Morgunblaðið - 11.05.2010, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 2010
✝ Magnea HuldaKristjánsdóttir
fæddist í Suðurkoti á
Vatnsleysuströnd 24.
janúar 1925. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Garðv-
angi í Garði 26. apríl
síðastliðinn.
Magnea var dóttir
hjónanna Þórdísar
Símonardóttur hús-
móður, f. 23. sept-
ember 1894, d. 23.
mars 1991 og Krist-
jáns Hannessonar, f.
10. júní 1882, d. 10. nóvember 1961.
Systkini Magneu eru : 1) Inga f. 8.
janúar 1913, d. 7. júlí 1994. 2) Guð-
mundur f. 26. júlí 1914, d. 30. júlí
1983. 3) Símon f. 18. september
1916. 4) Hannes f. 26. júlí 1919, d.
21. júní 2000. 5) Sigríður f. 18. októ-
ber 1921. 6) Grétar f. 6. maí 1926, d.
5. mars 1946. 7) Hrefna f. 8. febrúar
1934.
Magnea giftist Emil Kristjáns-
syni f. 26. júlí 1930, í ágúst 1955.
Börn þeirra eru 1) Margrét Hrönn
f. 11. maí 1954, gift Elíasi Jóhanns-
syni f. 26. júlí 1953, börn þeirra eru
eiga soninn Simon. c) Kevin Magn-
us, sambýliskona hans er Tina Som-
merland og eiga þau soninn Bob
Edvard. Sambýlismaður Guðríðar
er Per-Olov Nyquist.
Magnea ólst upp á Vatnsleysu-
strönd í stórum systkinahópi. For-
eldrar hennar voru léttir í lund og
mikið var sungið á heimilinu.
Magnea var í kirkjukór Kálfatjarn-
arkirkju á sínum tíma og hafði allt-
af sterkar taugar til kirkjunnar.
Þegar hún hafði aldur til þá fór hún
í vist til Ingu systur sinnar í Kefla-
vík og undi hag sínum vel. Um tíma
var hún kokkur á bát sem gerði út
frá Austurlandi. Hún var mikil
saumakona og vann á saumastofu
varnarliðsins þar til hún gerðist
húsmóðir. Hún var úrræðagóð og
veigraði sér ekki við að sníða og
sauma kápu eða kjól þótt sniðin
vantaði, nóg var að sjá mynd og þá
var hafist handa.
Magnea og Emil hófu sinn bú-
skap að Hvoli í Vogum en fluttu síð-
an til Keflavíkur 1957 og hafa búið
þar síðan, fyrst að Hátúni 16 og síð-
an að Kirkjuvegi 1.
Útför Magneu var gerð frá Kálfa-
tjarnarkirkju í kyrrþey.
a) Hildur Guðrún,
sambýlismaður henn-
ar er Arnar Berg-
þórsson, börn þeirra,
Benedikt Orri og Eva
Bryndís. b) Jóhann
Emil, kvæntur Sig-
rúnu Haraldsdóttur,
dætur þeirra Hafdís
Sól og Elma Hrönn. c)
Bjarki Már. d) Rut. 2)
Hafsteinn f. 9. maí
1955, kvæntur Helenu
Hjálmtýsdóttur f. 17.
júní 1957. Börn þeirra
eru a) Emil Hjálmtýr,
sambýliskona hans er Anna María
Jónsdóttir og eiga þau soninn Haf-
stein. b) Þórdís María gift Guð-
mundi Þórissyni og eiga þau soninn
Þóri. Magnea átti fyrir dótturina 3)
Guðríði Sjöfn Hreiðarsdóttur f. 30.
september 1949. Faðir hennar var
Hreiðar Jónsson Levý f. 12. janúar
1928, d. 14.apríl 1991. Guðríður var
gift Arto K. Teppanainen, þau slitu
samvistir. Börn þeirra eru: a) Helen
Marian, gift Fredrik Johanson og
eiga þau synina Ludvig og Lukas.
b) Jerry Carlos var kvæntur Lindu
Wiberg, þau slitu samvistir , þau
Elsku mamma, ekki grunaði mig
þegar ég sat hjá þér síðastliðið
sunnudagskvöld að þetta væri mín
síðasta stund með þér. Við spjöll-
uðum um drauma þína og eftir á að
hyggja þá er engu líkara en að þú
hafir vitað að þinni stund á þessu
jarðríki væri að ljúka.
Margs er að minnast.
Ég man svo vel hvað það var
notalegt að eiga mömmu sem var
alltaf heima þegar við systkinin
komum heim úr skólanum. Alltaf
tilbúið smurt brauð, nýbökuð jóla-
kaka eða eitthvert annað gott kruð-
erí. Mamma elskaði að vinna í garð-
inum sínum á Hátúninu og var hún
oftar en ekki með ný blóm í vasa. Ég
man líka vel þegar ég eignaðist
skellinöðruna, þá læddi hún ávallt
pening fyrir bensíni í hönd mína, en
ég mátti engum segja frá því. Þegar
ég horfi til baka þá minnist ég
mömmu alltaf bakandi og gat hún
töfrað fram heilu veislurnar, bæði
kaffiveislur og matarveislur. En
þegar aldurinn fór að segja til sín,
lét hún okkur vita af því að henni
hefði alltaf þótt bæði leiðinlegt að
baka og elda. Við gátum nú ekki
annað en brosað að því.
Handavinnukona var hún mikil og
saumaði hún föt á okkur systkinin
og jafnvel á vini okkar. Hún var
hreinskiptin og þoldi ekkert pukur
og óheilindi. Hún fylgdist meira með
en okkur grunaði. Hún spurði t.d.
alltaf þegar ég fór í mínar mótor-
hjólaferðir erlendis hvernig hefði
gengið og hvort ég væri nú ekki
þreyttur eftir svona langferð. Síðan
varð ég alltaf að segja henni alla
ferðasöguna.
Hún var alla tíð heimakær og allt-
af nóg að gera hjá henni. Mamma
var börnum mínum góð amma og
fylgdist vel með þeim þegar þau
fóru að búa, þá var hún oft að færa
þeim alveg ómissandi hluti í búskap-
inn.
Ég kveð þig með þessu ljóði,
elsku mamma mín.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Í augum þínum sá ég fegri sýnir
en sólhvít orð og tónar geta lýst, –
svo miklir voru móðurdraumar þínir,
þó marga þeirra hafi frostið níst.
Sem hetja barst þú harmana og sár-
in,
huggaðir aðra – brostir gegnum tár-
in,
viðkvæm í lund, en viljasterk.
Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin.
Nú lofa þig – þín eigin verk.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þús-
undfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson.)
Guð blessi þig, þinn sonur,
Hafsteinn.
Ég á svo margar og fallegar
minningar um ömmu Möggu.
Þegar ég var lítil stelpa hjólaði ég
alltaf til hennar niðrá Hátún um
helgar og við horfðum á Falcon
Crest og Dynasty saman. Eftir þátt-
inn fengum við okkur að borða og
töluðum um þáttinn alveg eins og
þetta væri alvöru fólk.
Þegar ég byrjaði í skóla fór ég
oftar en ekki heim til ömmu eftir
skóla. Alltaf átti hún snúða og kex
fyrir mig og appelsínusvala. Ég man
að mér fannst alltaf svo spennandi
að fá mér snúð hjá ömmu af því að
hún setti hann alltaf í nokkrar sek-
úndur í örbylgjuna til að velgja
hann.
Það var alltaf svo gott að koma til
ömmu því að hún var alltaf tilbúin til
að greiða mér og setja í mig fléttur
og spennur. Sátum við þá við eld-
húsborðið eða fórum inní nuddher-
bergi og fékk ég þá oft tásunudd frá
ömmu og oftast steinsofnaði ég við
þau þægindi.
Alltaf var amma til staðar fyrir
mig í einu og öllu og fylgdist alltaf
með hvað var að gerast í kringum
mig.
Hún spáði oft í spil fyrir mig og
sagði hún við mig þegar ég var
yngri að ég ætti eftir að giftast
manni með skítugar hendur. Við
ættum eftir að verða mjög ham-
ingjusöm en hann yrði mjög vinnu-
samur og lítið heima. Í dag er ég gift
bifvélavirkja og er hann oftast með
smurningu á höndunum!
Þegar amma hitti manninn minn í
fyrsta skipti sagði hún, „já, þetta er
hann Þórdís mín, þetta er hann.“
Þegar við Guðmundur fórum að
búa saman þá voru amma og afi
fyrst manna mætt í nýju íbúðina til
að skoða. Amma var alltaf að koma
með hitt og þetta í búið til okkar,
klemmur því það er svo góður blást-
ur á Hátúninu, gamla kökudiska,
hnífa og allt sem því fylgir. Fyrstu
jólin okkar í nýju íbúðinni voru sko
ekki tóm þar sem amma kom nánast
á hverjum degi í desember með alls-
kyns jólaglingur, bæði gamalt og
nýtt. „Æi, ég sá þetta og hugsaði
strax til þín,“ sagði hún alltaf, „eða
þetta verður maður að eiga“!
Alltaf komu þau hjónin í heim-
sókn um helgar og sátu með okkur í
kaffi. Mikið var spjallað og hlegið.
Amma var líka mjög dugleg að
koma sjálf í heimsókn á litla hvíta
Daihatsuinum sem hún keyrði aldrei
hraðar en á 30 km.
Hún var svo yfirmáta hrifin af
honum Þóri og sagði hún oft að hann
væri fallegasta barn sem hún hefði
augum litið, svo hló hún og bætti við
„að öllum öðrum ólöstuðum“!
Hún var svo ánægð og stolt þegar
við skírðum Þóri heima á sólpall-
inum og einnig þegar að við Guð-
mundur giftum okkur í Kálfatjarn-
arkirkju og höfðum síðan veisluna í
Hornbjarginu þar sem amma og afi
áttu heima seinni árin.
Hún var hinn mesti húmoristi og
gátum við oft hlegið okkur mátt-
lausar að eiginlega minnstu hlutum.
Elsku amma, ég vona og stefni á
að verða eins góð amma og þú varst
mér. Hlátrinum þínum, lyktinni af
þér og fallegu höndunum þínum
mun ég seint gleyma.
Ég elska þig og ég lofa að aldrei
gleyma stórkostlegu konunni með
stóra hjartað sem elskaði mig bara
fyrir það eina að vera ég.
Þórdís María.
Elsku amma. Þú hefur alltaf búið
svo langt í burtu frá okkur en alltaf
hefurðu verið í hjarta okkar.
Við systkinin minnumst þess þeg-
ar við komum til Íslands á sumrin
og vorum hjá þér. Þú kenndir okkur
um landið þitt og við lærðum af þér
að sjá það og meta eins og þú sást
það með þínum augum.
Þess vegna finnst okkur við alltaf
vera komin heim þegar við komum
til Íslands.
Það hefur verið lengra á milli Ís-
landsferðanna okkar í seinni tíð en
það hefur ekki haft nein áhrif á ást
okkar og væntumþykju í þinn garð.
Þú ert og munt alltaf eiga stað í
hjarta okkar.
Í dag erum við öll orðin foreldrar
og munum við deila minningunum
um þig með börnum okkar svo þau
viti og skilji uppruna sinn eins og við
gerum.
Við erum innilega þakklát fyrir
allar minningarnar sem við eigum
um þig.
Elsku amma, við vitum að í dag
ertu orðin heil heilsu, og þér líður
vel.
Hjartans kveðja til ömmu og
langömmu.
Helen, Jerry og Kevin.
Magnea Hulda Kristjánsdóttir
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR ÁRNADÓTTUR.
Árni H. Karlsson,
Sigurður G. Karlsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir,
Davíð K. Karlsson, Kolbrún E. Júlínusdóttir,
Gauja S. Karlsdóttir, Björgvin Högnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR,
Góa,
Grýtubakka II,
Höfðahverfi.
Sérstakar þakkir til heimilis- og starfsfólks
Grenilundar Grenivík fyrir umhyggju og hlýju.
Sigurlaug Kristjánsdóttir, Pétur Eyfjörð,
Marsibil Kristjánsdóttir, Kormákur Jónsson,
Stefán Kristjánsson, Júlianne Kauertz,
Þorvaldur Kristjánsson, Sigurbjörg Haraldsdóttir,
Steingerður Kristjánsdóttir, Bjarki Jóhannesson,
Snæbjörn Kristjánsson, Nicole Kristjánsson,
Valdimar Kristjánsson, Ester Audorf,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGFRÍÐUR THEÓDÓRSDÓTTIR BJARNAR,
áður til heimilis
Fannborg 8,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn
9. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Theódór Skúli Halldórsson, Ólöf Helga Pálmadóttir,
Sigfríður Guðný Theódórsdóttir,
Pálmi Ólafur Theódórsson, Birgitta Strange,
Gunnlaugur Halldórsson, Cécile Gaillot.
✝
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÓHANN ÁGÚST GUÐLAUGSSON
frá Kolsstöðum
í Dölum,
lést á heimili sínu laugardaginn 8. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Steinunn Erla Magnúsdóttir,
synir hins látna og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR,
Stórholti 25,
Reykjavík.
Christof Wehmeier, Helga Óskarsdóttir,
Arne Wehmeier, María Björk Viðarsdóttir,
Arne Karl Wehmeier, Katrín Ýr Kristensdóttir,
Tómas Helgi Wehmeier,
Daníel Ísak Maríuson,
Berglind Helga Wehmeier,
Bjartur Christof Wehmeier,
Hörður Logi Wehmeier.