Saga - 2002, Page 32
30
EINAR LAXNESS
Að Jóni Jóhannessyni föllnum tók dr. Bjöm Sigfússon, háskóla-
bókavörður, við ritstjóm Sögu. Hann hafði verið kosinn í vara-
stjóm 1958 og sat í aðalstjóm 1960-70, þar af gjaldkeri 1960-61, og
ritari síðan. Bjöm batt endahnútinn á 2. bindi Sögu (4. hefti) 1958,
en 1960 birtist ritið síðan í breyttum búningi, að tillögu Bjöms, þ.e.
í stærra broti (demi) og með kápu, merkt Saga 1960. Eftir þetta
mega heftin teljast sjálfstæð, þótt enn vanti titilblað, og enn gert
ráð fyrir, að tvö eða þrjú hefti myndi sjálfstætt bindi. Stóð svo til
ársins 1970, og gerði það að verkum, að úr nokkurri gestaþraut er
að ráða fyrir þá, sem hyggjast láta binda hefti þessara ára inn! Þess
ber að geta, að með þeirri breytingu, sem varð á Sögu 1960 kom
Björn Þorsteinsson, cand. mag., til liðs við nafna sinn í ritstjórn; þá
var skammt til þess, að hann tæki sæti í aðalstjórn félagsins eða í
ársbyrjun 1961.
A þessum árum, fyrir og um 1960, reyndu forsvarsmenn fé-
lagsins að koma nýjum verkefnum í gang og fá yngri menn til
að ganga til liðs við Sögufélag, ef verða mætti því til eflingar.
Þannig vann Bjarni Guðnason, síðar prófessor, að útgáfu Sýslu-
lýsinga 1744r-49, sem samdar vom að undirlagi Danska vísinda-
félagsins, og komu þær út 1957. Hann hvarf síðar á annan starfs-
vettvang.
Bergsteinn Jónsson, cand. mag., annaðist útgáfu á skjölum
Landsnefndarinnar frá 1770-71, og kom 1. bindi út 1958 og 2.
bindi 1961, en síðan hefur ekki orðið framhald á, þrátt fyrir við-
leitni í þá átt. Bergsteinn var kjörinn í varastjóm 1960, en sat í að-
alstjórn 1965-78.
Þá er þess að geta að ég, sem þetta rita, hafði veturinn 1959
samið kandídatsritgerð í Háskólanum hjá Þorkeli Jóhannessyni og
fjallaði þar um Jón Guðmundsson, ritstjóra Þjóðólfs og alþingis-
mann, einn helzta samherja Jóns Sigurðssonar, forseta, um árabil.
Að loknu prófi fór Þorkell þess á leit við mig, að ég ynni upp úr
ritgerðinni bók, sem kæmi út á vegum Sögufélags. Þetta kom mér
á óvart. Ég var í fastri vinnu og allmikið verk að koma ritgerðinni
í prenthæfan búning, lagfæra og auka nokkuð við. En ég vildi ekki
bregðast mínum góða kennara og forseta Sögufélags og gera mitt
til að auka veg þess, svo að ég tók þetta að mér. Ritið, Jón Guð-
mundsson alþingismaður og ritstjóri. Þættir úr ævisögu (Sögurit XXX),
kom út haustið 1960 í útgáfu til félagsmanna, auk þess sem ísa-