Morgunblaðið - 11.05.2010, Blaðsíða 10
HREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
10 Daglegt líf
Fjölmennur Ekki voru nema 5-10 að hlaupa saman fyrir 15 árum, en nú eru 50-60 manns í hlaupahópnum yfir sumartímann.
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Hlaupahópurinn á Sauð-árkróki á sér 15 ára sögu,þótt ekki hafi hann veriðfjölmennur í fyrstu. „Við
vorum nokkrir kleyfhugar sem hlup-
um reglulega á þessum tíma,“ segir
Árni og kveður ekki marga hafa
stundað hlaup á Króknum um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar. „Smám
saman smitaði þetta þó út frá sér til
maka og vinnufélaga.“ Frá 1995 hef-
ur hópurinn vaxið úr því að geyma 5-
10 félaga upp í núverandi fjölda.
Árni sjálfur hefur stundað hlaup
reglulega frá 1988 er hann hætti í fót-
boltanum. „Ég hef eiginlega aldrei
stoppað,“ segir hann.
Góður andi er í hlaupahópnum
og hafa sumir verið með frá upphafi.
„Það eru þó nokkrir sem hafa haldið
við mig tryggð og eiginlega líka þol-
inmæði.“
Hlupu bara milli ljósastaura
Í hlaupahópnum er að finna fólk
á öllum aldri og í misgóðu hlaupa-
formi. „Flestir af þeim sem eru að
hlaupa hvað lengst í dag hlupu bara á
milli ljósastaura fyrst í stað,“ segir
Árni og kveður gaman að fylgjast
með þeim framförum sem fólk tekur.
„Það er það sem heldur manni í
þessu.“ Elsti meðlimur hlaupahóps-
ins er á sjötugsaldri en þeir yngstu í
kringum tvítugt. Á hverju sumri bæt-
ast svo nýliðar í raðir hlauparanna.
Fjölbreytt úrval hlaupaleiða er
út úr Sauðárkróki og hleypur fólk frá
fimm og upp í 30 km leiðir. „Við höf-
um Molduxa, en svo heitir fjallið fyrir
ofan okkur og þar eru fínir kinda-
slóðar og manngerðar leiðir. Síðan
höfum við fjöruna, Hegranesið,
Tindastól og Reykjaströnd, auk þess
sem við höfum líka verið að hlaupa
gamlar þjóðleiðir hér í Skagafirð-
inum.“
Þó nokkur hluti hópsins hefur
hlaupið maraþon, bæði hér heima og
erlendis, og hafa m.a. farið hópar frá
Króknum og hlaupið í Barcelona,
Búdapest, Amsterdam og New York.
„Nokkrir úr hópnum stefna á
Berlínarmaraþonið í haust.“ Sauð-
krækingar virðast annars vera
óvenjuduglegir við að hlaupa mara-
þon. „Á Sauðárkróki eru um 30
manns sem hafa hlaupið maraþon,
sem er ríflega 1% bæjarbúa. Það
hugsa ég að sé einsdæmi,“ segir Árni
Yfir 1% íbúa hefur
hlaupið maraþon
Á Sauðárkróki hlaupa á milli 50 og 60 manns saman á sumrin undir stjórn
Árna Stefánssonar íþróttakennara í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki.
Áhugamenn um hjólreiðar verða ekki
sviknir af heimsókn á vefinn Hjól-
reiðafréttir eða cyclingnews.com. Á
þessum breska vef er nánast hægt að
finna allt milli himins og jarðar um
hjólreiðar, s.s. fréttir af úrslitum í
hjólreiðakeppnum, ráðgjöf um æfing-
ar, dóma um reiðhjól og reið-
hjólafatnað, myndbönd af keppnum
o.s.frv.
Efst á forsíðunni er hægt að velja á
milli fjögurra flokka: Götuhjólreiða,
fjallahjólreiða, hjólreiða á braut (sem
margir kannast við úr sjónvarpinu en
keppni fer oftast fram innandyra) og
loks Cyclo-cross. Síðastnefndi flokk-
urinn er lítt þekktur á Íslandi og í gær
fannst ekki greinargóð íslensk þýð-
ing á þessari keppnisgrein. Í stuttu
máli sagt þá fer keppni í Cyclo-cross
fram á einskonar þrautabraut og
þurfa keppendur m.a. að stíga af hjól-
um sínum og lyfta þeim yfir hindr-
anir. Undirlagið getur verið af ýmsu
tagi, s.s. skógarstígar, malbik, möl,
gras og svo framvegis.
Undir liðnum þrek eða „fitness“
má finna spurningar lesenda og svör
sérfræðinga við þeim. Hinn 14. apríl
spurði einn, að gefnu tilefni, hvort og
hvernig mætti komast hjá viðbeins-
broti við fall. Svarið er áhugavert.
www.cyclingnews.com
Detta Hægt er að draga úr líkum á viðbeinsbroti, sjá undir Q&A.
Allt um hjólreiðar og meira til
Keppni í Kópavogsþríþrautinni
hefst við Kópavogslaug á
sunnudag klukkan 9.30. Um er
að ræða svokallaða sprett-
þraut, þ.e. keppendur þurfa að
synda 400 metra, hjóla 10 km
og hlaupa 2,5 kílómetra. Þeir
sem hafa áhuga á að prófa þrí-
þraut í fyrsta skipti ættu að
hafa þessa keppni í huga, það
er nefnilega fleira þríþraut en
Járnkallinn.
Áhorfendum er bent á að
það gæti verið forvitnilegt að
fylgjast með keppendum á
skiptisvæðinu á Rútstúni þegar
þeir skipta úr sundfötum yfir í
hjólagallann. Þá eru oft læti.
Kópavogsþríþrautin á sunnudagsmorgun
Sprettþraut góð fyrir byrjendur
Morgunblaðið/Golli
Sprettur Miklu skiptir að vera fljótur að skipta.
Nánast er fullbókað í Útivistarskóla
Slysavarnafélagsins Landsbjargar í
sumar. Allt er fullt á byrjenda-
námskeiðum en nokkur pláss eru
laus á framhaldsnámskeið.
Brynjar Ásmundsson, einn af um-
sjónarmönnum Útivistarskólans, seg-
ir að langflestir nemendur starfi með
unglingadeildum björgunarsveit-
anna. Fyrir nokkru veitti Slysavarna-
deild kvenna í Reykjavík skólanum
myndarlegan styrk sem er notaður til
að greiða niður skólagjöld fyrir þá
unglinga sem starfa innan björg-
unarsveitanna. Með niðurgreiðslunni
kostar fimm daga námskeið á Gufu-
skálum á Snæfellsnesi aðeins 17.500
krónur. Í skólanum er m.a. kennd röt-
un og ferðamennska og nemendur fá
bæði að klifra upp kletta og síga nið-
ur.
Áhugasöm ungmenni
Fullbókað í úti-
vistarskólann
Viltu heyra meira?
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Agil hafa tæknilega sérstöðu umfram önnur heyrnartæki.
Í þeim er byltingarkennd örflaga með helmingi hraðari vinnslu
en áður hefur þekkst. Agil búa yfir nýrri kynslóð af þráðlausri
tækni sem gerir tveim heyrnartækjum kleift að vinna sem eitt og
hægt er að tengja þau þráðlaust við aðra hljóðgjafa. Agil er hægt
að fá í „mini“ útgáfu sem eru helmingi minni en hefðbundin bak
við eyra heyrnartæki og eru einföld og þægileg í notkun.
Að heyra vel í umhverfishávaða og klið reynist sumum
erfitt og margir heyrnartækjanotendur upplifa það að
þurfa að leggja við hlustir til að heyra betur. Agil eru
nýjustu heyrnartækin frá Oticon sem voru hönnuð með
það í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og
draga þannig úr hlustunarþreytu.
Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil
Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur!