Saga - 2002, Qupperneq 21
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
19
inni sjálfboðaliðsstarf frumherja, en engin hagnaðarvon, enda lá
við á stundum, að félagið kæmist í fjárþrot.
Um fjölda félagsmanna er það að segja, að þá er fyrsta ársskýrsl-
an kom út, 1906, voru þeir orðnir 127, síðan fjölgaði hægt og bít-
andi næstu árin: 1914 voru þeir orðnir 270,1919 368 og 1923 voru
þeir komnir upp í 500. Allmikið stökk tók félagatalan næstu ár á
eftir vegna nýrrar útgáfu Þjóðsagna Jóns Árnasonar, sem síðar verð-
ur frá greint.
Það fór svo eins og lagt var til í upphafi, að fyrstu útgáfurit fé-
lagsins urðu Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups og Biskupa-
sögur Jóns Halldórssonar frá Hítardal, sitt hvort heftið, fimm ark-
ir hvort. Jón Þorkelsson sá um útgáfu þessara rita. Morðbréfabækl-
ingar komu út 1902-06, en Biskupasögur 1903-15 (tvö bindi), og
hafði þá Hannes Þorsteinsson tekið við útgáfu síðari hlutans. Voru
ritin frá upphafi skráð sem „Sögurit" I, II, III o.s.frv.
Hvert ritið á fætur öðru kom svo út næstu árin, og reyndust þeir
Jón Þorkelsson og Hannes Þorsteinsson hinir mestu grjótpálar við
útgáfu sögulegra heimildarita, báðir starfandi við uppspretturnar
í Þjóðskjalasafni íslands frá upphafi árs 1912 til æviloka beggja.
Jón forni var landsskjalavörður frá upphafi, 1899, en Hannes hlaut
stöðu skjalavarðar á Landsskjalasafni, er hann haustið 1911 var
svikinn um skipun í kennarastöðu í sögu við nýstofnaðan Háskóla
Islands, sem hann hafði verið settur í um vorið.
Þær bækur, sem Jón Þorkelsson annaðist útgáfu á upphafsár
Sögufélags og í forsetatíð sinni, sem stóð til 1924, voru: Tyrkja-
ránið 1627,1906-09, frásagnir ýmissa höfunda, en meginþættimir
Reisubók sr. Ólafs Egilssonar í Vestmannaeyjum og Tyrkjaráns-
saga Björns á Skarðsá. Ennfremur hin stórmerka Ævisaga Jóns
prófasts Steingrímssonar eftir sjálfan hann, 1913-16. Þá sá hann um
Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns 1700-1709, 1904, og Skjöl um
hylling íslendinga 1649 við Friðrik konung þriðja. Með viðbæti um
Kópavogssærin 1662,1914.
Hannes Þorsteinsson tók við útgáfu Biskupasagna og leiddi til
lykta 1915, gaf einnig út Guðfræðingatal, 1907-10, og Skólameistara-
sögur (Skálholti og Hólum) eftir Jón Halldórsson og Vigfús Jóns-
son frá Hítardal, 1918-25.
Á þessum árum bættust við fleiri mannfræðirit, eins og Presta-
skólamenn, 1910, og Læknatal, 1914, eftir Jóhann Kristjánsson, ætt-
fræðing, sem var hinn mesti fróðleiksmaður, kjörinn í varastjóm