Saga - 2002, Blaðsíða 24
22
EINAR LAXNESS
útgáfunnar að undirlagi Einars Arnórssonar, sem þá var þingmað-
ur og ráðherra. Útgáfan var með svipuðu sniði og Alþingisbæk-
urnar, þ.e. í heftum, en þó í minna broti. Með dómunum fylgdu
málaskrá, nafnaskrá, lagastaðir, sem vitnað er til og efnisskrá. Þrjú
fyrstu bindin, sem náðu yfir tímabilið. frá upphafi til 1830, voru út-
gefin 1916-30; annaðist Klemens Jónsson útgáfuna að mestu. Við
lát hans 1930 tók Einar Amórsson við þessu verki frá og með 4.
bindi. Frá hans hendi komu fjögur bindi, 4.-7., á ámnum 1932 til
1955, og tóku þau yfir tímabilið 1830-57. Með 7. bindi lauk loks
heftaútgáfu þessa verks.
Hafin var útgáfa Búalaga 1915, hinna fornu lagabálka um verð-
lag, mælieiningar og venjur í viðskiptum á íslandi, en aðeins
komu út þrjú hefti á árunum 1915-33, og hefur sá þráður ekki síð-
an verið tekinn upp.
III
Árið 1918 hóf Sögufélag útgáfu eins konar tímarits, sem nefndist
Blanda og skyldi eins og önnur rit koma út í heftum árlega, en fjög-
ur mynda hvert bindi. Þar var safnað saman fomum fróðleik af
ýmsu tagi, uppskriftum úr handritum, stuttum sögum, ættfræði,
kveðskap og smælki til gamans og fróðleiks, frumsömdum þátt-
um o.s. frv. Skyldi þessi útgáfa ekki sízt vera við alþýðu hæfi, og
mestra vinsælda mun hún hafa notið af ritum félagsins, næst
Þjóðsögunum. Fyrstu bindin vom undir umsjón þeirra skjalavarða,
Jóns Þorkelssonar og Hannesar Þorsteinssonar, og alfarið Hann-
esar eftir lát Jóns. Síðan tók Einar Amórsson við að Hannesi fölln-
um, 1935, en 7.-9. bindi, sem út komu 1940-53, voru undir umsjón
Guðna Jónssonar, magisters, sem kosinn hafði verið í stjóm félags-
ins 1935, og var síðan ritari þess allar götur til 1960, er hann tók
við forsetastörfum.
Það var fyrst á stjórnarfundi 5. apríl 1914, að samþykkt var „að
gefa út Þjóðsögur Jóns Árnasonar, ef ekkert er á móti því að lögum
og ef eigi upplýsist, að neinn annar hafi þegar ráðið að gefa út téð
rit." Skyldi hefja útkomu á næsta ári. Þetta „þjóðfræga og ágæta
rit", sem Einar Arnórsson nefnir svo í eftirmála hinnar nýju útgáfu
og gefið hafði verið út í Þýzkalandi að tilhlutan Konrad Maurer,
prófessors í Múnchen, í tveimur bindum 1862-63, var uppselt
löngu fyrir aldamót. Það var því orðið torfengið, enda svo vinsælt,
að heita mátti lesið upp til agna og tímabært að gefa það út að