Saga - 2002, Qupperneq 25
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
23
nýju. Annars vegar var leitað eftir möguleikum á ljósprentun
bókanna í Þýzkalandi, hins vegar prentun hérlendis. Þýzka tilboð-
ið þótti hagstæðara, og var samþykkt að taka því. Jafnframt skyldi
kanna, hversu mikið mundi kosta að fá myndir eftir listmálarann
Guðmund Thorsteinsson (Mugg) til að prýða ritið. Hér stóð því
irdkið til og sannarlega hugsað stórt! En - því fór verr, heims-
styrjöld var á næsta leiti, og þetta haust var því ákveðið að fresta
útgáfu Þjóðsagnanna, „þar til um hægðist erlendis", eins og segir í
fundargerðabókinni.
Að styrjöld lokinni var hafizt handa að nýju að leita tilboða í
Þýzkalandi, en lítið kom út úr því, enda hafði verðlag stórhækkað
og fjárhagur félagsins erfiður. Það varð niðurstaðan 1924, að hefja
útgáfuna með prentun hérlendis, og komu fyrstu tvö heftin út
1925-26. Var reynt að hafa prentun og búning allan sem líkastan
frumútgáfunni. Síðan gerðist það, að sumarið 1926 fékkst hag-
stætt tilboð frá Þýzkalandi (Leipzig) um ljósprentun á framhaldi
verksins, og varð það að ráði á árunum 1927-37. Við þetta var svo
aukið nafnaskrá eftir Guðna Jónsson, efnisskrá eftir Einar Ól.
Sveinsson, formála Jóns Árnasonar, sem ekki hafði tekizt að láta
fylgja frumútgáfunni, og loks eftirmála eftir forseta Sögufélags,
Einar Arnórsson, þar sem gerð er grein fyrir útgáfunni. Þar segir
hann í lokin:
Það mun varla leika á tveim tungum, að Þjóðsögur Jóns Áma-
sonar séu eitt hið gagnmerkasta íslenzkt rit, sem út hefur verið
gefið, og sá brunnur, er aldir og óbornir munu af ausa þekkingu
um þjóðtrú og þjóðhætti margskonar á landi hér, auk þess sem
þjóðsögur hafa jafnan verið hið mesta skemmtirit ungum sem
gömlum. Mun því öllum mönnum, sem íslenzkum fróðleik
unna og ánægju hafa af og nokkurt vit á þeim efnum, skiljast,
hvílíkt nauðsynjaverk Sögufélagið hefur unnið með útgáfu
þessa rits.1
Þetta voru orð að sönnu, enda óx vegur Sögufélags mjög við út-
gáfu Þjóðsagnanna. Þær voru einkar vel þegnar af almenningi, vin-
sældimar voru ótvíræðar, svo sem vænta mátti. Þegar 1925-26
fjölgaði í félaginu um meir en 400 manns og jókst á næstu árum,
enda urðu menn að vera félagsmenn til að eignast ritið. Náði
félagatalan hámarki 1930, er 1.155 manns voru á félagaskrá.
1 Einar Amórsson, „Eftirmáli", bls. 721.