Saga - 2002, Page 42
40
EINAR LAXNESS
þess, þegar samkeppni í bókaútgáfu fór vaxandi og erfiðleikar
vegna verðbólgu steðjuðu að. Hann kom á fót daglegri af-
greiðslu fyrir félagið 1975, með fastráðnum starfsmanni, en af
því leiddi fljótlega aukinn félagsmannafjölda og gróskumikla
starfsemi. Eldmóður hans eggjaði menn til dáða í þágu Sögufé-
lags, og honum tókst að laða til samstarfs fólk úr ýmsum áttum
í þessu skyni. Bjöm lét af störfum fyrir félagið í marzlok 1978, en
hann fylgdist áfram með starfseminni af áhuga og hafði reglu-
legt samband við afgreiðslu þess, svo og undirritaðan, sem tók
við forsetastarfi eftir hann, og gladdist með okkur yfir fram-
gangi félagsins. Síðustu samskipti Bjöms og Sögufélags voru í
ágúst á s.l. ári [þ.e. 1986] þegar við undirrituðum samning um
útgáfu vandaðrar íslandssögu, frá upphafi til okkar tíma, sem
hann er aðalhöfundur að. Forystustarf hans í Sögufélagi um
rúmlega 12 ára skeið mun ávallt verða talið eftirminnilegur
þáttur á löngum ferli þessa gamla fræðafélags.8
VII
Það er ljóst, að veruleg breyting varð á félagsstjóm á aðalfundi
1978, er Einar Laxness gerðist forseti, Helgi Þorláksson ritari og
Pétur Sæmvmdsen, bankastjóri, gjaldkeri (báðir úr varastjóm), en
nýir stjórnarmenn voru Gunnar Karlsson, prófessor, og Sigríður
Th. Erlendsdóttir, cand. mag., og var hún fyrsta konan, sem settist
í stjómina. Varamenn vom Helgi Skúli Kjartansson, cand. mag.,
og Sigurður Ragnarsson, cand. philol., en árið eftir tók Heimir
Þorleifsson, cand. mag., sæti Helga Skúla. Alveg sérstaklega þótti
þeim, sem þetta ritar, traustvekjandi að hafa Pétur Sæmundsen sér
við hlið sem gjaldkera félagsins, ráðhollan mann og hreinskiptinn,
sem þekkti vel völundarhús fjármálanna. Hann var áhugasamur
um sögulegan fróðleik og vann félaginu vel, en heilsubrestur
hamlaði störf, og hann féll frá um aldur fram 1982.
Þetta var samhent stjórn fólks, sem stefndi ótrauð að áframhald-
andi starfi Sögufélags, bæði á eldri grundvelli með því að gefa út
heimildarit um sögu íslands, einkum að reyna að ljúka hinum
eldri ritröðum og hefja nýjar, auk þess að gefa út frumsamin rit,
8 Einar Laxness, „Bjöm Þorsteinsson", bls. 13-14.