Saga - 2002, Page 38
36
EINAR LAXNESS
VI
í upphafi áttunda áratugar var Sögufélag á fullu skriði undir
stjóm Bjöms Þorsteinssonar, og var tæpast að sjá, að neitt amaði
að. Þó var undiralda talsverð, enda fjárhagskröggur og samband-
ið við ísafold á fallanda fæti, að ekki sé meira sagt, þó að reynt hafi
verið að lappa upp á samskiptin með nýjum viðræðum og sam-
komulagi á árunum 1971-73. Að mörgu leyti var það hagstætt í
sjálfu sér að hafa slík viðskipti á einum og sama stað, prentun,
dreifingu og afgreiðslu, ef allt væri með felldu. En slíkt var ekki,
og þess vegna var þreifað fyrir sér um möguleika á að ná samn-
ingum við aðra aðila um útgáfu eða bókadreifingu, en varð án ár-
angurs, þegar á hólminn var komið, nema um hríð var einhver
bókadreifing á vegum Bókabúðar Braga við Lækjartorg. Sam-
skipti Bjöms við forsvarsmenn hjá Reykjavíkurborg á þessum
árum leiddi til þess m.a., að félagið fékk um hríð pláss, endur-
gjaldslaust, fyrir bókalager á Korpúlfstöðum, svo að unnt var að
koma þangað upplagi af nýjum bókum og flytja hið eldra smám
saman úr ísafold. Hitt fór í verra, að einn kaldan vetrardag í jan-
úar 1969, kom upp eldur í þessu húsnæði og varð af verulegur
skaði. í fundargerðabókinni segir frá þessu:
Rúmur þriðjungur upplags [þ.e. 10. bindis Alþingisbóka], sem var
2000 eintök, var brunnið, en nokkur hundruð eintök, skemmd
að vísu, höfðu þeir [forseti og] Einar Laxness sótt í rústimar að
morgni eftir brunann, og verður reynt að gera það söluhæft á
ný. 1200-1300 eintök eru þá til, um 700 brunnu.
Þessi kaldi vetrarmorgunn fyrir þriðjungi aldar er mér einatt í
minni, þá er við Bjöm paufuðumst í reykmettuðu lofti Korpúlfs-
staða við að bjarga því, sem bjargað yrði af dýrmætu upplagi
Alþingisbóka. Og svo bættust fleiri í hópinn að vinna það verk.
Svona var tónninn í Bimi forseta á árinu 1969, og dæmigert fyr-
ir það, hvemig hann sagði til syndanna:
Við búum ekki einungis við erfiðan fjárhag, heldur þjakar okk-
ur einnig andleg fátækt og fámenni. Það er fámennt lið, sem
stendur að tímaritinu Sögu og annar ekki öllu, sem þyrfti að
gera. Okkur skortir mjög ritdóma um íslenzka sagnfræði, rit-
gerðir um stöðu fræðigreinarinnar hér á landi og bókfræði ís-
lenzkrar sögu. Allt hefur þetta verið á dagskrá hjá okkur; við
höfum boðað til funda og heitið á menn að efla fjölbreytni tíma-