Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Á LAUGARDAG nk. kl. 14.00 verður opinn íbúafundur í Þjórs- árveri í Flóahreppi. Á fundinum verður fjallað um umhverfis- og skipulagsmál, öflun neysluvatns fyrir Flóann og náttúruvernd. Framsögu á fundinum flytur Svandís Svavarsdóttir, umhverf- isráðherra, en eins og kunnugt er hefur sveitarstjórn kært umhverfisráðherra fyrir að sam- þykkja ekki aðalskipulag gamla Villingaholtshrepps. Þá mun Árni Hjartarson frá ÍSOR fjalla um neysluvatnsmál og Bergur Sig- urðsson, fulltrúi Náttúruvernd- arsamtaka Suðurlands, fjallar um náttúruverndarmál og orkunýt- ingu. Að loknum framsöguerindum og kaffihléi munu svo frummælendur sitja fyrir svörum og taka þátt í umræðum um málefni fundarins. Fundur Umhverfis- og skipulagsmál verða í brennidepli á íbúafundi. Opinn fundur um náttúruvernd Í DAG, fimmtudag, er alþjóðlegi megrunarlausi dagurinn (Int- ernational No Diet Day) sem er al- þjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars. Mary Evans Young stofnaði til megrunarlausa dagsins árið 1992 til þess að vekja athygli á skaðleg- um áhrifum útlitsdýrkunar og mis- munun í garð þeirra sem falla utan hins viðurkennda ramma um æski- legan líkamsvöxt. Megrunarlausi dagurinn var fyrst haldinn á Íslandi árið 2006 til að vekja athygli á mál- staðnum og hvetja til viðhorfs- breytinga gagnvart líkamsvexti, fegurð og hreysti. Megrunarlausi dagurinn NÚ styttist í að frestur renni út fyrir flokka og framboð til að til- kynna þátttöku fyrir kosning- arnar 29. maí. Framboðslistum þarf að skila til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi í síðasta lagi kl. 12 á hádegi á laugardag, 8. maí. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endur- kjöri þurfa að tilkynna þá ákvörð- un til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Framboðsfrestur að renna út STUTT KRISTÍN Benediktsdóttir, dokt- orsnemi við lagadeild Háskóla Ís- lands, hlaut styrk að fjárhæð ein milljón kr. úr sjóðnum „Rann- sóknastyrkir Bjarna Benedikts- sonar“. Veittir voru þrír styrkir á sviði lögfræði og sagnfræði. Kristín fær styrkinn til rann- sóknar á réttarstöðu aldraðra. Þór Whitehead sagnfræðingur hlaut 500 þúsund kr. styrk til rann- sóknar á Íslandi í síðari heimsstyrj- öldinni. Þá hlaut Sigríður Matthías- dóttir, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 500 þúsund kr. til að rann- saka hugmyndir og viðhorf í stjórn- arstefnu Viðreisnarstjórnarinnar á sviði velferðar- og menntamála. Árlegir rannsóknarstyrkir Úthlutunin var kynnt við athöfn í Norræna húsinu í gær en Rann- sóknastyrkir Bjarna Benedikts- sonar eru veittir árlega. Þriggja manna úthlutunarnefnd á sviði lög- fræði og sagnfræði ákvarðar hvaða rannsóknarverkefni skuli hljóta styrki. Morgunblaðið/Eggert Úthlutun Kristín Benediktsdóttir tekur við styrk sínum úr hendi Bjargar Thorarensen úr dómnefnd við athöfn í Norræna húsinu í gær. Rannsakar réttar- stöðu aldraðraHRÖÐ aukning umferðar sem varðá vegum landsins á árunum 2005 til 2007 er hætt og samdráttar tekið að gæta. Kemur það fram í saman- tekt Vegagerðarinnar á sextán völdum talningarstöðum á hring- veginum. Umferðin dróst saman um 3,2% fyrstu fjóra mánuði ársins. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma. Mesti samdrátturinn kom fram í aprílmánuði, tæp 8%. Samdráttur er á öllum svæðum, nema Norðurlandi þar sem örlítil aukning kemur fram. Vegagerðin veltir því upp hvort mikil sókn skíðafólks til Akureyrar valdi því. 8% minni umferð á hringveginum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.