Saga - 2002, Page 20
18
EINAR LAXNESS
gjaldkeri, Jón Jónsson (Aðils), ritari, aðrir í stjóm voru Þórhallur
Bjamarson og Bjarni Jónsson frá Vogi. Varamenn stjórnar voru
Jósafat Jónasson og Benedikt Sveinsson (síðar alþingismaður).
Þórhallur „tókst á hendur að annast útsendingu á ritum félags-
ins", segir í fimdargerð.
II
Þá er félaginu hafði verið ýtt úr vör, var kominn tími til að hefjast
handa á hinum frjósama en vanrækta akri íslenzkra fræða. Ekki
sízt beið mikið starf við útgáfu heimilda frá því eftir siðaskipti, en
það stóð auðvitað sagnfræðirannsóknum stórlega fyrir þrifum að
hafa þær ekki tiltækar öðmvísi en lokaðar í skjalabögglum Þjóð-
skjalasafns, þótt þeirra væri þar að sjálfsögðu vel gætt. Hér var um
mörg undirstöðurit íslenzkrar sagnfræði að ræða.
Á öðrum stjórnarfundi eftir stofnun félagsins segir í gerðabók:
Vom allir stjórnarmenn á eitt sáttir um, að heppilegast mundi
fyrir félagið að byrja á fyrsta morðbréfabæklingi Guðbrandar
biskups og Biskupaæfum Jóns Halldórssonar prófasts, og skyldi
þar byrjað á æfi Ögmundar biskups Pálssonar. Var talið hæfilegt
að gefa út sitt heftið af hvoru ritinu þannig, að alls væru gefnar
út ca. 10 arkir til að byrja með. Var Jóni Þorkelssyni skjalaverði
falið að sjá um útgáfu morðbréfabæklingsins, en svo talaðist til,
að þeir Þórhallur Bjarnarson lektor og Jón Jónsson sagnfræðing-
ur tækjust á hendur að sjá um útgáfu fyrsta heftisins af Biskupa-
æfunum.
Hér má sjá þá stefnu, sem mörkuð var þegar í upphafi, að gefa út
ritin í heftum, ákveðna arkartölu árlega, í samræmi við fjárhags-
lega getu. Árstillag var í upphafi 5 krónur, en ævifélagar gátu
menn gerzt irieð 50 króna framlagi í eitt skipti fyrir öll. Lands-
sjóðsstyrkur kom fyrst til árið 1905 (600 kr.). Um langa hríð frá
1919 (eftir lagabreytingu) var árstillag 8 krónur, en ævitillag 100.
I samræmi við þennan naumt skorna fjárhag störfuðu frumherj-
arnir. Þeir gáfu ekki meira út en peningar leyfðu í hvert sirm, og af
þeim sökum gátu sumar arkimar verið nokkuð endasleppar, jafn-
vel endað í miðri setningu!; framhaldið kom síðan að ári. Stóð
þessi skipan fram á sjöunda áratug aldarinnar. Mönnum var ljóst,
að um útgáfu var að ræða, sem óvíst var, að stæði nokkum tíma
undir sér. Það er því ekki ofsagt, að hér var fyrst og fremst á ferð-