunum  Yfir 300 umsóknir fyrsta sólarhring Strandveiðar Meiri áhugi á þeim nú en á síðasta veiðitímabili. Morgunblaðið/Heiddi Matreiðslunámskeið að hætti Lindu Heilnæmt, grænt og gómsætt ! Hér er á ferð eitt eftirsóttasta matreiðslunámskeið Lindu, sem hún hefur haldið um árabil í USA. Á námskeiðinu kennir hún skemmtilegar leiðir til að nota heilkorn og grænt grænmeti í girnilega rétti sem koma braðlaukunum á óvart. www.madurlifandi.is Linda Pétursdóttir, Certified Holistic Health Counsellor kemur til Íslands og heldur námskeiðið í Maður Lifandi Borgartúni þann 15. Maí kl. 12:00 – 15:00. Verð: 6500 kr. Skráning stendur yfir núna í síma 585-8700 eða gg@madurlifandi.is Ath. það eru aðeins 20 sæti á þessu námskeiði. MAÍ 515

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.