Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ HannaBirnaKrist- jánsdóttir borg- arstjóri kynnti ársreikninga borgarinnar vegna ársins 2009 nýver- ið. Reikningar liðins árs, hvort sem sveitarfélög eiga í hlut eða aðrir, eru sjaldnast grípandi frétta- efni. En svo vill til að þessir reikningar fjalla um fjárhagsstjórn í mjög erfiðu árferði og stærsta sveitarfélag landsins á í hlut. Höfuðborgin er eina sveitarfélagið sem hægt er að taka til raunveru- legs samanburðar við rekstur ríkisins á sama tíma. Og í hina áttina er auðvitað hægt að horfa til annarra sveitarfélaga og hvernig þeim hefur farnast á sama tíma. Og það er sama hvert er lit- ið. Samanburðurinn er mjög sláandi. Stjórn- endur borgarinnar hafa náð góðum árangri. Jafn- vel glæsilegum árangri, þegar horft er til vand- ans sem við var að fást. Og þannig hefur verið haldið á málum, að erf- iður niðurskurður og að- hald á öllum sviðum hef- ur verið knúið fram án þess að lama mikilvæga þjónustu borgarinnar og veikja framkvæmdagetu hennar að marki. Og starfsmenn borgarinnar hafa tekið virkan þátt í verkinu, sem hefur örugglega ekki verið þeim þrautalaust, og borgararnir, sem vænta góðrar þjónustu, hafa sýnt góðan skilning á að- gerðum borgaryfirvalda. Það sýnir að án hávaða og sýndaryfirlýsinga, endalausra blaðamanna- funda og kvartana um mikla vinnu og þreytu leiðtoganna, hefur tekist að fá flesta þá sem vinna við eða njóta þjónustu borgarinnar að verki, í stórum eða smáum stíl. Álögur hafa ekki verið auknar, og tekist hefur að vernda viðkvæma og mikilvæga þjónustu borg- arinnar. Samanburðurinn við það sem verið hefur að gerast hjá rík- isvaldinu er sláandi. Helsta hugtak ríkisstjórnar- flokkanna fyrir kosningar og ríkisstjórnarinnar eft- ir kosningar, „skjaldborg heimilanna“, er orðið að- hlátursefni. Hvenær sem ríkisleiðtogarnir taka það sér í munn, brestur á hlátur hjá venjulegum borgurum og stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar brosa núorðið flestir sjálfir vandræðalega. At- vinnulífið hefur af hennar hálfu verið skilið eftir á berangri og skattar hafa verið hækkaðir svo að þeir draga nú mjög úr þrótti manna og getu til atvinnusköpunar. Það er stundum sagt að það skipti æ minna máli hverjir stjórni málum, og þá ekki síst í sveit- arfélögunum. Saman- burðurinn á stjórn rík- isins annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar er mjög sláandi. Um það þarf ekki frekari vitna við. Og ef hins veg- ar er horft til sveitarfé- laga blasir hið sama við. Sjálfstæðismenn höfðu löngum stjórnað Álfta- nesi. Með örfárra at- kvæða mun varð til nýr meirihluti þar eftir síð- ustu kosningar. Það varð dýrkeypt tilraun. Það sveitarfélag er komið á höfuðið. Vinstriflokkarnir sem sáu til þess borga ekki sjálfir brúsann. Þeim reikningi hefur ver- ið vísað á íbúana, sem lýsa sumir ástandinu svo að þeir séu sem í átt- hagafjötrum og þeirra hagur sé orðinn mun lak- ari en þeirra sem utan sveitarfélagamarkanna liggja. Og tölur frá Hafnarfirði sýna að þar stefna menn í Álftanes- sátt. En þeir þar virðast þó þurfa tvö kjörtímabil til að koma sveitarfé- laginu í þrot. Vonandi fá þeir ekki tímann sem þeir þurfa. Það skiptir sem sagt mjög miklu máli hverjir stjórna, hvort sem horft er til ríkis eða sveitarfélaga. Samanburður á stjórnun fjármál- anna er sláandi} Það skiptir máli F átt í íslensku þjóðfélagi er skondn- ara en stjórnmálamaður í afneit- un. Þótt heimurinn í kringum hann hrynji og sjálfur sé hann bú- inn að glutra niður öllum trúverð- ugleika með heimskulegu athæfi þá reynir hann af öllum mætti að láta eins og ekkert stór- vægilegt hafi gerst. Hann gætir þess þó að hafa hægt um sig og svarar ekki fjölmiðlum, og treystir því að eftir nokkra daga hætti þeir að hringja. Þegar ímyndarfræðingar stjórnmálamannsins taka loks í taumana og segja honum að hann verði að láta sjá sig kemur hann fram og það sést að honum er nokkuð brugðið. Hann skilur hreinlega ekki öll lætin sem hafa orðið vegna þess að hann fékk háa styrki frá fyrirtækjum í prófkjörsbaráttu og var í sérkennilegum tengslum við stórfyrirtæki og útrásarvíkinga. Svo lengi gekk stjórnmálamanninum allt í hag, að hann getur ekki sætt sig við að skyndilega sé öllu lokið og hann eigi að hverfa af hinu pólitíska sviði. Hann sér ekki sanngirnina í því. Honum finnst þjóðfélagið einkennast af hysteríu og nornaveiðum, en af því hann kann enn þó nokkra pólitíska klæki þá veit hann að hann má ekki nota þessi orð yfir ástandið því þá yrði fordæmingin í hans garð enn harðari en hún er. Svo hann setur upp píslarvættissvip í hvert sinn sem hann mætir í fjölmiðla til að tilkynna að ekki hafi hvarflað að honum að segja af sér þingmennsku. Og af hverju ætti einmitt hann að víkja? Það voru aðrir stjórn- málamenn, í hans flokki og öðrum, sem gerðu nokkurn veginn það sama. Af hverju fara þeir ekki? Af hverju á að byrja á honum? Flokksformennirnir segja svo humm og ha, þegar þeir eru spurðir hvort viðkomandi stjórnmálamenn eigi að víkja. Aðrir stjórn- málamenn, sem hafa ekki orðið uppvísir að sérstökum skandölum, öðrum en þeim að tala öllum stundum eins og vélrænar flokksmask- ínur, segja líka sem minnst. Þeir vita að í stórum flokkum verður samtryggingin að vera í lagi. Sjálfir gætu þeir lent í veseni innan flokksins og verið skildir eftir í kuldanum ef þeir færu skyndilega að tala máli siðferðis með því að taka undir þá kröfu almennings að stjórnmálamenn axli ábyrgð og víki. Íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki breytt- an veruleika. Sennilega verður skilnings- leysið þeirra pólitíski banabiti. Þeir njóta lítils álits, sem er nákvæmlega það sem þeir eiga skilið. Þjóðin vantreystir þeim og er orðin langþreytt á vanhæfni þeirra og vélrænu orðagjálfri. Þetta vita stjórnmálamennirnir. Þeir eru hins vegar orðnir svo prógrammeraðir að þeir geta ekki breytt sér. Furðu lostnir sjá þeir skoðanakannanir sem sýna að grínframboð, Besti flokkurinn, er að ræna frá þeim at- kvæðum. Alvaran á bak við hið svokallaða grínframboð er að stór hópur kjósenda vill refsa stjórnmálamönnunum og finnst hann gera það best með því að gefa nýju framboði atkvæði sitt. Það er heilmikið vit í þeirri refsingu. Og einn- ig töluverð skemmtun. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Skemmtileg refsing STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þokkaleg humarveiði og líflegri markaðir FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Þ rjú fyrirtæki eru með mestan kvóta í humri; Skinney-Þinganes á Hornafirði, Þormóður rammi sem gerir út á humar frá Þorlákshöfn og Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum. Í allt verða hátt í 15 bátar á humarveiðum og hef- ur vertíðin verið að lengjast með hverju árinu. Nú er heimilt að byrja 15. mars og í fyrra mátti veiða út nóv- ember. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er með þrjá báta á humri og byrjuðu þeir um miðjan apríl. Fyrirtækið sel- ur heilan humar einkum til Spánar og Ítalíu, en humarhala til Kanada. Auk þess fer hluti aflans á markað innan- lands. Sigurgeir Brynjar Krist- geirsson, framkvæmdastjóri VSV, segir að veiðarnar gangi þokkalega, en fyrst í stað hafi ekki verið mikill kraftur í þeim, m.a. vegna lokana í hrygningarstoppi þorsksins. Hann segir að markaðir hafi verið lélegir í fyrra, en gerir sér vonir um að þeir taki við sér í ár. „Í fyrra máttum við geyma þriðj- ung aflamarksins í humri í sjónum og leyfa honum að vaxa og dafna,“ segir Sigurgeir. „Sölutregða var á mörk- uðum og lágt verð þannig að við töld- um það betri búmennsku að geyma humarinn lifandi í sjónum heldur en að drepa hann og setja í frysti- geymslur. Með því hefðum við ein- faldlega búið til pressu á markaðinn og framkallað verðfall. Það sem við geymdum í fyrra mun- um við veiða og vinna af miklum krafti í ár og það er augljóst í mínum huga að íslensk þjóð mun fá aukin verðmæti með þessu fyrirkomulagi. Nú er landbúnaðarráðherrann hins vegar að takmarka það sem góðir bú- menn geyma á milli ára með því að færa geymsluréttinn niður í 10%.“ Sigurgeir segir að meðal annars vegna þessa hafi verið minna fram- boð á mörkuðunum og þeir séu líf- legri en á síðasta ári. Fyrirtækið á 560 tonna kvóta af humri upp úr sjó, en auk þess 130 tonn frá síðasta ári. „Það verður mikil vinna við hum- arvinnsluna í sumar og mikil þörf fyr- ir vinnufúsar hendur,“ segir Sig- urgeir. Talsvert af skötusel Ingvaldur Ásgeirsson, skipstjóri á Þóri SF, var að toga á Breiðamerk- urdýpi þegar spjallað var við hann í gær. Hann kvartaði ekki undan afla- brögðum, sem hann sagði þokkaleg. Þeir byrjuðu vertíðina fyrir tíu dögum í Lónsdýpi og Hornafjarðar- dýpi, en humarinn þar var skelveikur og fór illa í veiðarfærunum. „Sunnanbátarnir hafa líka verið hérna síðustu daga,“ sagði Ingvaldur. „Það var ekki mikið að hafa vestar og svo er oft meiri fiskgengd þar á þess- um tíma og ef það er mikið af fiski með humrinum skapar það mismikil vandræði eftir því hvernig kvótinn er.“ Hann sagðist reyna að landa 50-60 körum af humri á Hornafirði á 2-3 daga fresti. Það hentaði vinnslunni vel, en meiri kraftur kæmist í hana yfir hásumarið. Hann sagði að tals- vert fengist af skötusel með humr- inum og í síðasta túr veiddust um 2,5 tonn af skötusel á móti rúmlega þremur tonnum af humri. Hann sagð- ist ekki merkja það sérstaklega að út- breiðsla skötusels væri að aukast. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vertíð Margar hendur vinna létt verk. Frá humarvinnslu í Þorlákshöfn. Humarvertíðin fór þokkalega af stað, en fyrstu bátar byrjuðu um miðjan apríl. Þá eru markaðir líf- legri en í fyrra og gefa vonir um betra verð. Því gæti verið gott að hafa geymt humar í sjónum. Hafrannsóknastofnun lagði í fyrrasumar til að heimilar yrðu veiðar á 2.200 tonnum af humri og var ákvörðun ráðherra um há- marksafla í samræmi við það. Í ástandsskýrslu Hafró segir svo m.a.: „Stærð humarstofnsins hefur verið vaxandi á undanförnum ár- um eftir mikla lægð í stofnstærð um miðjan tíunda áratuginn og má rekja stækkun stofnsins til góðrar nýliðunar áranna 1997- 2003 og hóflegrar sóknar í stofn- inn. Hafrannsóknastofnunin legg- ur sem fyrr til að aflinn miðist við kjörsókn.“ Síðustu ár hefur humaraflinn verið um tvö þúsund tonn. Í fyrra var hann 1.999 tonn, en kvótinn var þá einnig 2.200 tonn upp úr sjó. Mestur var humaraflinn 2700 tonn árið 1987 og frá 1984 til 1994 var hann flest árin vel yfir tvö þúsund tonnum. Minnstur var hann fiskveiðiárið 1996-97 eða 1200 tonn. STOFNINN VAXANDI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.