Saga - 2002, Page 19
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
17
flokk. Fremstur var dr. Bjöm
M. Ólsen, rektor Lærða skól-
ans, en lestina rak skáldið og
náttúrufræðingurinn Benedikt
Gröndal.
Hinn 17. febrúar 1902 boð-
uðu áskorendur til fundar á
Hótel íslandi, og komu þar sam-
an um 30 manns. Þar var sam-
þykkt eftir „all-langar umræð-
ur'' segir í fundargerðabók,
með 20 samhljóða atkvæðum:
Fundurinn ályktar að stofna
félag til þess að gefa út
heimildarrit að sögu íslands,
og í sambandi við þau ætt-
fræði og mannfræði.
Síðan var fimm manna nefnd
kosin til að semja lög fyrir
væntanlegt félag. Til þess voru
kosnir Jón Þorkelsson, Hannes Þorsteinsson, Þórhallur Bjarnar-
son, lektor Prestaskólans, Bjarni Jónsson frá Vogi og Jón sagn-
fræðingur Jónsson (er síðar kallaði sig Aðils). Hér voru saman-
komnir valinkunnir heiðursmenn, sem allir gerðu garðinn frægan
á sviði mennta og menningar.
Stofnfundur Sögufélags var haldinn á Hótel íslandi 7. marz 1902
undir fundarstjóm Þórhalls Bjamarsonar, en fundarmenn voru 29
talsins. Þar voru lög félagsins samþykkt, og í 1. gr. laganna sagði:
Það er upphaf laga vorra, að félag vort heitir Sögufélag, og er
ætlunarverk þess að gefa út heimildarrit að sögu íslands í öllum
greinum frá því á miðöldum og síðan, og í sambandi við þau
ættvísi og mannfræði þessa lands.
I stjóm voru kjörnir fimm menn, sem síðan skiptu með sér verk-
um á stjómarfundi, og tveir til vara. í fundargerðabók er titillinn
formaður notaður í upphafi og allt til ársins 1913, en upp úr því
forsetatitillinn, og hefur verið svo oftast síðan. Félagið hóf útgáfu
ársskýrslu 1906 og þar er forsetaheitið hins vegar strax komið
fram. Stjómarmenn skyldu kjömir til fimm ára í senn, en tveir
varamenn árlega; endurkjör var heimilt.
Jón Þorkelsson var kjörinn formaður, Hannes Þorsteinsson,
2-SAGA