Saga - 2002, Qupperneq 30
28
EINAR LAXNESS
ið hafði í stjóm frá því í desember 1942. Fljótlega var farið að ræða
um framtíð félagsins, ekki sízt með tilliti til þess, að félagatalan
var á niðurleið, komin niður í 835. A stjómarfundi 2. febrúar 1956
gerði forseti
nokkra grein fyrir framtíðarhorfum félagsins og taldi nauðsyn til bera
að gera breytingar á útgáfustarfsemi þess. Sérstaklega þyrfb félag-
ið að losna við útgáfu Alþingisbóka og Dómasafns, annars hvors
eða helzt beggja og hefja í staðinn útgáfu nýrra rita eða ritsafna.
Auðvitað var löngu kominn tími til að útgáfurit, sem áttu upphaf
sitt á árunum 1912 og 1916 - heimildir opinberra stofnana, sem
verið var að mjatla út í árlegum skömmtum, með vinnu lítt laun-
aðra sjálfboðaliða - kæmust á annan grundvöll fyrir tilstilli ríkis-
valdsins. En þetta tók nokkur ár, og má því skoða næsta áratug
sem eins konar millibilsástand hjá félaginu, með mismunandi
markvissri viðleitni til að komast úr gömlu fari og aðlagast nýjum
tímum. Það stóð líka starfinu fyrir þrifum, að nýr forseti, Þorkell
Jóhannesson, einn fremsti sagnfræðingur og lærdómsmaður síns
tíma, féll óvænt frá, hálfsjötugur, haustið 1960.
Á stjórnarfundi 2. febrúar 1956 kom fram, að forseti Sögufélags
og forstjóri ísafoldarprentsmiðju, Pétur Ólafsson, hefðu komizt að
samkomulagi um það, að ísafold tæki að sér útgáfu Landsyfirrétt-
ardóma „á eigin kostnað, og koma félagatalinu upp í 1.200. ... Enn
fremur tekur ísafold að sér að gefa út 40 arkir á ári fyrir félagið í
stað 30 arka nú." Þetta samkomulag var samþykkt á aðalfundi
nokkrum dögum síðar.
Við fráfall Einars Amórssonar var Ármanni Snævarr, lagapróf-
essor, falin útgáfa Landsyfirréttardómanna. Með samkomulaginu
við ísafold var horfið frá hinni gömlu heftaútgáfu, sem ekki þótti
henta lengur, er nýir tímar voru gengir í garð, og farið var að gefa
út heil bindi. Frá Ármanns hendi kom 8. bindi 1959 og 9. bindi
var tilbúið í handriti 1965, en ekki prentað fyrr en 1969. Náðu þau til
ársins 1867. Þá reyndist Sögufélagi og samstarfsaðila þess, ísafold-
arprentsmiðju, ofviða að kosta framhald þessa verks, án styrkja. Þeir
lágu þá ekki á lausu, og eðli verksins þannig, að ekki mátti vænta
neinnar metsölu. Ekki tókst heldur að þoka félagatölunni upp á við
að neinu ráði. Mátti því bíða í tvo áratugi enn, eftir að verkinu lyki.
Um Alþingisbækurnar var það að segja, að ekki varð um sinn
breyting á útgáfu þeirra, og kom næsta bindi, hið 9., í heftum sem
áður. Nýr umsjónarmaður tók við af Einari Amórssyni, Einar