Saga - 2002, Side 28
26
EINAR LAXNESS
svipuðu eða öðru formi." Hér á hann vafalaust við faglegt sagn-
fræðitímarit. Forseti, Einar Arnórsson, „kvað stjómina ekki hafa
tekið afstöðu", en tók undir þetta sjónarmið. Á stjórnarfundi sama
dag töldu stjómarmenn „æskilegt, að fjelagið gæfi út sögulegt
tímarit, en ákvörðun var ekki tekin." Ekki virðist þessu hafa verið
hreyft aftur fyrr en nær áratug síðar, hvað sem valdið hefur. Tíma-
ritið Blanda bjó vissulega enn að þeim vinsældum meðal félags-
manna, sem þeir hafa verið hikandi við að fóma. Á aðalfundi 4.
janúar 1945 flutti Guðbrandur Jónsson, bókavörður, tillögu um
að skora á stjórnina að athuga, á hvem hátt skuli haga útgáfu
Blöndu og hvort ekki sé rétt að leggja hana niður og gefa út nýtt
tímarit með nýju efni og öðru sniði.
Tillögu þessari var vísað til stjórnarinnar. Samþykkt var árið eftir
„að láta staðar numið um sinn um útgáfu Blöndu", en láta gera
nafna- og efnisskrá við öll bindin. Þó fór svo, að enn komu tvö
hefti með ýmsu efni 1947-48, en gefin út nafna- og efnisskrá í heft-
um á árunum 1950-53, tekin saman af gömlum skólabróður og
vini Einars Arnórssonar, Bjarna Jónssyni frá Unnarholti, fyrr-
verandi bankastjóra á Akureyri, fróðleiksmanni, sem samdi ritið
íslenzka Hafnarstúdenta (1949).
Þá var málum svo komið, að á stjórnarfundi 15. apríl 1950 var
formlega ákveðið „að hefja útgáfu nýs tímarits, er fjalli um efni úr
sögu íslands og nefnist Saga, tímarit Sögufélagsins." Hið nýja rit sá
dagsins ljós sama ár, en þó stóð á titilsíðu ártalið 1949, og hefur
sennilega átt að teljast til þess árs vegna þess, að dráttur varð á
útkomu Lögfræðingatals, sem boðað hafði verið. Sami háttur var
hafður á og áður að skipta ritinu niður í hefti með ákveðna arkar-
tölu árlega, í samræmi við þá fjármuni, sem til reiðu voru hverju
sinni. Einar Arnórsson annaðist útgáfu Sögu og ritaði sjálfur stór-
an hluta 1. bindis, 1950-53, og upphaf 2. bindis, 1954. Hefur þessi
mikli vinnuvíkingur viljað kveðja sitt gamla félag með eftirminni-
legum svanasöng. Hann ritaði svo um stefnu hins nýja tímarits í
júlí 1950, að þar yrði
veitt viðtaka greinum, sem telja má flytja sjálfstæðar rannsóknir
... enda verði ekki taldar tímaritinu ofviða að vöxtum, séu á
sæmilegu máli, áreitnis- og illyndalausar [svo!] þótt þær gangi að
efni til gegn því, sem aðrir kunna að hafa skráð um sama efni.
Svo munu og birtir verða ritdómar um sögurit, enda séu þeir hóf-