Saga - 2002, Blaðsíða 40
38
EEMAR LAXNESS
Tímaritið Saga kom út reglubundið árlega, eins og lög gerðu ráð
fyrir og óx að fjölbreytni, enda lögðu æ fleiri fram ritsmíðar, og átti
það verulegan þátt í aukinni félagatölu, er stundir liðu fram. Bjöm
Sigfússon og Bjöm Þorsteinsson vom ritstjórar, en fengu þriðja
Björninn, Björn Teitsson, mag. art., með sér 1972. Árið eftir hvarf
Bjöm Þorsteinsson úr ritstjóm, en Einar Laxness tók sæti hans þar.
Sú breyting hafði verið gerð 1969, að það dygði eitt til félagsaðild-
ar að vera áskrifandi að Sögu. Þar með var hún í raun lífakkeri fé-
lagsins.
Sú breyting varð á starfsemi Sögufélags haustið 1975, að tekizt
hafði að tryggja því húsnæði í kjallara í Fischersimdi í Grjótaþorpi
(Hildibrandshús) við væga greiðslu, þar sem afgreiðsla bókanna
færi fram og þar væri daglega opin sölubúð. Var Ragnheiður Þor-
láksdóttir ráðin til að sjá um þessa starfsemi, en hún hafði þegar
hafið starf við dreifingu bóka á árinu 1974. Frá 9. desember 1977
voru stjórnarfundir haldnir í hinu nýja húsnæði.
Þessi nýskipan kom félaginu sannarlega til góða, það varð sýni-
legra en áður fyrir hinn almenna félagsmann og opnaði mögu-
leika til umtalsverðrar sölu á markaði. Ef vel til tækist ætti félaga-
talan að geta aukizt að mun, þegar áhugasamur starfsmaður tæki
nú til við að kynna félagið. Um þetta leyti töldust félagsmenn um
600, þar af um 100 á landsbyggðinni, svo að talan var komin í lág-
mark, vægast sagt. Með þessari nýju skipan átti að vera hægt að
snúa óheillaþróun við, og það tókst á næstu ámm, því að eftir þrjú
ár var talan orðin um 840 manns. Þess má geta, að félagafjöldi
jókst m.a. vegna sölu á Sögu íslands, þjóðhátíðarsögunni svoköll-
uðu. Á árunum 1974-78 komu út þrjú fyrstu bindin á vegum Bók-
menntafélagsins, og þó Sögufélag yrði ekki beinn útgáfuaðili,
þegar til kom, eins og búizt var við í upphafi, þá naut félagið góðs
af því að geta boðið félagsmönnum sínum hagstæðari kjör en ella.
Einnig tók afgreiðslan að sér umboðssölu á ritum Sagnfræðistofn-
unar Háskólans og ýmissa átthagafélaga, svo að allt varð þetta
Sögufélagi til frekari eflingar og umsetningar.
Hitt var svo annað mál, að staða félagsins var komin í öngstræti
að því leyti, að frá því um og eftir 1970 varð oft torsótt að fá nokk-
urt uppgjör hjá ísafold, svo að enga endurskoðaða reikninga var
unnt að leggja fyrir árlegan aðalfund hvað eftir annað og þurfti að
afgreiða þá síðar. Þannig var svo illa komið, að ekki tókst að halda
aðalfund á árunum 1974 til 1977, og hvern stjórnarfundinn eftir