Saga - 2002, Síða 37
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
35
Þetta er bókin, sem íslenzkir ættfræðingar hafa lengi beðið eftir.
• • • Einar Bjamason hefur lengi unnið að endurskoðun íslenzkr-
ar ættfræði fomrar. Hann hreinsar hana af getspeki, en lætur
heimildir tala sínu máli. Ætlunin er, að hér sé hleypt af stokkun-
um ritröð, sem leysi af hólmi gömul og lítt fáanleg ættfræðirit.6
Þegar 1966 var Björn Þorsteinsson farinn að ræða við forsvars-
menn frá Reykjavíkurborg um mögulega útgáfu varðandi sögu
borgarinnar í tilefni 1100 ára búsetu í landinu 1974. Útgáfa Safns til
sögu Reykjavíkur (Acta civitatis Reykiavicensis), ritraðar á vegum
félagsins og Reykjavíkurborgar, hófst 1968 með ritinu Kaupstaður í
hálfa öld 1786-1836, sem hafði að geyma skjöl frá þessu tímabili.
Annað bindi kom út 1971 undir heitinu Bæjarstjórn í mótun 1836-
72, skjöl frá þessum tíma. Bæði þessi bindi voru í umsjá Lýðs
Björnssonar, cand. mag.
Á eftir fylgdu fjögur bindi í þessari ritröð á árunum 1974-86,
með frumsömdu efni. Þriðja bindi birti erindi, sem flutt voru
á ráðstefnu á vegum Sögufélags og borgarinnar 1974, nefndist
Reykjavík í 1100 ár. Um útgáfuna sá ungur sagnfræðingur og nem-
andi Bjöms, Helgi Þorláksson, cand. mag., sem kosinn var í vara-
stjóm félagsins 1973, en sat í aðalstjóm 1978-84, lengstum sem rit-
ari.
Eftir aðra Reykjavíkurráðstefnu, sem haldin var 1977, kom út 4.
hindi með þeim erindum, sem þar voru flutt, en ritið nefndist
Reykjavík miðstöð þjóðlífs, í umsjá annars nemanda Björns, Kristín-
ar Ástgeirsdóttur B.A.
Með þessum útgáfum og ráðstefnum hafði Bjöm Þorsteinsson
hrundið af stað merkum þætti á vettvangi sagnfræðinnar, þar sem
var í raun vanrækt saga höfuðstaðarins. Var hér tekið upp merk-
ið, sem fallið hafði, um leið og þeir hnigu í valinn, sem síðast
höfðu að marki ritað um sögu Reykjavíkur, þeir Jón Helgason,
hiskup, og Klemens Jónsson, landritari. Útgáfuröð sú, sem nefnd-
ist Landnám Ingólfs, hafði og hætt að koma út nokkru fyrir stríð.
Það var því fyrir eldlegan áhuga, metnað og framtak Björns Þor-
steinssonar að ráðstefnur og rit um Reykjavíkursögu tókust með
þessum hætti, og hróður Sögufélags jókst um leið að mun.
6 Bjöm Þorsteinsson, „Frá Sögufélaginu", bls. 238.