Saga - 2002, Blaðsíða 34
32
EINAR LAXNESS
Guðni Jónsson var öndvegismaður, mildur, hlýr og glettinn í
framkomu og fasi, skemmtinn á gleðistimdum, og „elja hans,
vinnugleði og atorka var frábær", ritaði vinur hans og starfsbróð-
ir, Bjöm Þorsteinsson, í Sögu 1974.
V
Frá og með hausti 1965 hófst nýtt tímabil í Sögufélagi með nokk-
urri endumýjun á stjóm undir forsæti Bjöms Þorsteinssonar.
Hann var mikil eldhugi, eins og kunnugt er, hafði margt á prjón-
unum og vildi rífa upp félagið, svo að það væri fært um að sinna
mikilsverðu hlutverki sínu. Hann vildi virkja menn til starfa, eins
og kostur var, og eldmóður hans gat ekki annað en smitað út frá
sér, þótt það væri kannski ekki alltaf í fullu samræmi við hug
Björns, og hann yrði stundum fyrir vonbrigðum með gang mála.
Hann vildi tengja sem flesta við starfsemina og setti þar fram
ýmsar hugmyndir. Hann vildi stofna „áhugamannahóp um sögu-
rannsóknir innan þeirra sviða, sem Sögufélagið lætur sig mestu
skipta", og var það eiginlega hugmynd um eins konar sagn-
fræðingafélag, sem Bjöm átti mikinn þátt í að stofna nokkrum
árum síðar. Hann vildi víkka út ritnefnd Sögu með þátttöku bæði
félagsstjórnar og fræðimanna, sem leitað væri sérstaklega til.
Hann vildi koma á fót sérstöku útgáfuráði og valdi menn í það, lét
kjósa ættfræðinefnd með valinkunnum mörmum. Þá hafði hann
hugmyndir um útgáfu kennslubóka í sögu fyrir framhaldsskóla,
ef það mætti verða til að „auka veltuna", eins og hann sagði stund-
um. Það fékk þó takmarkaðan hljómgrunn hjá stjómarmönnum,
sem vildu halda sig við þann grundvöll, sem félagið byggði fyrst
og fremst á, þ.e. útgáfa heimildarita. Því miður kom minna út
úr þessari viðleitni til eflingar starfs en skyldi, en Björn hafði
samband við marga og ráðgaðist við þá um framtíðaráætlanir.
Ekki sízt lét hann sig dreyma um náið samstarf við Þjóðskjalasafn
Islands, enda þar að finna uppsprettu hinna sagnfræðilegu rann-
sókna.
Eitt af því, sem Bjöm Þorsteinsson lagði áherzlu á og beitti sér
fyrir strax í upphafi, var að hverfa frá hinni seinvirku og raunar
úreltu útgáfuaðferð Alþingisbóka íslands, þ.e. heftaútgáfunni. Nú
skyldi stefnt að heilbindaútgáfu með auknum styrk Alþingis,