Saga - 2002, Side 35
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
33
óháð að öðru leyti þeim styrk, sem félagið fékk árlega á fjárlögum;
hann var lengstum sjörmda áratuginn 30-50 þúsund krónur. Um
þetta ræddi Björn við forseta Alþingis, enda stæði það þinginu
næst að koma þessum heimildum hins forna Alþingis á þrykk.
Snemma árs 1966 var Gunnar Sveinsson, mag. art., skjalavörður í
Þjóðskjalasafni, ráðinn til að sjá um verkið. Þar tókst vel til, því að
vandaðri og samvizkusamari fræðimann var ekki að fá til slíkra
starfa. Hann sá síðan um ritröðina til enda, og naut í því góðs
stuðnings Þjóðskjalasafnsins til að vinna þar innan veggja að út-
gáfunni. Tilboða hafði verið leitað í útgáfuna, reyndist Prent-
smiðja Jóns Helgasonar („Jesúprent") bjóða hagstæðust kjör, og
voru næstu bindi prentuð þar og síðar í Gutenberg, sem samein-
aðist Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Tíunda bindið í röðinni kom út
undir árslok 1967 í einu stóru bindi (647 bls.) og tók til áranna
1711-20. í upphafi þessa bindis var birt eftirfarandi „ávarp" frá
forsetum Alþingis, sem eins konar stimpill á þessa samvinnu:
Alþingisbækur íslands eru gefnar út af Sögufélaginu með styrk úr
ríkissjóði fyrir atbeina Alþingis. Þær geyma grimdvallarheim-
ildir um íslenzka þjóðarsögu, og í þeim birtist réttarfar, menning
og tunga þjóðar vorrar um nokkurra alda skeið. Umfram allt
eru þær þó ómetanlegar heimildir um sögu og störf Alþingis,
þeirrar stofnunar, sem íslendingar skópu sér til réttaröryggis í
árdaga landsbyggðarinnar.
Undir þetta rituðu á Alþingi 20. desember 1967: Birgir Finnsson,
forseti sameinaðs Alþingis, Jónas G. Rafnar, forseti efri deildar, og
Sigurður Bjamason, forseti neðri deildar. Hins vegar réðust mál
þannig 1971, að þáverandi forseti sameinaðs Alþingis, Eysteinn
lónsson, hafði forgöngu um, að þingið stæði alfarið straum af
kostnaði við útgáfu Alþingisbókanna, svo að fyrir endann sæist, og
útgáfa á heimildum opinberrar stofmmar þyrfti ekki að vera leng-
ur myllusteinn um háls ólaunaðra sjálfboðaliða áhugamannafé-
lags. Stóð þetta samkomulag til loka verksins.
Næstu þrjú bindi, 11.-13., komu út annað hvert ár 1969-73, en
þau fjögur, sem þá vom eftir, lentu í allnokkrum seinagangi af
ýmsum ástæðum, helzt þeirri, að horfið var til ísafoldarprent-
smiðju á ný, síðan til Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg, loks til
prentsmiðjunnar Steinholts, svo að það varð þrautaganga að binda
enda á verkið.
3-SAGA