Saga - 2002, Side 36
34
EINAR LAXNESS
Afleiðingar ... urðu þær, að mörg hlé og löng urðu milli þess, að
prófarkir bárust frá prensmiðjunni, en útgefandi átti ekkert það
í fórum sínum, sem hann gæti haft fyrir keyri á seinaganginn.5
Þannig ritar umsjónarmaður, Gunnar Sveinsson, í formála 14.
bindis, sem út kom um áramót 1977-78, en allt þetta reyndi mjög
á þolinmæði hans. „Það er virðuleg fjárfesting að kaupa Alþingis-
bækur íslands", ritar Björn Þorsteinsson, í glettni og þó nokkurri al-
vöru, í Sögu 1969!
Allt um það, mál þokuðust í rétta átt undir forystu Bjöms Þor-
steinssonar, en framganga hans einkenndist af ríkum skapsmun-
um og eldlegum áhuga fyrir velferð félagsins, þar sem hvatt var
ótæpt til dáða. Hann hafði úti spjótin til að afla góðra handrita,
sem áttu jafnvel að geta orðið sæmileg markaðsvara. Þannig fékk
hann til útgáfu ritið Heklueldar eftir dr. Sigurð Þórarinsson, sem út
kom 1968. Þar er saga Heklugosa rakin frá upphafi íslands byggð-
ar af þeim, sem gerzt þekkti.
Ekki sízt reyndist annað ritverk sérstakur happadráttur fyrir fé-
lagið, hvernig sem á var litið. Það var saga innlendrar landsstjóm-
ar í 60 ár, þ.e. frá upphafi heimastjómartímabils til okkar daga eft-
ir Agnar Kl. Jónsson, sendiherra, sem þá var varastjórnarmaður í
félaginu, sonur Klemensar landritara. Þessa sögu hafði hann ný-
lokið við að rita á vegum ríkisstjórnar. Handritið var boðið Sögu-
félagi til útgáfu því að kostnaðarlausu og styrk til útgáfunnar.
Stjórnarráð íslands 1904—64, eins og ritið nefnist, var stórt og mikið
verk, og kom út í tveimur bindum (1046 bls.) 1969. Þetta var
stærsta fmmsamda verkið, sem Sögufélag hafði þá gefið út, og
vart orkar tvímælis, að Björn Þorsteinsson hafi hitt naglann á höf-
uðið, er hann í Sögu 1969, kemst svo að orði, að þetta rit Agnars
Kl. Jónssonar um „viðburðaríkasta skeið íslenzkrar sögu" sé „eitt-
hvert mesta stórvirki, sem einstaklingur hefur unnið rannsóknum
á sögu Islendinga á 20. öld." Með því að fela Sögufélagi útgáfu
þessa ritverks sýndu stjórnvöld félaginu mikla velvild og trúnað,
og slíkt hafa vissulega ótaldir aðilar gert um dagana.
Um þetta sama leyti, 1969, hófst útkoma ritsins íslenzkir ættstuðl-
ar eftir Einar Bjarnason, gjaldkera Sögufélags, sem á þessu ári var
skipaður prófessor í ættfræði, sá eini, sem gegnt hefur slíku emb-
ætti. Um verkið, sem kom út í þremur bindum á árunum 1969-72,
ritar Bjöm Þorsteinsson í Sögu 1969:
5 Gunnar Sveinsson, „Formáli", bls. XVI.