Saga - 2002, Blaðsíða 29
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
27
samlega, sanngjarnlega og rökvíslega skráðir. Loks sýnist hæfa
að geta láts og verka íslenzkra sagnamanna, er að hefur kveðið.3
A aðalfundi 5. desember 1952 skýrði forseti frá því, að hálfrar
aldar afmælis Sögufélags sama ár hefði verið
minnzt vinsamlega í blöðum og útvarpi, enda hefði stjóm
félagsins og Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri [í ísafold] boð-
ið fréttamönnum dagblaða og útvarps til samfundar 5. marz
s.l. á Hótel Borg.
Jafnframt gat forseti þess, að tekizt hefði að fá ríkisstyrk hækk-
aðan úr tólf þúsimd krónum í tuttugu þúsund.
Einar Arnórsson sagði af sér forsetastörfum í Sögufélagi og rit-
stjórn Sögu á stjómarfundi á heimili hans að Laufásvegi 25,10. jan-
úar 1955, „til að vera ekki í vegi fyrir yngri mönnum", eins og Jón
Jóhannesson komst að orði í minningargrein í Sögu. Þá var hann
orðinn 75 ára gamall og hafði setið lengur en nokkur annar í stjóm
félagsins eða í 45 ár: í aðalstjórn frá 1910, gjaldkeri 1930-35 og
forseti 1935-55. Hann lézt skömmu eftir þetta á heimili sínu, 29.
marz 1955, nýkominn frá málflutningi í Hæstarétti, en hné niður
og var þegar örendur.
Þó að Jóni Jóhannessyni, prófessor, þætti Einar karmski full ein-
ráður um mótun Sögu í byrjun, kvað hann í minningargrein ritsins
störf Einars í þágu Sögufélags og íslenzkrar sagnaritunar ...
bæði mikil og merkileg, þótt þau væru aðeins brot þeirra starfa,
er hann vann fyrir hið íslenzka þjóðfélag. ... verður starfs hans
í þágu íslenzkrar sagnfræði lengi minnzt.4
Á næsta aðalfundi eftir lát Einars, 7. febrúar 1956, segir í fundar-
gerðabók, að
forseti minntist sérstaklega dr. jur. Einars sál. Arnórssonar, sem
var forseti félagsins í 20 ár og vann manna mest að bókaútgáfu
félagsins í mörg ár fyrir litla borgun og átti það því honum einn-
ig að því leyti mikið að þakka.
IV
Stjóm Sögufélags, sem tók við í ársbyrjun 1955, var undir forsæti
dr. Þorkels Jóhannessonar, prófessors og háskólarektors, sem set-
3 Einar Amórsson, „Formáli", bls. 7.
4 Jón Jóhannesson, „Dr. jur. Einar Amórsson", bls. 155 og 160.