Saga - 2002, Page 41
SÖGUFÉLAGSANNÁLL 1902-2002
39
6- mynd. Björn Þorsteinsson (1918-
1986) forseti 1965-78.
7. mynd. Einar Laxness (f. 1931)
forseti 1978-88 (ritari 1971-78).
annan voru þessir örðugleikar til umræðu. Vart þarf að taka fram,
að allt þetta mál varð mjög til angurs Bimi forseta, sem á áttimda
áratugnum fór að búa við skerta heilsu. Því fór svo, að þrátt fyrir
að uppgjör væri aðeins til fyrir tímabilið 1976-77, varð ekki und-
an vikizt að halda aðalfund, ef félagið átti að starfa áfram. Annað
hvort var að brjóta lögin eða leggja félagið niður.
Á aðalfundi, sem var haldinn 31. marz 1978, baðst forseti, Björn
Þorsteinsson, undan stjórnarstarfi, og einnig þrír aðrir stjómar-
menn, Bergsteinn Jónsson, Gunnar Thoroddsen, ráðherra, og Þórð-
Ur Bjömsson, ríkissaksóknari (tveir síðarnefndu í stjóm frá 1970).
Einar Laxness, sem áfram sat í stjórn og tók við starfi forseta eft-
h Bjöm, flutti kveðjuávarp til hans, þar sem hann þakkaði honum
-fyrir frábært starf í forystu félagsins og tóku menn undir með
lófataki" Mér þykir við hæfi hér að ítreka orð mín í minningar-
grein um kennara minn og vin, Björn Þorsteinsson, síðar sam-
kennara og samstarfsmann um langt skeið - við fráfall hans 1986:
Bjartsýni Bjöms, elja og ósérplægni, skilaði Sögufélagi langt
fram á veginn, svo að það er óhætt að fullyrða, að hann hafi í
raun og veru endurreist félagið, lagt grundvöll að velgengni