Saga - 2002, Síða 22
20
EINAR LAXNESS
félagsins 1910, auk þess sem hann í áratug (1908-18) hafði með
höndum afgreiðslu bóka til félagsmanna. Jóhann varð spænsku
veikinni 1918 að bráð. Hann sá auk þess um útgáfu Æfisögu Gísla
Konráðssonar, 1911-14, ásamt Jóni sagnfræðingi Aðils (d. 1920).
Klemens Jónsson, landritari, sem lengi var gjaldkeri Sögufélags
(1906-30), sá um útgáfu Ævisögu Þórðar Sveinbjarnarsonar háyfir-
dómara, 1916. Ennfremur ritaði hann sögu Grundar í Eyjafirði, sem
félagið gaf út 1923-27.
Af þessu má sjá, að persónusaga og ættfræði setti allmjög mark
á útgáfuritin. Hins vegar hljóp af stokkunum 1912 sá flokkur út-
gáfurita, sem kenna má sérstaklega við heimildir um stjómsýslu
og réttarfar. Hér var um að ræða Alþingisbækur íslands, viðamesta
og merkasta heimildarit, sem Sögufélag hefur gefið út. Þetta er
undirstöðuheimild íslenzkrar sögu, þar sem skráð er það, sem
fram fór á Alþingi á Þingvöllum eftir að tekið var að rita þar
gerðabækur 1570 þar til 1800, er þingið hafði verið flutt til Reykja-
víkur og síðan lagt niður. Sumt af þeim hafði þó verið prentað á
fyrri tíð, en var nú í fárra manna hön'dum. Tillaga kom a.m.k.
tvisvar sinnum fram á Alþingi á síðari hluta 19. aldar að gefa út
þessar heimildir, en náði ekki samþykki. Sögufélag hafði freistað
þess árið 1910 að fá styrk frá þinginu til að hefja þessa útgáfu, en
án árangurs. Að tillögu forseta Sögufélags, Jóns Þorkelssonar,
sem sat á Alþingi 1909, samþykkti þingið loks að veita félaginu
nokkurn styrk til útgáfunnar. Var ekki vonum fyrr, að Alþingi
sinnti fjárbeiðni um að gefa út þessi opinberu gögn ríkisvalds,
sem varða sögu hinnar gömlu stofnunar íslendinga. Hófst útgáf-
an síðan með prentun 1. heftis 1. bindis 1912, og tók yfirleitt um
fimm ár að koma út hverju bindi. Hér var því hafið ritverk, sem
átti eftir að silast áfram samhliða naumt skomu framlagi Alþingis
og koma við sögu Sögufélags næstu 80 árin. Höfðu þó sumir látið
sig dreyma um, að þessu mætti ljúka fyrir þúsund ára afmæli Al-
þingis 1930!
Jón Þorkelsson tók að sér umsjón verksins allt fram í 4. bindi, er
hann lézt. Naut hann einkum góðrar aðstoðar tveggja manna, sem
komu mjög við sögu félagsins á þessum og næstu árum, Klemens-
ar Jónssonar, landritara, og ekki sízt Einars Arnórssonar, laga-
prófessors, ráðherra og alþingismanns, síðar hæstaréttardómara.
Með Einari hafði Sögufélagi bætzt drjúgur liðsmaður og óþreyt-
andi starfskraftur við útgáfustörfin. Hann hafði verið kjörinn í