Saga - 2002, Side 18
16
EINAR LAXNESS
ið samstarfsmenn í sögulegum fræðum (gáfu út Ríkisréttindi
íslands 1908) og jafnvel stjórnmálum („langsum-menn" í gamla
Sjálfstæðisflokki 1915). Sonur Jóns var Guðbrandur Jónsson, síðar
bókavörður, sem var skjólstæðingur afa míns, og ég kynntist hon-
um allnokkuð, þeim sérstæða og litríka persónuleika. Hannes
Þorsteinsson lézt 1935, og hafði þá verið þjóðskjalavörður (svo
kallaðist embættið eftir 1915) frá láti Jóns foma. Meginverk hans
er ritsafnið Ævir lærðra manna í 66 bindum, handskrifað og ó-
prentað. Dr. Páll Eggert Ólason mun hafa haft það sem aðal-
heimild sína í hinu merka ritverki íslenzkum æviskrám, fimm bind-
um, útgefnum á árunum 1948-52.
I fyrrnefndu áskorunarskjali þeirra félaga var m.a. ritað:
í söfnum vorum liggja enn óprentuð fjöldamörg handrit, sem
eru einkar þýðingarmikil fyrir sögu landsins, og má meðal ann-
ars nefna alla annála frá 17. og 18. öld, biskupaæfir, prestaæfir,
synodalgerðir og dómabækur, auk lögþingsbókanna, sem orðn-
ar eru afar fágætar, þótt prentaðar séu sumar.
Þeir bæta við, að þetta og margt fleira sé „almenningi enn hulinn
leyndardómur". Félag,
er eingöngu hefði það markmið að gefa út söguleg heimildarrit
frá síðari öldum, gæti eflaust, þótt í smáum stíl væri fyrst, xmn-
ið verulegt gagn, enda teljum vér sjálfsagt, að slíkt félag fengi
einhvern styrk úr landsjóði.
Þeir benda á, að ekki sé við að búast, að Hið íslenzka bókmennta-
félag, sem starfi að mörgu leyti á svipuðu fræðasviði, geti sinnt
útgáfu fyrrgreindra rita „að neinu ráði, enda hefur það í mörg
horn að líta." Hér má því minna á hið merka útgáfustarf Bók-
menntafélagsins, allt frá stofnun þess 1816, þar sem unnið var
m.a. að útgáfu hins sögulega arfs íslendinga, bæði á sviði sagn-
fræði og bókmennta. Hér skal aðeins minnt á íslenzkt fornbréfa-
safn, Safn til sögu íslands, Árbækur Espólíns, ljóð ýmissa skálda, eins
og Bjarna og Jónasar, o. fl., svo að Bókmenntafélagið hafði sannar-
lega „í mörg hom að*líta". Og tveimur áratugum eftir stofnun
Sögufélags hóf Bókmenntafélagið útgáfu Annála 1400-1800.
Eftirtekja af þessu merka brautryðjendastarfi Jóns, Hannesar og
Jósafats snemma árs 1902 varð sem sagt sú, að með þeim talið rit-
uðu alls 75 undir áskorunarskjalið, flestallt kunnir borgarar í
Reykjavík, einkum úr hópi embættis- og menntamanna, og ein-
staka iðnaðarmaður kom við sögu; engin kona var tæk í þennan