Saga - 2002, Qupperneq 39
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
37
ritsins. Undirtektir hafa verið góðar, en framkvæmdir misjafnar
hingað til.7
Til viðbótar þeirri útgáfustarfsemi Sögufélags, sem þegar er nefnd
í forsetatíð Bjöms Þorsteinssonar, skal minnt á eftirfarandi rit: Frá
árdögum íslenzkrar þjóðar eftir Amór Sigurjónsson, rithöfund, kom
út 1973, og fjallar um uppruna íslendinga. Gamlir nemendur Arn-
órs stóðu að fjármögnun ritsins að verulegu leyti. Þeim Birni og
Amóri var vel til vina á þessum árum, og hefði Bjöm viljað gefa
meira út eftir þennan fróðleiksmann, þótt ekki yrði af á vegum
Sögufélags.
Þá átti Björn frumkvæði að því að fá útgefnar 22 sögulegar rit-
gerðir frá fyrri árum eftir Jón Steffensen, læknaprófessor, en þar
er einkum fjallað um „uppmna og mótun íslenzkrar þjóðar og
baráttu hennar við hungur og sóttir", eins og segir á kápu bókar-
lr|riar. Rausnarskapur Jóns Steffensen og velvild í garð Sögufélags
kom svo fram í því, að hann færði félaginu handrit sitt að gjöf og
styrkti útgáfuna auk þess fjárhagslega. Ritið, sem bar nafnið
Menning og meinsemdir, kom út 1975, var hátt í 500 bls., og umsjón
þess hafði Helgi Þorláksson.
A árinu 1975 kom út Afmælisrit Bjöms Sigfússonar í tilefni sjötugs-
afmælis, þar sem 17 fræðimenn lögðu fram efni í rit, sem „er ætlað
að vera vottur virðingar og þakklætis fyrir störf hans á sviði fræða,
bókavörslu og kennslu undanfama áratugi", eins og ritað er í inn-
gangsorðum. Þetta rit varð raunar hið fyrsta í flokki slíkra „afmælis-
rita", sem Sögufélag átti eftir að vera útgefandi að á komandi árum.
Sjálfur átti Bjöm Þorsteinsson eitt útgáfurit hjá félaginu, þegar
hér var komið, því að haustið 1976 sendi hann frá sér Tíu þorska-
stríð 1415-1976, rit um málefni, sem þá var efst á baugi eftir út-
ferslu landhelginnar 1972 og 1975 og átökin við Breta.
Loks skal nefna ritið Grænland í miðaldaheimildum eftir Ólaf Hall-
dórsson, handritafræðing í Árnastofnun, sem út kom undir árslok
1978, en hafði raunar verið í undirbúningi allt frá 1966, þegar
Ljörn lagði það fyrir stjórnina sem væntanlegt útgáfurit. Fyrir
þetta rit hlaut höfundur að verðleikum doktorsgráðu 1980.
Á síðasta stjórnarári Bjöms gaf félagið út afmælisrit til heiðurs
forseta sínum á sextugsafmæli hans, 20. marz 1978, safn með ýms-
um ritgerðum hans, sem nefndist Á fornum slóðum og nýjum.
7 Bjöm Þorsteinsson, „Frá Sögufélaginu", bls. 239.