Saga - 2002, Page 8
6
FORMÁLI
ritsins og má segja að nú sé skapaður betri grundvöllur til þess
með útkomu Sögu tvisvar á ári. Þessara áherslubreytinga sér þeg-
ar stað í þessu hefti.
Einnig verður breyting í hópi ritstjóra Sögu því Guðmundur
Jónsson, sem verið hefur ritstjóri síðan 1995, lætur nú af störfum.
Ritstjórar Sögu sem áfram starfa þakka Guðmundi ánægjulegt
samstarf á liðnum árum og óska honum heilla á komandi árum.
Þar sem Saga mun framvegis koma út tvisvar á ári verður hvert
hefti nokkru styttra en verið hefur. Ritgerðir í vorhefti Sögu eru,
auk fyrmefndrar greinar Einars Laxness, fimm að tölu, allar eftir
unga sagnfræðinga. Menningarsaga hefur verið í sókn á undan-
fömum árum og borið með sér nýstárleg viðfangsefni og aðferðir.
Aberandi straumur innan „nýju menningarsögunnar" er einsagan
svokallaða (e. microhistory) sem fæst við rannsóknir á hinu smá-
sæja, einstaklingnum, fámennum hópum eða staðfélögum, og
tengist hún stundum, en ekki endilega, póstmódernískri sagn-
fræði. I þessu hefti Sögu birtist ritgerð eftir ungan danskan sagn-
fræðing, Christina Folke Ax, „Menningarmunur á íslandi í lok 18.
aldar", þar sem aðferðir einsögunnar eru nýttar til þess að draga
fram menningarlegan mun í íslensku samfélagi á áratugunum
kringum aldamótin 1800. Greinin er að stofni til cand. mag. ritgerð
höfundar í þjóðháttafræði við Kaupmannahafnarháskóla.
Næsta ritgerð er eftir Kristrúnu Höllu Helgadóttur og nefnist „í
sókn gegn hjátrú og venjum. Lækkun ungbarnadauðans í Nes-
þingum á Snæfellsnesi 1881-1910". Þetta er svæðisrannsókn á
þeim miklu hvörfum í íslenskri fólksfjöldasögu þegar hirm geysi-
hái ungbarnadauði á íslandi tók að lækka á síðustu áratugum 19.
aldar. í greininni eru þessar breytingar skoðaðar bæði út frá víðu
sjónarhorni fólksfjöldasögu og sjónarhóli einstaklinganna, þeirra
sem urðu fyrir barnamissi. Fróðlegt er að skoða niðurstöður
Kristrúnar Höllu í samhengi við grein þriggja sagnfræðinga í Sögu
2001, þar sem birtar voru niðurstöður yfirgripsmikillar rannsókn-
ar á ungbarnadauða frá 18. öld og fram á þá tuttugustu.
Kjartan Emil Sigurðsson skrifar um atburði sem liggja nálægt
okkur í tíma, en það eru samningar milli verkalýðshreyfingar og
ríkisvalds á sjöunda áratugnum um byggingu íbúðarhúsnæðis
handa verkafólki í Breiðholti. Greinin nefnist „Upphaf „félags-
málapakka". Húsnæðismál og kjarasamningar árin 1964 og 1965",
og er þar atburðarásin rakin allt frá hörðum átökum milli verka-