Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 6. M A Í 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
104. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
fylgir m
eð
Morgun
blaðinu
í dag
DAGLEGT LÍF»10
BRYNJA STENDUR
Á GÖMLUM MERG
MENNING27
SINFÓNÍAN EFNIR
AFTUR TIL VEISLU
6
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÍBÚAR í miðborginni eru að missa
þolinmæðina vegna ófremdarástands
sem myndast þar um helgar. „Þetta
vandræðaástand hefur bara verið
framlengt, ofbeldisglæpir verða harð-
ari þegar líður á nóttina, fyrir utan
auðvitað ónæðið fyrir íbúa og lækkun
á fasteignaverði. Þetta er að gera
suma íbúa snældubrjálaða,“ segir
Magnús Skúlason, formaður íbúa-
samtaka miðborgar Reykjavíkur.
Það sé alveg ljóst að afgreiðslutími
veitingastaða hafi verið til bölvunar.
Samtökin gagnrýna aðgerðarleysi
vegna ástands miðborgarinnar að
næturlagi um helgar í opnu bréfi til
borgarstjóra. Í bréfinu segir að sam-
þjöppun veitingastaða hafi haft í för
með sér „subbuskap, aukna glæpi og
drykkjulæti að ógleymdum hávaða
frá „tónlist“ veitingahúsanna þar sem
megináhersla er lögð á mikla bassa-
tóna.“
Rúmt ár er síðan samtökin kröfð-
ust þess að ástandið sem íbúar mið-
borgarinnar mega búa við yrði tekið
upp í borgarstjórn. Magnús vísar í
mat lögreglunnar á ástandinu í mið-
borginni í nóvember 2008, þar sem
fram kom að með því að dreifa
skemmtistöðum, færa þá úr íbúða-
byggð og stytta afgreiðslutíma mætti
draga úr afbrotum og ónæði.
Allir búi við frið á heimilum
Stefán Eiríksson lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins segir afstöðu
lögreglunnar ekki hafa breyst, of-
beldisbrot í borginni séu mikið til
bundin við skemmtanalífið og tryggja
eigi að borgarbúar geti búið við heim-
ilisfrið í öllum hverfum.
Hávaði um nætur er að
gera íbúa „snældubrjálaða“
GRIKKLAND stendur á „barmi hyl-
dýpisins“, sagði Carolos Papoulias,
forseti Grikklands, í gær eftir að tvær
konur og einn karl létu lífið þegar eld-
sprengju var varpað á banka í Aþenu.
Allsherjarverkfall var í gær og voru
haldnir fjöldafundir til að mótmæla
niðurskurði og skattahækkunum,
sem ætlað er að koma í veg fyrir
gjaldþrot Grikklands. Til harðra
átaka kom milli mótmælenda og lög-
reglu og hentu mótmælendur með
hettur á höfði bensínsprengjum í
verslanir og fyrirtæki.
„Enginn hefur rétt til að beita of-
beldi, að ekki sé talað um ofbeldi sem
leiðir til morðs,“ sagði Papandreou.
Grikkland stendur nú
„á barmi hyldýpisins“
Alelda Lögreglumaður dettur þeg-
ar hann fær í sig Molotov-kokkteil.
BÆJARINS bestu og Árbæjarsafnið voru viðkomustaðir nemenda í leik-
skólanum Sjálandi í Garðabæ sem fóru í útskriftarferð til Reykjavíkur í
gær. „Pylsuvagninn er vinsæll, að vera með klink og kaupa pylsur er nokk-
uð sem krakkarnir muna lengi eftir,“ sagði Ida Jensdóttir leikskólastjóri.
BÆJARINS BESTU Í ÚTSKRIFTARFERÐ
Morgunblaðið/Golli
Breski Íhaldsflokkurinn hafði
mest fylgi samkvæmt skoðanakönn-
unum, sem birtar voru í Bretlandi í
gær, en allt benti þó til að hann næði
ekki hreinum meirihluta í kosning-
unum í dag. Verkamannaflokkurinn
sótti í sig veðrið í gær og virðist ætla
að fá ívið meira fylgi en Frjálslyndir
demókratar. Allt að fjórir af hverj-
um tíu kjósendum hafa ekki gert
upp hug sinn. »15
Íhaldsflokkurinn leiðir en
nær tæplega meirihluta
Reuters
Keppinautarnir Andlit leiðtoganna
á bjórdælum á krá í London.
Samkvæmt
sameiginlegu
mati á umhverfis-
áhrifum vegna ál-
vers á Bakka við
Húsavík kemur
fram að talið sé
að 650-900 störf
gætu skapast í tengslum við fram-
kvæmdirnar, beint og óbeint. Um-
hverfismatið tekur til áhrifa þess að
reisa allt að 346 þúsund tonna álver.
Í Peningamálum Seðlabankans
kemur fram að frá miðju ári 2008
hafa um 28.000 störf tapast. Þar seg-
ir einnig að samdrátturinn hér á
landi verði meiri en víðast hvar ann-
ars staðar. »14 og Viðskipti
Framkvæmdir á Bakka
gætu skapað 650-900 störf
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli
reis hátt í gærkvöldi, fór í 8 kíló-
metra hæð og jafnvel í 10 km um
tíma. Vindáttir virðast hagstæðar
fyrir flugið, mökkurinn stefndi
vestur fyrir Bretlandseyjar og ekki
var útlit fyrir lokun valla. Þó gæti
þurft að breyta flugleiðum. » 4
Gosmökkurinn stígur hærra
Fulltrúar þýsku bankanna Bayern
Landesbank og Landesbank Baden-
Württemberg gengu af fundi ís-
lenska ríkisins með kröfuhöfum
Sparisjóðsins Byrs í London.
Viðskipti
Kröfuhafar gengu
fúlir af fundi
Alþjóðlegi áhættufjárfestirinn
Auro Investment Partners hefur
ákveðið að kaupa fjórðungshlut í ís-
lenska hátæknisprotafyrirtækinu
CLARA, fyrir eina milljón dollara.
Fjárfesting fyrir
milljón dollara
Fyrir ári skipaði borgarstjórn
stýrihóp sem átti að koma með
tillögur í miðborgarmálum.
Hópurinn mun skila borgarráði
upplýsingum fyrir kosningar en
hann hefur ekki ákvörð-
unarvald. Júlíus Vífill Ingvars-
son, formaður skipulagsráðs,
segir skoðanir veitingamanna
og íbúa mjög skiptar. | 2
Skilar upplýsingum