Morgunblaðið - 11.05.2010, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝ Jónína Sísí Ben-der fæddist í
Reykjavík hinn 15.
júlí árið 1935. Hún
lést á Borgarspít-
alanum hinn 29. apríl
2010.
Sísí var dóttir
Ragnhildar Jón-
asdóttur (síðar
Ragnhildur Rodahl
Nielsen), f. 23. nóv-
ember 1913, d. 19.
mars 1980, hús-
móður, og Róberts
Benders bryta, f. 9.
júlí 1909, d. 29. janúar 1940. Móð-
ir Sísíar fluttist til Kaup-
mannahafnar. Hálfsystkini Sísíar
eru Bjarni Bender, f. 14. apríl
1937 (samfeðra), Bruno Rodahl og
Sonja Rodahl (sammæðra). Sísí
ólst upp hjá móðurömmu sinni
Margréti Þorsteinsdóttur, f. 21.
apríl 1874, d. 15. mars 1965. Einn-
ig ólst Sísí upp undir vernd-
arvæng móðurbróður síns, Ketils
Hlíðdals Jónassonar, f. 4. júlí
1918, d. 5. desember 1997, og síð-
ar konu hans Margrétar Ingunnar
Ólafsdóttur, kölluð Unna, f. 16.
ágúst 1923.
Sísí giftist Ottó Laugdal árið
1953. Þau skildu. Dóttir þeirra er
Erna Margrét Laugdal, f. 1. apríl
þeirra eru a) Haraldur Gunnar, f.
26. september 1981. Sonur hans er
Benoný, f. 21. júní 2005, b) Anna
Margrét, f. 7. mars 1986. Sonur
hennar er Egill Flóki Elvarsson, f.
5. nóvember 2006. 2) Róbert Hilm-
ar Níels, f. 5. október 1959, pró-
fessor við HÍ. Róbert er kvæntur
Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, dokt-
orsnema við menntavísindasvið, f.
22. maí 1971. Börn þeirra eru a)
Ragnhildur, f. 1. júlí 1994, b) Kol-
brún Brynja, f. 8. júní 1997, og c)
Páll Kári, f. 15. apríl 2001. Fyrir
átti Kolbrún dæturnar Sunnu Ösp,
f. 16. september 1986, og Sóleyju
Auði, f. 10. september 1991. 3)
Jakob Þór, f. 14. nóvember 1962,
ferðamálafræðingur. Sonur hans
er Birgir Sveinn, f. 6. apríl 1991.
Sísí ólst upp í Reykjavík og
Hveragerði. Einnig dvaldi hún
reglulega hjá móður sinni í Kaup-
mannahöfn og stundaði m.a. nám í
húsmæðraskóla þar um hríð. Sísí
varð gagnfræðingur frá Skóga-
skóla árið 1951. Eftir útskriftina
frá Skógaskóla starfaði hún við
afgreiðslustörf í Reykjavík. Sísí
var afar listræn kona og málaði
margar vatnslitamyndir um dag-
ana og nokkrar olíumyndir.
Nokkrar sýningar hélt hún á
verkum sínum. Á efri árum bjó
Sísí á Skúlagötu 78, en síðasta ár-
ið bjó hún í þjónustuíbúð á Norð-
urbrún 1.
Útför Sísíar fór fram í kyrrþey
5. maí 2010.
1954, sem starfað
hefur að umönnun
geðsjúkra og aldr-
aðra. Erna var í sam-
búð með Guðmari
Weihe Stefánssyni, f.
8. október 1952. Þau
slitu samvistir. Dótt-
ir þeirra er Vigdís
Sísí Guðmarsdóttir,
f. 14. ágúst 1972.
Börn hennar eru Na-
talía Björnsdóttir, f.
29. janúar 1993, og
Kaja Gunnarsdóttir,
f. 12. febrúar 2002.
Erna var í sambúð með Ólafi Stef-
áni Þórarinssyni, f. 17. febrúar
1950. Þau slitu samvistir. Þeirra
börn eru a) Guðrún Birna, f. 13.
mars 1976. Sonur hennar er Goði
Hrafn Guðlaugsson Falk, f. 27.
desember 1994, b) Björn Sigmund-
ur, f. 19. september 1983. Dóttir
hans er Anja Sæberg, f. 21. nóv-
ember 2006.
Sísí stofnaði heimili árið 1957
ásamt Haraldi Gunnari Níels Jak-
obssyni, f. 9. júní 1934, d. 16.
ágúst 1975. Sísí og Haraldur eign-
uðust þrjú börn: 1) María, f. 2.
september 1958, skrifstofustjóri í
Reykjavík. Sambýlismaður hennar
var Óskar Hansson, f. 9. janúar
1955. Þau slitu samvistir. Börn
Mikið var ég lánsöm að vera
dóttir Jónínu Sísí Bender. Ég gat
ekki valið mér betri móður. Það
voru forréttindi að sigla með henni
í gegnum lífið. Stundum voru öld-
urnar svo háar að mig óaði við.
Með sameiginlegu átaki rerum við
í gegnum öldurnar. Sáum báðar til
lands og náðum landi. Alltaf.
Mamma var slík persóna að allir
sem kynntust henni elskuðu hana.
Hún dró að sér fólk úr öllum átt-
um. Gerði létt grín að „snobbur-
um“ og lét sér annt um fólk með
gott hjartalag. Tók þessari jarðvist
passlega kæruleysislega og sá í
gegnum gervimennskuna. Mottóið
hjá henni var: „Það er allur gang-
ur á þessu.“ Kannski segir það
ekki mikið fyrir fræðimenn og
lærimeistara, en segir allt um
hana.
Hún var kona sem ég bar hvað
mesta virðingu fyrir, jafnframt því
sem ég þurfti að passa hana eins
og lítið viðkvæmt blóm.
Far í friði, elsku besta mamma
mín.
Erna Margrét Ottósdóttir
Laugdal.
Elsku mamma mín er dáin. Ég
hugsa oft um það hvað var eig-
inlega lagt á þig í þessari jarðvist.
Ég hef aldrei kynnst betri mann-
eskju en þér. Þú varst laus við ver-
aldlegan metnað, sækjast eftir ein-
hverju fyrir þig sjálfa var ekki til
og í raun má segja að þú hafir tek-
ið auðmjúk á móti því sem lífið
færði þér.
Ég sem barn var send í burtu
frá þér eins og öll þín börn vegna
veikinda þinna. Þetta valdir þú þér
ekki sjálf. Þetta hlýtur að hafa
verið þér afskaplega erfitt en þú
náðir að loka á tilfinningar þínar
til að lifa það af. Það sama gerði
ég sem barn. Það tók mig áratugi
að fyrirgefa en það sem situr eftir
er sú staðreynd að aldrei gafst þú
upp á mér. Aldrei, aldrei.
Ég man þegar ég var unglingur
í Skógaskóla og yfir allan veturinn
bað ég fósturföður minn um 500
krónur. Hann neitaði. Ég sendi
þér þá bréf og bað þig um þetta.
Hvað gerðir þú, bláfátæk mann-
eskjan, sem áttir ekki krónu? Þú
fórst í félagsvist með það í huga að
vinna, sem og þú gerðir, og fékkst
500 krónur í verðlaun. Þú sendir
mér það daginn eftir í pósti. Allar
mínar vinkonur sem þekktu þig
elskuðu þig og Stína vinkona og
Halldóra Ólafsdóttir reyndust þér
ómetanlega vel og þakka ég þeim
fyrir.
Það er þó huggun harmi gegn að
þú áttir dásamlega barnæsku og
unglingsár og farið var með þig
eins og prinsessu. Þú hafðir að-
dáun allra sem á þig litu og til þín
þekktu. En ekkert af þessu steig
þér til höfuðs. Þú hafðir þann eig-
inleika að vera ekki að hreykja þér
upp við eitt eða neitt. Frægasta
orðatiltækið hjá þér var: „Já, það
er allur gangur á þessu.“
Þegar ég strauk til ykkar sem
unglingur þá settir þú aldrei út á
mig. Þú tókst á móti öllu og lést
eins og ekkert væri að.
Ég vil að þú vitir mamma að ég
elskaði þig alltaf þrátt fyrir að
hafa ekki getað sagt það við þig í
orðum fyrr en þú varst orðin með-
vitundarlaus.
Ég veit að pabbi tekur vel á
móti þér, maðurinn í lífi þínu, sem
lést um aldur fram aðeins 41 árs
gamall.
Ég kveð þig, mamma mín, með
þá ósk heitasta að Guð muni leyfa
þér í næsta lífi að eiga og fá betra
líf.
Þín dóttir,
María Haraldsdóttir.
Elsku Sísí mín! Ég trúi varla að
þú sért farin á undan mér. Þú
svona miklu yngri en ég.
Líf okkar er oftast óútreiknan-
legt og ekki alltaf sanngjarnt.
Er ég sá þig fyrst norður á
Hvammstanga varstu aðeins sjö
ára gömul hnáta. Þú varst alveg
einstaklega hress og skemmtilegur
krakki, alin upp af ömmu þinni
henni Margréti. Og þar sem ég var
þá trúlofuð honum Katli, syni
hennar, fékk hann mig til að vera
hjá ykkur í nokkra mánuði, meðan
hann sótti vinnu til Reykjavíkur.
Síðan þá hafa leiðir okkar legið
saman meira og minna. Það kom
snemma í ljós að þú hafðir mjög
sterkan persónuleika. Það var
gaman að umgangast þig, þú hafð-
ir góðan húmor og varst mjög list-
ræn. Enda kom það vel í ljós síðar
er þú fórst að mála. Penslar og
vatnslitir léku í höndunum á þér,
enda tók það hug þinn allan á
tímabili.
Á unglingsárunum fórstu í
Skógaskóla og sóttir þér menntun
þar.
Mér er minnisstæð fermingar-
veisla þín er haldin var í Iðnó. Það
var mikil gleði þar. Þá var alltaf
gaman að sauma föt á þig á ung-
lingsárunum, enda alltaf svo
ánægð með að klæðast þeim.
Er þú fluttir svo til Reykjavíkur
eftir dvöl með Margréti ömmu
þinni í Hveragerði varstu ávallt
nærri okkar fjölskyldu. Mér eru
minnisstæð búskaparárin þín með
Ottó Laugdal á Laugateignum rétt
hjá okkur og fæðing dóttur þinnar
Ernu, sem kom í heiminn 1954.
Síðar hófstu búskap með Har-
aldi, rétt eftir að við fluttum á
Kleppsveginn. Þá fæddist María
1958 og Róbert árið eftir. Árið
1962 fæddist svo Jakob Þór. Þessi
dugnaðarbörn þín syrgja þig í dag.
Hugur minn er hjá ykkur elsku
börn og ykkar fjölskyldum.
Ég veit að þér þótti mjög vænt
um hana ömmu þína, sem ól þig
upp sem eigin dóttur. Sama má
segja um hann Ketil, eiginmann
minn, sem fylgdist með þér gegn-
um árin. Þótt oft hafi árin orðið
stormasöm hjá þér, elsku Sísí mín,
þá skilur þú eftir góðar miningar
hjá mér og litla galsafulla hnátan,
sem mætti mér norður í Húna-
vatnssýslu um árið, verður mér og
minni fjölskyldu ávallt minnsstæð.
Margrét Ingunn (Unna) og
fjölskylda.
Mig langar í örfáum orðum að
kveðja þig, Sísí mín, og þykir mér
það leitt að geta ekki verið við
jarðarförina þína þar sem ég bý í
Þýskalandi.
Þú varst mér svo góð þegar ég
var barn og unglingur. Alltaf baðst
þú um að hitta mig til að vera hjá
ykkur þegar þið komuð í heim-
sókn. Þegar við vorum að strjúka
til Reykjavíkur þegar við vorum
unglingar vildi ég alltaf koma með
Maríu og Róbert heim til þín því
þú tókst alltaf svo vel á móti okk-
ur. Alltaf spurðir þú hvort við vær-
um svöng og fórst að útbúa eitt-
hvað gott handa okkur, aldrei
skammaðir þú okkur þrátt fyrir öll
uppátækin sem voru mörg og sum
hver hræðileg. Þú þóttist ekkert
sjá það og bara studdir okkur á
allan hátt og reyndir að gera okk-
ur til geðs alla tíð. Edda (Erna)
dóttir þín var svo lík þér í því að
hún vafði örmum sínum utan um
okkur líka og var einstaklega góð
við okkur og þangað strukum við
oft líka.
Þú varst falleg kona. Haraldur
heitinn, maðurinn þinn, var öðru-
vísi og skapstór, en hann var þann-
ig að fólk flykktist á Hverfisgötuna
til þess að hlusta á hann tala og
segja frá því hann var svo
skemmtilegur.
Mér er svo minnisstætt þegar
ég, María og Róbert strukum einu
sinni í bæinn á sunnudagskvöldi og
komum á Hverfisgötuna. Þá sagðir
þú við okkur: Krakkar mínir, eigið
þið ekki að fara að vinna á morg-
un? Þá segir Róbert: Mamma viltu
kannski að við strjúkum næst á
föstudagskvöldi? Haraldur og ég
fórum að hlæja og ætluðum aldrei
að geta hætt. Þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu og allar minn-
ingar mínar um þig eru góðar. Þú
varst manneskja með gullhjarta.
Við vorum alltaf að láta ykkur for-
eldrana finna fyrir því. Pabbi minn
er eins góð manneskja og þú varst
og þið tókuð okkur bara einfald-
lega eins og við vorum, með kær-
leika. Enda töluðum við oft um það
hvað þið voruð lík, þú og pabbi
minn.
En María, þrátt fyrir að geta
ekki sagt það við þig, Sísí mín, þá
þótti henni mjög vænt um þig og
lét verkin tala, hún lét senda þér
mat 2-3 sinnum í viku í fleiri ár og
alltaf varst þú hjá henni á jólum.
Ég veit það að heimurinn væri
góður ef allir væru eins og þú
varst. Hvíl í friði, Sísí mín.
Elsku María, Edda (Erna) og
Róbert, ég votta ykkur samúð
mína og öllum öðrum sem þótti
vænt um Sísí.
Elvar Jakobsson.
Elskuleg tengdamóðir mín
kvaddi jarðneska tilvist aðfaranótt
fimmtudagsins 29. apríl eftir
skammvinn veikindi. Ég kynntist
Sísí fyrir um 17 árum þegar ég hóf
sambúð með Róberti syni hennar.
Sísí var einstök manneskja og
reyndist mér vel. Við töluðumst oft
við í síma og síðustu árin gerði ég
mér far um að líta oftar til hennar.
Hún var óspör á hrós og mór-
alskan stuðning þegar hún fann að
þörf var á enda var Sísí ákaflega
næm á líðan fólks. Hún hafði gam-
an af því að heyra um barnabörnin
sín, og fylgdist úr fjarlægð með
hverjum og einum. Sísí átti auðvelt
með að skilja breyskleika manna
og var ekki dómhörð. Því var ekki
að undra að Sísí átti marga góða
vini sem reyndust henni vel.
Sísí þótti sérstaklega glæsileg
ung kona en hún var jafnframt við-
kvæm sál. Hún var afar listræn og
málaði margar vatnslitamyndir um
dagana og nokkrar olíumyndir,
sérstaklega eftir að börnin voru
orðin stálpuð. Hún var með ein-
dæmum skilvís kona og mátti ekki
til þess hugsa að eiga útistandandi
skuldir. Hún var afskaplega þurf-
tasmá og nægjusöm. Féllu jarð-
nesk verðmæti henni í skaut
reyndi hún óðara að koma þeim til
einhvers sem hún taldi að hefði
meiri þörf fyrir þau. Það gat því
reynst erfið þraut að gefa Sísí
gjafir sem hún hélt eftir handa
sjálfri sér.
Líf Sísíar var ekki dans á rósum
og hún fékk snemma að kynnast
harðari hliðum tilverunnar. Á full-
orðinsárum glímdi hún við andleg
veikindi og erfiðar fjölskylduað-
stæður. Sísí bugaðist þó aldrei en
hélt lífsgleði sinni og æðruleysi til
síðasta dags. Hún var greind kona
og næm, og mikill húmoristi. Við
hlógum oft báðar að dyntum hvor
annarrar, ég mun sakna þess.
Sísí var heittrúuð kona og bað
daglega fyrir ættingjum sínum og
vinum. Hennar nánustu munu
sakna þess að fá ekki upphring-
ingu frá Sísí með heitum um fyr-
irbænir þegar þeir leggjast í lang-
ferðir. Sjálf var Sísí ekki víðförul
kona. Hún naut þess að vera heima
hjá sér þar sem hún hafði fulla
stjórn á aðstæðum sínum og ekk-
ert kom á óvart. Sísí er nú komin í
öruggar hendur Guðs.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir.
Ein mín mesta gæfa á lífsleið-
inni er að hafa kynnst konunni
minni – perlunni henni Ernu Mar-
gréti – og síðast en ekki síst sams-
konar perlu – hennar elskulegu
móður Jónínu Sísí Bender sem nú
hefur kvatt okkur fyrir fullt og
allt.
Sísí var glæsilegur ættarhöfð-
ingi. Allt í senn: Góðhjörtuð, gef-
andi, glaðlynd, örlát og með þenn-
an líka hárfína danska eðalhúmor
frá föðurhúsum í Kaupmannahöfn.
Hin dönsku gen Sísíar hafa mér
ávallt fundist vera hennar aðals-
merki. Enda var alltaf afar
skemmtilegt að koma í heimsókn
til höfðingjans. Þar áttum við Erna
sannarlega margar eftirminnanleg-
ar stundir í góðum faðmi.
Annað aðalsmerki Sísíar var
þessi aðsópsmikli tíguleiki og reisn
sem hún hlaut í vöggugjöf frá Ró-
bert Bender. Þetta kalla ég gjarn-
an „Bender-genin“ því fólkið í
Bender-ættinni er gjarnan reisu-
legt og hefur höfðinglegt fas. Enda
var Sísi sjálf á yngri árum eins og
draumadís úr kvikmyndaverum
Hollywood frá rómantíska tíma-
bilinu 1940-60. Hún fékk ríkulegan
kvenleika í arf. Flest önnur blóm
beinlínis fölnuðu við hlið Sísíar á
þessum gullaldarárum hennar.
Ósk Sísí um að börnin hennar
fjögur myndu standa sig vel í lífs-
baráttunni rættist með glæsibrag.
Þau Erna Margrét, Róbert Níels,
María og Jakob Þór hafa öll hafa
öll staðið undir væntingum móður
sinnar og hún má kveðja þessa
jarðvist stolt af svo duglegum,
heiðarlegum, hjartahreinum og
skynsömum afkomendum. Þá er
yngsti sprotinn af ættmeiði Sísíar
ekki síðri en þau ömmubörnin eru
níu talsins og langömmubörnin sex
– öll sé ég að eru með kompásinn í
lífsins ólgusjó á réttri stefnu.
Þessum fátæklegu minningar-
orðum vil ég ljúka með vísukorni
úr hinu góðkunna þjóðlagi um
Vatnsenda-Rósu:
Augun mín og augun þín
ó þá fögru steina
mitt er þitt og þitt er mitt
þú veist hvað ég meina.
Í ljúfri og fallegri minningu um
hana Sísí kveð ég hina góðu konu
með virðingu og söknuði og skal
svo örugglega – Sísí mín – gæta
okkar góðu Ernu Margrétar vel og
vandlega. Hafðu ekki áhyggjur af
því.
Gunnar Þorsteinsson.
Jónína Sísí Bender