Saga - 2002, Page 17
EINAR LAXNESS
Sögufélagsannáll
1902-2002
í þessari ritgerð er rakin saga Sögufélags frá stofnun þess árið 1902
til okkar tíma. Gerð er grein fyrir minnisverðum atburðum úr starfi
félagsins, bókaútgáfu á vegum þess og minnst þeirra manna og kvenna
sem þar hafa valist til forystu, bæði í stjóm félagsins og í útgáfumálum.
I
Þessi saga, sem hér verður greint frá, hófst fyrir nákvæmlega
einni öld, á öðru ári 20. aldar, nánar tiltekið 11. janúar 1902. Þá
tóku sig saman þrír fræðimenn og sömdu áskorunarskjal, sem
þeir létu ganga milli manna í Reykjavík. Þar var skorað á menn að
stofna félag, „er eingöngu hefði það markmið að gefa út söguleg
heimildarit frá síðari öldum".
Tveir alkunnir og velmetnir borgarar stóðu hér að verki: Jón
Þorkelsson, landsskjalavörður, doktor í málfræði og bókmenntum
frá Hafnarháskóla og skáld, alltaf kallaður Jón forni (en kallaði sig
skáldanafninu Fomólfur), og Hannes Þorsteinsson, guðfræðingur,
þá ritstjóri hins aldna blaðs Þjóðólfs og alþingismaður Árnesinga.
Einn yngri áhugamann að árum og óþekktari höfðu þeir fengið í
lið með sér, ættfræðing að nahú Jósafat Jónasson. Hann hvarf úr
landi til Ameríku nokkrum árum síðar, stundaði um árabil fisk-
veiðar í kanadískum vötnum, svo og ættfræðigrúsk (hvemig sem
það var nú var hægt, fjarri bókum og söfnum!), en sneri svo heim
til íslands um miðjan fjórða áratuginn og kallaði sig Stein Dofra.
Þá lét hann sig á ný varða starfsemi Sögufélags með setu á aðal-
fundum og tillöguflutningi. Ég man eftir honum á Landsbóka-
safninu, þar sem hann stundaði ættfræðiiðju sína, og einu sinni
kom ég með tveimur félögum mínum heim til hans í lágreist hús
við Nýlendugötu.
Jón Þorkelsson, sem lézt árið 1924, heyrði ég oft nefndan á
æskuámm, því að hann og afi minn, Einar Arnórsson, höfðu ver-
Saga XL:1 (2002), bls. 15-62.