Saga - 2002, Side 12
10
LOFTUR GUTTORMSSON
mennta aðfornu og nýju, íslenzkt fornbréfasafn og Skýrslur um lands-
hagi. Þó að þessi verk birtu heimildir sem vörðuðu ólík tímabil ís-
landssögunnar, er ekki um að villast að þau beindu athygli manna
einkum að fyrri skeiðum sögunnar. í þessu efni fetaði Bókmennta-
félagið í fótspor ýmissa fræða- og útgáfufélaga, sumra meira eða
minna ríkisstyrktra, á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Frakklandi og
víðar sem höfðu hafið starfsemi áratugina eftir 1815. Auðsæilega
tengist þessi víðtæka heimildaútgáfa í mörgum Evrópulöndum efl-
ingu skjalasafna og, í víðari skilningi, þjóðernisvakningu og róm-
antískum straumum sem komu í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna.
Víðast hvar hélst þetta átak í skjalavörslu og útgáfu sögulegra
heimilda í hendur við stofmm háskólakennslu í sagnfræði. Sem
háskólagrein var sagnfræði næsta óburðug og óskilgreind í upp-
hafi 19. aldar nema þá helst í nokkrum ríkjum í Þýskalandi. Líta
má á heimildaútgáfuna sem eirtn helsta burðarás í uppbyggingu
sagnfræði sem akademískrar fræðigreinar. Hér á landi var, sem
kunnugt er, ekki efnt til háskólakennslu í sögu íslands fyrr en með
stofnun Háskóla íslands árið 1911. Þá hafði Bókmenntafélagið ým-
ist lokið við eða var komið vel á veg með útgáfu heimildaraðanna
sem getið var að ofan og grunnur verið lagður að merkilegri sagn-
ritun, einkum um íslenskar miðaldir.
Því eru þessar aðstæður rifjaðar hér upp að þær varpa allskýru
ljósi á tildrögin að stofnun Sögufélags fyrir réttum hundrað árum.
Hvað vakti einkum fyrir forgöngumönnunum, þeim Jóni Þorkels-
syni landsskjalaverði, Hannesi Þorsteinssyni ritstjóra og Jósafat
Jónassyni (betur þekktur undir nafninu Steinn Dofri), kemur
glöggt fram í áskomnarskjali sem þeir létu ganga manna á meðal
í janúar 1902:
í söfnum vorum liggja enn óprentuð fjöldamörg handrit, sem
eru einkar þýðingarmikil fyrir sögu landsins, og má meðal ann-
ars nefna alla annála frá 17. og 18. öld. Biskupaæfir, prestaæfir,
synodalgerðir og dómabækur, auk lögþingisbókanna, sem
orðnar eru afar fágætar, þótt prentaðar séu sumar. Þetta og
margt fleira, sem bráðnauðsynlegt væri að gefa út, er almenn-
ingi enn hulinn leyndardómur. Bókmenntafélagið getur ekki
sinnt þessu að neinu ráði, enda hefir það í mörg hom að líta.
I ljósi þessara aðstæðna skoruðu þremenningarnir á fólk að taka
þátt í stofnun félags, „er eingöngu hefði það markmið að gefa út
sögulegar heimildir frá síðari öldum". Við þessu kalli var brugð-