Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 21

Morgunblaðið - 11.05.2010, Page 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010 ✝ SigurbjörgHjálmarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 2. apríl 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. maí sl. Foreldrar hennar voru Jóna Kristinsdóttir, ljós- móðir, f. 21. desem- ber 1895 í Árskógs- strandarhreppi, d. 27. október 1975, og Hjálmar Eiríksson verslunarmaður, f. 25. janúar 1900 í Vestmannaeyjum, d. 18. ágúst 1940. Systkini Sig- urbjargar eru: Eiríkur, f. 4. júlí 1924, d. 5. september 1971, Helga Ágústa, f. 2. júlí 1927, d. 7. júlí 2004, Anna, f. 16. desember 1929, Ása, f. 4. maí 1931 og Fríða Krist- björg, f. 4. febrúar 1935. Sigurbjörg giftist 7. október 1950 Viggó Einarssyni flugvirkja, f. 21. október 1928 í Reykjavík, d. 8. desember 2005. Foreldrar hans voru Magnea Sigurðardóttir, f. 11. júní 1905 á Hjalteyri, d. 25. mars 1989, og Einar Bjarnason, f. 4. apr- íl 1907 á Þingeyri, d. 3. nóvember 1990. Börn þeirra eru: 1) Hjálmar, f. 8. desember 1950, maki Ragn- heiður Hermannsdóttir, f. 17. júní 1938. Börn hennar eru: a) Guðrún Geirsdóttir, f. 22. nóvember 1957, maki Hannes Ólafsson, f. 16. maí 1951, b) Ragnar Torfi Geirsson, f. 14. júní 1960, maki Halla Jóhanns- dóttir, f. 29. júní 1962, c) Ásgeir Magnús Ólafsson, f. 7. nóvember 1965, maki Friðrikka Auð- unsdóttir, f. 24. des- ember 1968, d) Hild- ur Ágústa Ólafsdóttir, f. 30. apr- íl 1968, maki Magnús Helgason, f. 17. des- ember 1967. 2) Magn- ea, f. 9. febrúar 1952, maki Kenneth Morg- an, f. 20. mars 1944. 3) Erna Margrét, f. 27. september 1957, maki Kristján Þ. Guð- mundsson, f. 13. júní 1952. Synir hennar og Jóns Ásgeirs Hreinssonar eru: a) Viggó Örn, f. 10. janúar 1976, maki Selma Haf- liðadóttir, f. 6. mars 1977, en börn þeirra eru Erna Ingibjörg, f. 3. mars 2005, og Styrmir, f. 6. ágúst 2008, b) Björn Elíeser, f. 29. desem- ber 1982. Sonur Kristjáns er Davíð Rafn, f. 1. apríl 1982. 4) Helen, f. 19. ágúst 1963, maki Þórarinn Þór- arinsson, f. 29. september 1967. Börn þeirra eru: a) Kristjana Björg, f. 11. febrúar 1990, og b) Hjálmar, f. 7. desember 1991. Sigurbjörg fæddist og ólst upp í Vestmannaeyjum. Veturinn 1946– 1947 stundaði hún nám í hús- mæðraskóla í Svíþjóð. Árið 1948 flutti hún til Reykjavíkur og vann þar fyrst sem talsímakona, en síðar sem ritari á sængurkvennagangi á Landspítalanum í 30 ár. Sigurbjörg og Viggó bjuggu lengst af í Hvassaleiti 14, en síðustu árin í Gullsmára 8, Kópavogi. Útför Sigurbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 11. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Ég kynntist Sigurbjörgu (Lillu), tengdamóður minni, fyrir um 14 árum þegar ég og dóttir hennar fórum að rugla saman reytum. Þegar ég kynnist konu minni var hún búin að ákveða ferð til Am- eríku að heimsækja systur sína, ásamt foreldrum sínum, og var mér boðið að koma með. Þar kynntist ég tengdamóður og tengdaföður mínum, Viggó, vel. Ut- anlandsferðirnar urðu nokkrar eft- ir það og sú síðasta með Lillu var til Flórida 2006 en þá var Viggó fallinn frá. Innanlands fórum við einnig mikið og koma þá sumarbú- staðaferðir upp í hugann en það er mikið áhugamál innan fjölskyld- unnar. Hún hafði mjög rólegt yfirbragð og var það afar róandi að koma í heimsókn til þeirra hjóna í Hvassa- leitið og fá sér kaffibolla. Þau bjuggu á 4. hæð í fjölbýlishúsi án lyftu. Ég minnist þess að þá fann ég fyrir því hversu lítið þol ég hafði þar sem hún þaut upp stigana og ég reyndi eftir mætti að halda í við hana. Ekki er hægt að skilja við Hvassaleitið án þess að minnast á lundaveislurnar þeirra hjóna. Lilla var ættuð frá Vestmannaeyjum og var því lundinn stór þáttur í lífi hennar eins og allra Vestmanna- eyinga. Reyktur og nýr lundi voru á borðum ásamt öllu því meðlæti, (sérstaklega sósan) sem gerir þetta að stórkostlegri veislu. Var það ætíð tilhlökkunarefni að fjölskyld- an hittist og gæddi sér á gómsæt- um lunda að hætti Lillu. Hér læt ég staðar numið og kveð tengdamóður mína með söknuði. Hvíl í friði. Kristján Þ. Guðmundsson. Þegar ég var yngri fannst mér stórfurðulegt að til væri fólk sem stressaði sig ósköpin öll yfir því að jólamáltíðin væri tilbúin á slaginu sex. Ég var vanur því að mæta heim til ömmu og afa í jólamatinn klukkan að verða sjö og sjá þá ömmu hlaupandi um á sokkabux- unum að vinna eitthvað í tartalett- unum. Maturinn var borinn fram þegar hann var til og ekki nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af því hvað tímanum leið. Sumt fólk gerir annað fólk betra með nærveru sinni. Hún amma mín var hlý og skemmtileg kona sem talaði ekki illa um aðra. Það var spaugað – stundum dálítið þurrlega – með leti afa. Stjórnmálamenn, einkum framsóknarmenn, voru jólasveinar eða kjánar. Ljótari orð voru ekki notuð. Hún gat verið fyndin og bjó yfir rósemi sem gerði Hvassaleitið að værum griðarstað. Árum saman var það mér eins og annað heimili og þar var gott að vera. Ég gekk með lykil um hálsinn, hélt þar barnaafmæli og bekkjarpartý. Ein- hvern tímann var unglingurinn færður heim í lögreglufylgd eftir skrall um hánótt og þá beið gamla konan á stigapallinum, rósemdin ein. „Viggó minn. Varstu að detta í það?“ Síðan var búið um sófann og málið ekki rætt frekar. Ég borðaði kvöldmat oftar þar en á nokkru heimili sem ég átti. Í mörg ár var það fasti punkturinn í lífinu. Ég sakna þess alltaf. Maður kynntist ekki ömmu minni í margmenni. Hún var lítið fyrir að tala umkringd fólki. Það var við eldhúsborðið yfir kapli sem hún hafði gaman að spjalla. Kannski leiddist henni kurteisis- hjal og nennti ekki að taka þátt í því. Hún lúrði á skoðunum sínum og gaf þær ekkert uppi við hvern sem er enda birtist umburðarlynd- ið stundum í lúmskt pönkuðum við- horfum á lífinu og tilverunni. Hún bjó yfir öfundsverðri skynsemi sem ég gat aðeins reynt að herma eftir. Ég mun alltaf minnast ömmu Lillu þannig. Í eldhúskróknum að drekka þunnt kaffi með spilin í hendinni. Hlaupandi upp og niður stigana á fjórðu hæðinni á leið í þvottahúsið eða frystikistuna. Að lesa blöðin, hlustandi á barnabarn- ið segja sögur úr skólanum. Of spennt til að fylgjast með hand- boltaleik þannig að hún vaskaði upp í staðinn. Ennþá að hafa sig til þó afi sé búinn að vera úti í bíl í korter. Merkilegt hvað hversdag- legir hlutir verða dýrmætir þegar tíminn líður. Alzheimer er grimmur og kveðjustundin hefur verið löng og erfið. Ég sé mikið eftir þeim árum sem sjúkdómurinn tók og tímanum sem við fengum ekki saman. Börn- in hefðu haft gott af því að kynnast þér betur. Vertu sæl, mín kæra. Ég bið að heilsa nafna mínum. Viggó Örn Jónsson. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. (Jóna Rúna Kvaran) Sigurbjörg Hjálmarsdóttir hefur fengið hvíld frá lífsins þrautum eins og segir í ljóðinu hér að ofan, vissulega er lífsganga okkar mann- anna misjöfn og undarlegt ferða- lag, sem hófst í Vestmannaeyjum í Sigurbjargar tilfelli. Þessi granna og lipra kona bjó í sambýlinu Gullsmára 11 um tíma en þar lágu leiðir okkar saman, hlutverk mitt var að annast um íbúa sambýlisins. Sigurbjörg var kát og glaðlynd manneskja, meðfærileg, ekki fyrir láta hafa of mikið fyrir sér, létt á fæti en umfram allt var nauðsyn- legt að líta vel út og vera snyrtileg og smart, var vandvirk og nostraði við það sem um hendur hennar fór, þar sem minni hennar var orðið gloppótt ef þannig má að orði kom- ast og hún einmitt þess vegna heimiliskona í sambýlinu, þá sagði hún mér oft frá löngu liðnum tíma er hún ólst upp í Eyjum þar sem móðir hennar var ljósmóðir, lagði áherslu á það sem þeim börnunum var uppálagt að vanda til allra verka, klárt væri þá um góðan vitnisburð, þeirri lexíu gleymdi hún ekki. Móðir hennar var henni afar kær eins og reyndar allt hennar fólk. Viggó var maðurinn í hennar lífi og hafði á orði þegar hún sýndi mér mynd af honum, „hann var góður maður“, en það var einmitt það sem ég vissi, hann hafði verið viðskiptavinur í banka sem ég starfaði hjá og aukinn heldur hafði föðurbróðir minn gefið honum góð orð sem yfirmanni sínum. Þau hjónin höfðu tækifæri á að ferðast saman um heiminn m.a. heimsótt Magneu dóttur sína til Ameríku. Það var einstaklega gaman að verða vitni að umhyggjusemi barna Sigurbjargar í garð móður sinnar sem voru vakin og sofin yfir vel- ferð hennar í þeim fjötrum sem Alzheimersjúkdómurinn er, þegar þau komu öll sunnudagskvöld eitt sem reyndist vera síðasta kvöldið mitt með Sigurbjörgu. Eins og venjulega sat ég hjá henni meðan hún háttaði og bjó sig til svefns, þá spjallaði hún við mig og handlék brúðkaupsmynd af þeim hjónum sagði og benti á Viggó „þetta er pabbi, hefurðu séð myndina áður, finnst þér hún ekki falleg? Hann var góður maður“. Þarna fannst mér reyndar eins og hún væri að taka mér sem einni af sínum börn- um og var glöð með, svo strauk hún iljarnar áður en hún lagðist í rúmið, sagði svo: „Ég hefði aldrei trúað þessu, þetta hefur verið gott líf, ég er bara alveg hissa“, þarna var Sigur- björg ekki einungis að vitna í lífs- göngu sína heldur var hún þarna að tjá þá staðreynd sem hún furð- aði sig á að gott hefði verið þrátt fyrir allt að lifa og búa í sambýlinu Gullsmára. Þarna fann hún á sér að einhverjar breytingar voru að eiga sér stað. Tveimur dögum síðar flutti hún í Sunnulíð. Nú hefur hún lagt augun aftur í hinsta sinn. Ég skrifa eins og ég sagði kvöldið góða, Guð geymi þig, engillinn minn. Blessuð sé minning Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFUR EMILSSON, Heiðarbóli 2, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, miðvikudaginn 28. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey fimmtudaginn 6. maí. Fjölskyldan þakkar innilega auðsýnda samúð og sendir sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun og hlýhug. Sigríður Júlíusdóttir, Heiðar Gíslason, Stefanía Víglundsdóttir, Fríða Kristín Heiðarsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR rithöfundur, Eyktarási 12, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstu- daginn 7. maí. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Gunnar Ásgeirsson, Ásgeir Gunnarsson, Hugrún Rós Hauksdóttir, Björn Sigurður Gunnarsson, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGI EINARSSON, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Karen Karlsdóttir, Viðar Ingason, Dagur Freyr Ingason, Karl B. Örvarsson, Grétar Örvarsson, tengdadætur og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GESTSSON, Heiðarbæ 13, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 12. maí kl. 13.00. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Lýður Skúli Erlendsson, Torfi Gunnarsson, Grímur Gunnarsson og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK KARL AÐALSTEINSSON, Lindargötu 9, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði miðvikudaginn 5. maí, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 13. maí, upp- stigningardag, kl. 15.00. Jón Aðalsteinn Hinriksson, Anna Viðarsdóttir, Auður Helena Hinriksdóttir, Hinrik Karl Hinriksson, Bylgja Rúna Aradóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.