Saga - 2002, Blaðsíða 33
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
31
foldarprentsmiðja lét gera sérútgáfu á almennan markað. Bökinni
var vel tekið á margan hátt, enda fyrsta úttektin á hinum merka
stjórnmálaskörungi þjóðfrelsisbaráttunnar, en vitanlega er hún
barn síns tíma, skoðað með augum 21. aldar! Var undirritaður
kosinn í varastjóm félagsins 1961, en sat í aðalstjórn 1966-88, tók
þá sæti Steingríms J. Þorsteinssonar, prófessors, sem hafði setið í
aðalstjóm frá 1955 (í varastjórn frá 1945). Einar var ritari 1971-78
°g forseti síðan til 1988.
Loks er að geta, að 1963, kom út hjá Sögufélagi önnur bók, sem
byggðist á kandídatsritgerð. Það var Jól á íslandi eftir Áma Björns-
son, okkar alkunna þjóðháttafræðing, sem þá var að hefja rann-
sóknir sínar á „sögu daganna". Þetta virðist hafa verið síðasta rit-
ið, sem fékk nafnið „sögurit" með tilheyrandi númeri (Sögurit
XXXI).
Þessar útgáfur voru viðleitni í þá átt að hressa upp á orðspor
Sögufélags, en ekki virtist félagatalan hressast neitt frekar, því að
árið 1963-64 var hún komin niður í um 700 manns; þótti auðvitað
sem grundvöllur félagsins væri alveg við það að bresta með slíkri
þróun. Samstarf við ísafoldarprentsmiðju hafði færzt í lakara horf,
er hér var komið sögu, og ekki slík reiða á hlutum sem skyldi. Var
samstarfinu sagt upp með árs fyrirvara 1961, þótt enn héldi það
áfram laust og bundið fram á áttunda áratuginn. Tilraunir voru
gerðar til að fá félaginu aðra og hagkvæmari vist, m.a. hjá Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs, en af einhverjum ástæðum varð ekki af.
Afgreiðslan var í lagerhúsnæði ísafoldar, á efstu hæð í Þingholts-
stræti fyrir ofan bókbandsverkstæðið, og það kunni varla góðri
lukku að stýra, að gestum og gangandi mætti á veggjvmum til-
kynning um, að óviðkomandi væri bannaður aðgangur!
Árið 1958 hafði afgreiðslumanninum verið selt það, sem eftir
var af upplagi Blöndu, ásamt réttinum til endurprentunar.
Eftirmaður Þorkels Jóhannessonar í forsetastarfi, Guðni Jóns-
son, prófessor, entist ekki lengi sem forseti, aðeins fimm ár, enda
var hann búinn að vera í stjóm allt frá 1935, lengstum störfum
hlaðinn sem kennari og skólastjóri, auk afkastamikilla starfa á rit-
velli, höfundur merkra rita og útgefandi heildarútgáfu íslendinga-
sagna. Hann sagði af sér forsetaembætti í Sögufélagi haustið 1965
°g var þakkað „langt og farsælt starf í stjóm". Með honum hvarf
® braut einn síðasti fulltrúi eldri kynslóðar í stjóm félagsins.