Saga - 2002, Qupperneq 27
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
25
fund." Steinn Dofri, ættfræðingur, var nú kominn heim fyrir
nokkrum árum úr óbyggðum Kanada og lét til sín taka á aðal-
fundum félagsins, sem hann átti þátt í að stofna í öndverðu. Flutti
harm tillögu um að bera framvegis undir atkvæði félagsmanna á
aðalfundi samninga, er stjómin „óskar að gera við eitthvert út-
gáfufélag um prentun og sölu félagsbóka". Forseti, Einar Arnórs-
son, tók þessa tillögu óstinnt upp og lýsti því yfir, „að hann tæki
hana sem vantraust og mundi segja af sér, ef hún yrði samþykkt".
Stjómin hafði sitt mál fram, tillaga henni til stuðnings var sam-
þykkt, en tillaga Steins Dofra féll á jöfnum atkvæðum! Hins vegar
hlaut hann nokkra sárabót, er tillaga hans um nýjan mann í vara-
stjórn náði fram að ganga, en þar með var á leið til liðs við fé-
lagið nýbakaður doktor í sagnfræði við Háskólann, Jón Jóhannes-
son, sem átti eftir að gera garðinn frægan á þeim vettvangi. Hann
var svo kjörinn aðalmaður í stjóm í desember 1945 við sviplegt
fráfall Hallgríms Hallgrímssonar, bókavarðar (löngum nefndur
„reddboddí"), sem setið hafði í aðalstjóm frá 1930.
í forsetatíð Einars Amórssonar í Sögufélagi á stríðsárunum og
næstu ár á eftir, þegar lokið var útgáfu Þjóðsagnanna, var haldið
áfram hinni hefðbimdnu útgáfu af Alþingisbókum, Landsyfirréttar-
dómum, Blöndu og síðan einhverju nýju riti. í stað Þjóðsagnanna
annaðist forseti útgáfu á riti Ólafs Davíðssonar, náttúrufræðings
og þjóðsagnasafnara, Galdur og galdramál á íslandi, sem til var í
handriti síðan um aldamót, en Ólafur féll frá 1902. Kom það út.í
fjómm heftum 1940-43. Síðan komu hvert á fætur öðru rit um
stjómarfar og mannfræði, m.a. svonefnd stéttatöl: Læknar á íslandi
eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson, 1944, Landsyfirdómur-
inn 1800-1919. Sögulegt yfirlit eftir Björn Þórðarson, fyrrverandi
forsætisráðherra (sem lengi sat í varastjórn), 1947, Stiftamtmenn og
amtmenn á íslandi 1750-1800 eftir Magnús Ketilsson, sýslumann, í
útgáfu Þorkels Jóhannessonar, prófessors, 1948, Lögfræðmgatal
eftir Agnar Kl. Jónsson, síðar sendiherra, 1950, Lögréttumannatal
eftir Einar Bjarnason, síðar prófessor, 1952-55, og Verkfræðingatal
eftir verkfræðingana Jón E. Vestdal og Gunnar Bjarnason, 1956.
Allt vom þetta merkisrit og ómetanlegar handbækur.
Guðni Jónsson hafði þegar á aðalfundi 7. júní 1935, er hann
setti'st í stjórn félagsins, hreyft því, „hvort ekki mundi rjett að
hætta Blöndu með 5. bindi og hefja heldur útgáfu á nýju tímariti í